Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Heitavatnslaust í dag BORGARNES: Vegna við- gerðar á aðveituæð hitaveit- unnar í Borgarnesi verður heitavatnslaust í nánast öll- um bænum, frá Hyrnunni að Hamri, í dag miðvikudag- inn 4. júní frá klukkan 9:00 til 17:00. „Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatns- krana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Ráðlegt er að hafa glugga lokaða og úti- dyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyr- ir að það kólni. Viðskiptavin- um með viðkvæma starfsemi hefur verið gert viðvart,“ seg- ir í tilkynningu frá Orku- veitu Reykjavíkur. „Starfs- fólk Orkuveitunnar biðst vel- virðingar á óþægindum vegna þessa.“ -mm Er makríllinn mættur? SNÆFELLSNES: Sjómenn á línubátum við Snæfellsnes telja að þeir hafi orðið varir við makríltorfur undir Jökli. „Við sáum þó nokkuð af torf- um sem óðu í yfirborðinu hér í gærkvöldi. Það lóðaði töluvert á þetta. Þetta líktist makrílnum. Við reyndum þó ekki að veiða neitt. Skilyrð- in eru líka óvenjuleg. Sjórinn í yfirborðinu hérna við Snæ- fellsnesið er tveimur gráð- um heitari en á sama tíma í fyrra,“ sagði Arnar Laxdal Jó- hannsson skipstjóri á línut- rillunni Tryggva Eðvarðs SH 2 í samtali við Skessuhorn í gærmorgun. Hærra hitastig gæti skýrt að makrílinn er allt að mánuði fyrr á ferðinni en í fyrrasumar. Miklar vænting- ar eru til komandi sumarver- tíðar á makríl, ekki síst vest- anlands. Þaðan tóku margir bátar þátt í veiðunum í fyrra- sumar og öfluðu margir vel, þar á meðal þeir á Tryggva Eðvarðs SH. Veiðar smábáta mega hefjast 1. júlí. –mþh Vilja sameiningu DALIR: Niðurstöður skoð- anakönnunar í Dalabyggð 31. maí varðandi sameiningu sveitarfélaga liggja fyrir, en könnunin var gerð samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Aðalspurningin í könnuninni var: „Vilt þú að sveitarstjórn Dalabyggðar kanni áhuga ná- grannasveitarfélaga á samein- ingu við Dalabyggð á kjör- tímabilinu 2014-2018?“ Já, sögðu 137 eða 60,1% og nei sögðu 91 eða 39,9%. Skipt- ar skoðanir eru hinsvegar um hverjum væri heppilegast að sameinast. Reykhólahrepp völdu 72 eða 31,6%, Reyk- hólahreppur og Strandabyggð merktu 69 við eða 30,3% og Borgarbyggð völdu 32 eða 14%. Aðrir kostir fengu mun lakari útkomu: Vesturland allt fékk 20 atkvæði eða 8,8%, Stykkishólmsbær 11 atkvæði eða 4,8%, Húnaþing vestra 10 atkvæði eða 4,4%, annað 5 atkvæði og Strandabyggð 2 atkvæði. –þá Framundan er hvítasunnuhelgin, sem oft hefur verið fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Útlit er fyrir gott veður um helgina og væntanlega verða margir á ferðinni á fjölförnum leiðum svo sem þjóðvegi eitt. Varnarorð til fólks í um- ferðinni eru aldrei of mörg. Vindátt verður aðallega frá norðri til austurs næstu dagana og fremur hæg- ur vindur. Úrkomulítið víða og hitastig yfirleitt frá 10 til 17 stigum og jafnvel enn hlýrra um helgina. Á mánudag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breyti- lega átt. Víða skýjað norðan til með stöku skúrum og kólnandi veðri, en að mestu bjart syðra. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns í tilefni kosninganna: Kýstu það sama og fyrir fjórum árum? „Já“ sögðu 39,25%, „nei“ var svar 36,92%. „Ekki viss“ sögðu 11,14%, „kaus ekki þá“ sögðu 4,27%, „kýs ekki núna“ 6,99% og „hef ekki kosningarétt“ sögðu 1,42%. Í þessari viku er spurt? Hvernig líkaði þér kosningaúrslitin? Gísli Gísla- son hafnar- stjóri Faxaflóa- hafna er Vest- lendingur vik- unnar. Hann á sinn þátt í að nú virðist fyrir- tæki sem skaff- ar um 400 störf vera á leið með að hefja uppbyggingu á Grundartanga. