Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Meðan frost er að fara úr jörðu þarf að banna akstur á ýmsum há- lendisvegum til að koma í veg fyr- ir skemmdir á þeim og náttúrunni. Vegagerðin beinir þeim tilmælum til fólks sem hyggur á fjallaferðir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er. Umferð um Kaldadal er til dæmis bönnuð enda er þar bæði snjór og aurbleyta. Á meðfylgjandi mynd má sjá vegalokanir sem voru í gildi á hálendinu um miðja síðustu viku. mm Vel á þriðja hundarð manns sóttu Safnasvæðið á Akranesi heim um síðustu helgi á stórri eldsmiða- og handverkshátíð sem haldin var í samstarfi við Íslenska eldsmiði. Hátíðin hófst á fimmtudaginn með námskeiðum í eldsmíði. Hand- verksfólk kom og sýndi og seldi muni sína en einnig var hægt að fylgjast með rennismiðum renna í ferskan við, útskurðarfólki tálga út ýmsar fígúrur og leirkerasmið renna bolla í postulín. Hið eigin- lega Íslandsmeistaramót í eldsmíði var svo á sunnudeginum, þegar tólf manns kepptu um Íslandsmeist- aratitilinn. Verkefnið var að smíða hurðarhamar. Þrír dómarar, þeir John Simpkins frá Bandaríkjunum og Michael Maasing og Jon Olofs- son frá Svíþjóð dæmdu að keppni lokinni. Þeir hrósuðu Íslending- um fyrir elju sína við uppbyggingu eldsmíðinnar hér á landi og hvöttu fólk áfram í tilraunastarfsemi og æfingum við smíðina. Það var Beate Stormo sem bar sigur úr býtum með afar fallegan hurðarhamar. Fékk hún sérstakt hrós frá dómnefnd fyrir hönnun og jafnvægi í smíðisgripnum. Annað sætið hlaut Ingvar Matthiasson fyrir hurðarhamar þar sem hann bland- aði saman járni og grjóti á hagan- lega hátt. Þriðja sæti hlaut svo Ósk- ar Birgisson fyrir hurðarhamar sem bar af fyrir einfaldleika. Þetta var í fyrsta sinn sem Óskar keppir í eld- smíði. mm/ale „Ég segi ekki að það sé árlegt að malbikið fjúki mikið upp hérna á Snæfellsnesi, en norðanveðrin í vetur voru mörg hver ansi slæm,“ sagði Guðjón Hrannar Björnsson starfsmaður Vegagerðarinnar þar sem unnið var að viðgerðum á slit- lagi neðst í Fróðaráheiðinni. „Það er annað svæði sem þarf að gera við hérna rétt ofan við í heiðinni. Svo þurfti að gera við á Lýsuhóli, í Breiðuvíkinni og í Seljadal í Hraun- firði. Það er á þessum fimm stöðum sem malbikið fauk upp í vetur og ætli það sé ekki með meira móti,“ sagði Guðjón í samtali við blaða- mann Skessuhorns, þegar hann átti leið um Staðarsveit og Fróðárheiði um miðja síðustu viku. þá „Hlutföll tilverunnar röskuðust aðeins. Allt varð svo agnarsmátt og undarlegt í samanburðinum,“ skrifaði Hólmfríður Friðjónsdóttir íbúi í Stykkishólmi á Fésbókina. Tilefni skrifanna var að skemmtiferðaskipið Fram lagðist að bryggjunni við Súgandisey á mánu- daginn á leið sinni frá Grundarfirði. „Það birgði fyrir sólu,“ skrifaði annar. Gömlu og fallegu húsin við höfnina urðu skyndilega agnarsmá í saman- burðinum við gestinn. Farþegarnir á skipinu voru í skýjunum yfir fegurð staðarins og einn vildi m.a.s. verða eftir til búsetu. Eyþór Benediktsson tók meðfylgjandi mynd þegar skipið átti viðdvöl í Stykkishólmi. mm Hjónin Edda Baldursdóttir og Rúnar Birgisson opnuðu 1. júní síðastliðinn kaffihúsið Sælkerakaffi í Stykkishólmi. Kaffihúsið er stað- sett í hinum skjólsæla Freyjulundi í Kvenfélagsgarðinum, steinsnar frá helstu verslunum, sundlauginni og íþróttahúsinu. „Við erum með gott úrval kaffidrykkja og kökur, ásamt boozt drykkjum. Stefnan er á að vera með eitthvað við allra hæfi, þannig að ef fólk er í hollustunni þá munum við einnig vera með eitt- hvað hollt á boðstólunum. Í sum- ar verðum við með borð og stóla út og fólk getur annað hvort setið inni eða úti,“ segir Edda í samtali við Skessuhorn. Þetta er frumraun hennar í slík- um rekstri. „Mig er búið að langa til að prufa þetta í langan tíma. Ég er mikið fyrir að baka og þetta er eiginlega áhugamálið mitt. Það má því segja að ég sé að vinna við áhugamálið mitt núna.“ Edda seg- ir að stefnan sé tekin á að vera með opið fram í október og sjá svo til hvort opnað verður aftur í apríl á næsta ári. „Hugsunin er að hafa opið í hálft ár og lokað í hálft ár. Það er þó ekkert endanleg ákvörð- un, ef það verður grundvöllur fyr- ir ársopnun þá munum við alveg skoða það,“ segir Edda hress að lokum. grþ Aðfararnótt sunnudags eða mánu- dags voru rúður brotnar í húsinu Geirsstöðum, einu af gömlu hús- unum á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Einnig var brotist inn í húsið en ekki unnar skemmdir þar. Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri á Safnasvæðinu segir bagalegt þeg- ar skemmdarvargar fá útrás þarna, en slíkt gerist þar sem engin býr á svæðinu. Biðlar hún til íbúa í nær- liggjandi húsum að fylgjast með og láta vita ef grunsamlegar manna- ferðir eru á svæðinu utan opnunar- tíma. Einnig óskar hún eftir að lög- regla fái að vita hafi fólk hugsan- lega séð til fyrrgreindra skemmdar- varga. mm Fram kemur í fundargerð skóla- nefndar Grundarfjarðarbæjar frá 26. maí að talsverðar breytingar eru framundan í stjórnunarstöðum í skólum bæjarins. Anna Bergsdótt- ir, skólastjóri Grunnskóla Grundar- fjarðar, hefur sagt starfi sínu lausu og það hefur einnig gert aðstoðar- skólastjórinn Helga Guðrún Guð- jónsdóttir. Þá hefur Matthildur S. Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Sólvöllum einnig sagt upp starfi sínu. Skólanefndin þakkaði Önnu og Matthildi fyrir vel unnin störf og farsælt samstarf en Matthild- ur mun áfram verða í hlutastarfi í leikskólanum. Stöðurnar hafa verið auglýstar. grþ Skemmdarverk unnin á Geirsstaðahúsinu í Görðum Skólastjórar segja upp í Grundarfirði Akstursbann í gildi á hálendisvegum Gert við malbiksskemmdir eftir veturinn Kaffihúsið er í Freyjulundi, félagsheimili Kvenfélagsins Hringsins í Hólmgarði. Ljósm. Eyþór Ben. Nýtt kaffihús hefur verið opnað í Hólminum Hjónin Edda Baldursdóttir og Rúnar Birgisson í Sælkerakaffi í Stykkishólmi. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Hólmurum þótti mikið til stærðarinnar koma Beate Stormo er Íslandsmeistari í eldsmíði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.