Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Vitbrigði Vesturlands, félag ungs fólks í skapandi greinum á Vest- urlandi, eru nú búin að vera starf- andi síðan í nóvember og hægt og rólega eru samtökin að „rokka“ í menningarlífinu á Vesturlandi, eins og Sigursteinn Sigurðsson formað- ur félagsins kemst að orði. „Nú sem stendur er þungamiðja starfsem- innar í Borgarnesi og vonandi mun ganga vel að tengja starfið frekar um allan landshlutann. Meðlimir koma úr þó víða að úr fjórðungn- um og samtökin vaxa því hægt en örugglega,“ segir Sigursteinn. Styrkur úr Menningar- sjóði Vesturlands Fyrir skemmstu fékk félagið styrk úr Menningarsjóði Vesturlands að upphæð 600.000 krónur sem mun koma sér vel til að koma samtökun- um á koppinn. „Í haust stendur til að halda Ráðstefnuhlé (einfaldlega vegna þess að í ráðstefnuhléunum gerast hlutirnir) og fer hluti sjóðs- ins í að halda þann viðburð. Einnig er draumur að opna heimasíðu VV þar sem upplýsingum sem gagnast meðlimum samtakanna má finna, t.d. um aðgang að prentþjónustu, galleríum og fleiru auk þess sem al- menningur getur fengið haldbærar upplýsingar um hvernig má finna þjónustu fólks í skapandi greinum á sínu heimasvæði.“ Í maí opnuðu Hugheimar að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Hug- heimar eru setur nýsköpunar og fumkvöðla og eru Vitbrigði Vest- urlands stoltur stofnaðili að verk- efninu. Sigursteinn segir að hlut- verk VV sé að miðla upplýsing- um um Hugheima til sinna félags- manna og hvetja þá til að sækja þá aðstoð sem Hugheimar veita. Í Hugheimum gefst frumkvöðlum kostur á að leigja á „fáránlega“ lágu verði vinnuaðstöðu. Á staðnum eru líka fagaðilar eins og atvinnu- og rekstrarráðgjafar á vegum Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi auk bókhaldsráðgjafa frá KPMG sem veita frumkvöðlum ráðgjöf. Að auki gefst frumkvöðlum tækifæri til að sækja styrki á vegum Hugheima í boði styrktaraðila setursins. Nú þegar er Geir Konráð Theódórs- son búinn að koma sér fyrstur fyrir í aðstöðunni. Hann er að vinna að sínu verkefni í aðstöðunni en hann er jafnframt félagi í Vitbrigðum Vesturlands. Nánari upplýsingar um Hugheima eru á Facebook-síðu þeirra, facebook.com/hugheimar. Hittingur á föstudaginn Föstudaginn 6. júní klukkan 20:00 er félögum Vitbrigðanna boðið að koma og kynna sér Hugheima í húsakynnunum að Bjarnarbraut 8. Skapandi fólk er nú mest líklegast að vera með einhverjar hugmynd- ir að frumkvöðlaverkefnum og því er þetta gullið tækifæri að kynnast verkefninu. Kaffistopp Síðan Vitbrigðin voru stofnuð hafa samtökin haldið Kaffistopp þar sem meðlimir hittast, kynnast hlutverki Fréttir frá Vitbrigðum Vesturlands samtakanna og hvort öðru. Fyrsta Kaffistoppið var í Landnámssetrinu í Borgarnesi en síðan hefur félags- skapurinn hist í Leir 7 í Stykkis- hólmi og í Hannesarholti í Reykja- vík í til tilefni Hönnunarmars. Á öllum þessum hittingum hefur mikið verið rætt og skipulagt. Til að mynda var ákveðið að Vitbrigði Vesturlands skyldu stefna að því að halda samsýningu ungra hönnuða af Vesturlandi á Hönnunarmars að ári. Kaffistoppin hafa verið það vel heppnuð að áætlað er að fara víðar um landshlutann og hittast. „Búð- ardalur, Grundarfjörður og Akra- nes, HERE WE COME,“ segir Sigursteinn. Um félagið Vitbrigði Vesturlands er opið ungu fólki sem starfar eða er menntað í skapandi greinum og hafa tengingu við Vesturland. Fagfólk, sem hef- ur lagt allt undir til að starfa í sínu fagi eru meðlimir í samtökunum í dag. Þetta eru grafískir hönnuðir, arkitektar, fatahönnuðir, myndlist- armenn, leikarar, rithöfundar, kvik- myndagerðarmenn, tónlistarfólk og svona má lengi telja. „Þekkir þú ein- hvern sem á heima í samtökum sem þessum skaltu endilega benda þeim á að hafa samband á facebook síðu samtakanna eða beint við undirrit- aðan,“ segir Sigursteinn að endingu og bætir við; „Lifi listin.“ mm Sigursteinn Sigurðsson. Svipmynd frá einum kaffihittingi félaga í Vitbrigðum Vesturlands. F.v. Heiðar Lind Hansson, Geir Konráð Theodórsson og Elín Elísabet Einarsdóttir. Ljósm. Kristín Jónsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.