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Skemmtisiglingaskipið Gullfoss kom til Akraness um hádegisbil í gær eftir nokkurra sólarhringa sigl- ingu frá hafnarbænum Pool á suð- vestur Englandi. Siglt var um Ír- landshaf, norður með Skotlandi með stefnu fyrir Reykjanes og rak- leiðis í Akraneshöfn. „Siglingin gekk rosalega vel. Veðrið var frá- bært alla leiðina og allt gekk upp. Gullfoss er mjög fínt sjóskip,“ segir Guðmundur Jón Hafsteinsson skip- stjóri þegar hann hafði lagt skipinu upp við Sementsbryggjuna á Akra- nesi í renniblíðu. Skipið var smíðað árið 1979 í Skotlandi og var upphaflega í ferju- siglingum milli eyja við Skotland. Síðar var því svo breytt í skemmti- siglingaskip og notað um árabil í ferðaþjónustu við strendur Eng- lands. Gullfoss er 30 metra langur og mælist 175 brúttórúmlestir. Það Valtýr Guðmundsson lést í bílslysi í Stykkishólmi í desember 2006, að- eins 22 ára að aldri. Fjölskylda hans hefur nú hafið söfnun fyrir hjarta- hnoðtækinu Lúkasi til notkun- ar í sjúkrabíl Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands í Stykkishólmi. Líkt og Skessuhorn hefur sagt frá veit- ir tæki sem þetta hámarkshjarta- hnoð og skilar mun betri árangri en venjulegt hjartahnoð með manns- hönd. Tækið jafngildir viðbótar- manni við endurlífgun og hægt er að færa sjúkling án þess að stöðva hjartahnoð. „Hvatinn að þessari söfnun er að þetta er í minningu bróður míns, sem hefði orðið þrí- tugur 21. júlí. Við vildum fá tæki- færi til að gefa gott til baka í samfé- lagið sem tók svo þétt utan um okk- ur þegar hann dó;“ segir Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir, systir Val- týs í samtali við Skessuhorn. Hún segir fjölskylduna hafa fundið mik- inn stuðning frá öllum bæjarbúum í Hólminum eftir andlát Valtýs og nú vilji þau gefa til baka. Fjölskyldan hefur látið útbúa bækling í tilefni söfnunarinnar þar sem fram koma allar upplýsing- ar um Lúkas ásamt reikningsupp- lýsingum. „Þetta er samstarfsverk- efni hjá mér, foreldrum okkar og syni mínum. Við munum fara með bæklinginn í fyrirtæki en við leit- um til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrk til kaupa á hjartahnoðtækinu. Við fengum Lionsklúbbinn Hörpu til að vera verndara söfnunarinnar og félagar þar stofnuðu reikning- inn Minningarsjóður Valtýs Guð- mundssonar,“ segir Hafrún Bylgja. Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 0309-13-700002. Kt: 480994- 2489. Nafn: Lúkas. grþ Fjölskylda Valtýs Guðmundssonar. Sitjandi eru Guðmundur Valur Valtýsson og Steinunn Dóra Garðarsdóttir, foreldrar Valtýs. Fyrir aftan þau standa Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir og sonur hennar Haukur Páll Kristinsson. Ljósm. SÁ Safnað fyrir Lúkasi í minningu Valtýs Valtýr Guðmundsson hefði orðið þrítugur í júlí 2014. Nú er safnað í minningu hans fyrir hjartahnoðtæki til notkunar í sjúkrabíl. Gullfoss er kominn til Akraness Áhöfn Gullfoss á heimleiðinni. Frá vinstri: Markús Valgeirsson stýrimaður, Garðar Hólm og Hermann Beck vélstjórar og Guð- mundur Jón Hafsteinsson skipstjóri. Yst til hægri eru Kristinn Árni sonur Guðmundar og Gunnar Leifur Stefánsson útgerðarmaður. er í eigu fyrirtækisins Sea Ranger ehf. en það er í eigu ferðaþjónustu- fyrirtækisins Skagaverks á Akranesi, Gunnars Leifs Stefánssonar, Sævars Sigurðssonar og fleiri aðila. „Nú taka við einhverjir dagar þar sem skipið verður tekið í gegn. Það þarf að mála og sansa, og fá Gull- foss samþykktan til farþegasiglinga hjá íslenskum samgönguyfirvöld- um. Síðan hefst reksturinn af full- um krafti. Það verður hvalaskoð- un, sjóstangveiði, norðurljósaferð- ir og hvaðeina með ferðamenn hér á Faxaflóasvæðinu. Ég reikna með að skipið verði skráð fyrir allt að hundrað farþega til að byrja með,“ segir Guðmundur Jón. mþh Gullfoss siglir inn í Akraneshöfn í fyrsta sinn eftir siglinguna frá Pool á suðvestur Englandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.