Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 23. tbl. 17. árg. 4. júní 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Íslandskort margar stærðir Heimskort Úrval myndaramma Innrömmun Passamyndir Opið virka daga: 10-12 og 13-18 S K E S S U H O R N 2 01 4 Rammar & Myndir Skólabraut 27 - Akranesi - Sími 431 1313 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Ýmsir höfðu ástæðu til að gleðjast þegar úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna tóku að birtast síðastliðið laugardagskvöld. Í þremur sveitar- félögum á Vesturlandi féllu sitjandi meirihlutar, þ.e. á Akranesi, í Borg- arbyggð og Stykkishólmi. Þá stóðst meirihlutinn í Snæfellsbæ áhlaup þriggja mótframboða og meiri- hluti vinstri manna í Grundarfirði hélt sömuleiðis. Persónukosningar fóru fram í fimm sveitarfélögum á Vesturlandi, þ.e. í Hvalfjarðarsveit, Dalabyggð, Skorradalshreppi, Helgafellssveit og Reykhólasveit. Skessuhorn fjallar um úrslit kosn- inganna á bls. 11-14 í blaðinu í dag. mm Í liðinni viku var skrifað undir samkomulag milli Faxaflóahafna og bandaríska sólarkísil fyrirtækis- ins Silicor materials um að stefna að því að nýrri verksmiðju fyrir- tækisins verði valinn staður í landi Klafastaða, norðan við Grundar- tanga. Um fimmtán manna sendi- nefnd fulltrúa fyrirtækisins var mætt á Grundartanga undir for- ystu Theresu Jester framkvæmda- stjóra. Hún og Gísli Gíslason und- irrituðu samkomulagið. Verkefnið var stuttlega kynnt fyrir gestum, sem einkum voru starfsmenn Sam- taka iðnaðarins, sveitarstjórnarfólk úr nágrenninu og fulltrúar þriggja fjölmiðla. Fram kom að mikil al- vara er með áformum fyrirtækis- ins um byggingu verksmiðjunnar. Ef ekki verði tafir vegna skipulags eða af óviðráðanlegum orsökum hefjast fyrstu jarðvegsframkvæmd- ir í haust. Verksmiðja Silicor materials verður byggð á hálfu öðru ári og stefnt að fyrsta framleiðsla verði sumarið 2016. Hér er um að ræða nýja einkaleyfisvarða framleiðslu- aðferð á sólarkísil. Uppbygging Silicor materials mun kosta um 77 milljarða króna og fullbúin mun verksmiðjan veita 420 störf. Krafist verður sérfræðiþekkingar í þriðj- ung til helming starfanna. Verk- smiðjan á að geta framleitt um 16 þúsund tonn af kísil á ári. Viðræð- ur um orkukaup standa m.a. yfir við Landsvirkjun og Orku náttúru og miðar þeim vel. Eins og fram hefur komið í frétt- um Skessuhorns um málið nýtist græn orka með þessu móti í um- hverfisvæna starfsemi, mannfreka, en engu að síður hóflega orkukrefj- andi. Góð hafnaraðstaða á Grund- artanga er talinn lykillinn að vali Silicor materials á Grundartanga umfram önnur svæði. Þá er fram- leiðsla sólarkísils í þessari verk- smiðju sérstök að því leyti að efnið er hreinsað með bræddu áli og það síðan selt til framleiðenda sólar- rafhlaða. Í framtíðinni er stefnt að hráefniskaupum frá fyrirtækjunum sem þegar eru á Grundartanga. Verður byggð hratt Fyrirhuguð lóð undir verksmiðj- una er í landi Klafastaða, sem er land norðan við hafnarmannvirkin og verksmiðju Norðurál á Grundar- tanga. Í samkomulaginu felst m.a. að Faxaflóahafnir munu úthluta Silicor material um þrjátíu hektara landi en af því munu verksmiðjuhúsin fullbú- in taka 93.000 fermetra, eða 9,3 ha. Skipulagsmál á Grundartanga heyra undir Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn þar lýsti í vor yfir stuðningi við hug- myndir um byggingu verksmiðj- unnar og tók jákvætt í ívilnun vegna byggingar hennar. Ríkisstjórnin mun einnig veita ívilnanir en þær geta fal- ist í lækkun tryggingagjalds, tekju- skatts og fasteignaskatts til ákveðins tíma. Hugmyndir Silicor materials byggjast á að þegar í október á þessu ári geti byggingarframkvæmdir haf- ist á Grundartanga. Ef skipulags- mál munu ekki tefja framkvæmdir er stefnt að byrjað verði á byggingu fyrri áfanga verksmiðjunnar í októ- ber á þessu ári og honum lokið um mitt árið 2016. Síðari áfanginn verði síðan tilbúinn síðari hluta árs 2017. Ef áætlanir um byggingu ganga eftir mun framleiðsla verða komin í gang um mitt ár 2017. Engum vafa er því undirorpið að um gríðarlega lyftistöng verður að ræða fyrir atvinnulífið á Vesturlandi. mm Skin og skúrir í pólitíkinni Sólarkísilverksmiðja á Grundartanga Theresa Jester framkvæmdastjóri Silicor materials og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna undirrituðu samkomulagið. Ólafur Adolfsson verðandi forseti bæjarstjórnar á Akranesi og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri færðu Guð- mundi Jóni Hafsteinssyni blómvönd frá Akranesbæ við komu ferjunnar Gullfoss til Akraness í gær. Sjá nánar frétt á bls. 2 Ljósm. mþh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.