Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Staða leikskólastjóra við leikskólann Bakkaberg Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Bakkaberg. Bakkaberg er fimm deilda leikskóli sem hefur tvær starfsstöðvar, það er Bakki að Bakkastöðum 77 í Grafarvogi og Berg við Kléberg á Kjalarnesi. Hugmyndafræði leikskólans á rætur að rekja til félagsmenningarlegra kenninga þar sem litið er á að nám og þroski barna sé í samspili við félags- og menningabundna þætti. Báðar starfsstöðvarnar eru staðsettar í miðri nátt- úruparadís þar sem meðal annars er stutt í fjöruna, mikil fjallasýn og fjölskrúðugt fuglalíf. Í samræmi við það er lögð áhersla á umhverfismennt og útinám. Leikskólinn flaggar Grænfánanum. Einkunnarorð leikskólans eru leikur – samvinna – virðing. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram það metnaðarfulla leikskólastarf sem þróað hefur verið í Bakkabergi. Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskóla og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Hafa yfirumsjón með daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leik- skólastigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði, frumkvæði og hæfni til að vinna í hópi. Óskað er eftir því að umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjenda á leikskólastarfið. Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og fyrri störf og leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2014. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veita Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu, og Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is Kennarar Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða kennara í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2014 – 2015: Enska 60% staða• Spænska 60% staða• Hæfniskröfur: Háskólapróf í viðkomandi grein Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi Hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 433 7701. Umsóknarfrestur er til 20. júní og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið kolfinna@menntaborg.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Límtré Vírnet ehf í Borgarnesi leitar að starfsmönnum í framleiðslu og vöruafgreiðslu. Um framtíðarstörf er að ræða. Reynsla af notkun véla er æskileg og réttindi til stjórnunar lyftara nauðsynleg. Störfin henta jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur er til 12. júní n.k. Nánari upplýsingar veita Jakob í síma 412 5312 / jg@limtrevirnet.is eða Aðalsteinn í síma 412 5302 / alli@limtrevirnet.is. Starfsfólk óskast S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu hótels á Húsafelli í Borg- arfirði. Staðsetning þess er einstök því hótelið verður að hluta til fellt inn í landið í skógivöxnu landi í hjarta staðarins ofan við sund- laugina. Á hótelinu, sem verður um 1.800 fermetrar að grunnfleti, verða 36 rúmgóð tveggja manna herbergi, þar af sex svítur. Í hót- elinu verður gestamóttaka, bar og bjartur og fallegur veitingastað- ur með útsýni yfir Húsafell og til fjalla. Á neðri hæð verður sér inn- gangur sem tengist með aðkomu- torgi við sundlaugina, golfvöllinn og þjónustumiðstöðina á staðn- um. Þar verður miðstöð náttúru- skoðunar og útivistar. Góð að- staða verður fyrir búnað til jökla- ferða, hellaskoðunar og göngu- ferða. Á hæðinni er einnig fjöl- nota salur sem hentar afar vel til sýninga af ýmsu tagi og til funda- halda. Arkitektar að byggingunni eru starfsmenn Teiknistofunnar Óðinstorgi en aðalverktaki verður Eiríkur J Ingólfsson húsasmíða- meistari í Borgarnesi. Áætlað er að hótelið verði opnað í júní 2015. Hótelið á Húsafelli verður al- farið í eigu heimamanna á Húsa- felli og fjármagnað í samstarfi við Landsbanka Íslands. Þórður Kristleifsson er verkefnisstjóri við bygginguna, en hann er auk þess menntaður í hótelrekstri í Sviss. Þórður segir að uppgröftur og jarð- vegsskipti séu nú í gangi en innan tíðar fari byggingarframkvæmd- ir á fullan skrið. Hann kveðst afar bjartsýnn á að vel gangi að mark- aðssetja hótel á þessum stað eins og horfurnar eru í ferðaþjónustu hér á landi og ekki síst í Borgar- firði. „Húsafell er ein af tilkomu- mestu náttúruperlum Íslands sem jafnan er sett í flokk með vinsæl- um áfangastöðum eins og Mývatni og Skaftafelli. Töluverður fjöldi fólks nýtir sumarhúsabyggð hér á svæðinu og þá þjónustu sem nú er boðið uppá svo sem sundlaug, veitingastað og golfvöll. Heilsárs hótel mun stuðla að áframhald- andi uppbyggingu á svæðinu sem miðar að gæðum sem kallað hef- ur verið eftir af hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Þórður. Hann segir að Húsafell og ná- grenni dragi að sér um það bil 80 þúsund ferðamenn á ári. „Mögu- leikar svæðisins til frekari upp- byggingar í ferðaþjónustu eru því miklir enda hefur svæðið uppá flest það að bjóða sem ferðamenn sækjast eftir. Sem dæmi má nefna fjölbreytta og einstæða jarðsögu, ríka menningarsögu, listaverka- safn og fleira. Með samstilltu átaki er hægt að auka straum og tekjur af ferðamönnum á Húsa- felli og í uppsveitum Borgarfjarð- ar, enda ríkir þar mikill samhugur og ýmis verkefni eru þegar í und- Lagt á ráðin í grunni væntanlegs hótels. F.v. Örn Eyfjörð Arnarson starfsmaður Ferðaþjónustunnar Húsafelli, Helgi Hjálmars- son arkitekt, Kristófer Ólafsson húsasmiður frá Kalmanstungu og Bergþór Kristleifsson framkvæmdastjóri. Framkvæmdir hafnar við byggingu heilsárshótels á Húsafelli Þrívíddarteikning af framhlið hótelsins á Húsafelli. Mynd: onno. Á hótelinu verða m.a. 36 rúmgóð herbergi. Mynd: onno. irbúningi. Hægt er að nefna verk- efnið Saga Jarðvangur. Nú er unn- ið að gerð ísganga í Langjökli hér skammt ofan við Húsafell, í und- irbúningi er bygging veitingastað- ar við Deildartunguhver, verið er að skoða uppbyggingu náttúru- baða við Brúarás, bætta aðstöðu við Hraunfossa og áfram mætti telja. Fólk er að sjá að skynsam- legt er að fjárfesta í uppbyggingu í ferðaþjónustu í Borgarfirði,“ seg- ir Þórður. Undanfarin misseri hefur mik- ið verið fjallað um álag á ferða- mannastöðum á Suðurlandi og þörfina fyrir að dreifa álagi sem skapast af fjölgun erlendra ferða- manna á tiltölulega litlu svæði um sunnanvert landið. „Húsafell og Vesturland í heild er ákjósanlegur valkostur sem mótvægi við Suð- urland enda hefur svæðið allt til að bera sem erlendir ferðamenn sækjast eftir á Íslandi. Uppbygg- ing Kaldadalsvegar er að mati for- svarsmanna ferðaþjónustu á Húsa- felli einn af lykilþáttunum í þessu sambandi,“ segir Þórður Krist- leifsson að endingu. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.