Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Restaurant Munaðarnes í Borgarfirði Margvíslegar breytingar - Fallegt barnahorn og lítil handverksbúð sem opnar innan tíðar Hlökkum til að sjá ykkur Starfsfólk Munaðarnes Restaurant Restaurant Munaðarnes - Munaðarnesi Borgarfirði - 525 8441 / 852 1601 - borkur@gbf.is - Facebook Munaðarnes Restaurant Hjá okkur getur þú komið og notið góðs matar og fengið hlýlega þjónustu í fallegu umhverfi. Á matseðlinum finnið þið forrétti, aðalrétti og eftirrétti, einnig hamborgara að hætti hússins og smárétti. Inn af veitingasalnum er notalegur bar þar sem gott er að setjast niður og njóta umhverfisins. Verðum með ýmis HM tilboð á barnum og eldhúsinu á meðan HM stendur. Leikirnir verða sýndir bæði á flatskjá og tjaldi. Í sumar verður eldhúsið opið frá 11:00 til 21:00 en barinn opinn lengur. Munaðarnes er í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá Borgarnesi rétt við þjóðveg 1, og því skemmtilegur rúntur fyrir fjölskylduna að renna við og gera sér dagamun. S K E S S U H O R N 2 01 4 léttöl ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög S ke ss uh or n 20 13 Þroskaþjálfi óskast í afleysingar í Fjöliðjunni í Borgarnesi frá 1. september til ágúst 2015 Þroskaþjálfi óskast í afleysingar sem forstöðumaður Fjöliðju frá september nk. í eitt ár. Um er að ræða 50% starf. Launakjör skv. kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 9. júní. Nánari upplýsingar veita Guðrún Kristinsdóttir forstöðu- maður: gudrunkr@borgarbyggd.is eða Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri: hjordis@borgarbyggd.is sími 433-7100. S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Uppskeruhátíð starfsmanna Akra- neskaupstaðar var haldin í Tón- bergi síðastliðinn mánudag. Um 140 starfsmenn mættu en þetta er í annað sinn sem bæjarstjóri heldur vorfund þar sem öllum starfsmönn- um er boðið og farið er yfir starf- semi síðasta árs. Meðal annars nið- urstöður úr viðhorfs- og þjónustu- könnunum sem kynntar voru í lok síðasta árs. Kaupstaðurinn kom vel út í öllum þáttum nema hvað skipu- lagsmál snerti. Að lokinni kynningu veitti bæjarstjóri viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf í þágu Akraneskaupstaðar. Starfsmað- ur Akraneskaupstaðar árið 2014 er Áslaug Þorsteinsdóttir starfsmað- ur Fjöliðjunnar á Akranesi. Áslaug hefur starfað í Fjöliðjunni síðan árið 1996 og er að sögn yfirmanna hennar þekkt fyrir stundvísi, gleði og dugnað. Anney Ágústsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Margrét Þóra Jóns- dóttir og Bergrós Ólafsdóttir fengu viðurkenningu vegna útgáfu bók- arinnar „Snemmtæk íhlutun í mál- örvun tveggja til þriggja ára barna“. Grundaskóli fékk viðurkenningu fyrir verkefnið „Að breyta krón- um í gull“. Nemendur og starfs- fólk Grundaskóla hafa markvisst sl. sex ár stutt neyðar- og þróunarstarf í Malaví, einu fátækasta ríki verald- ar og hafa gefið rúmar tvær millj- ónir í verkefnið. Borghildur Jós- úadóttir, Friðrika Eygló Gunnars- dóttir, Bryndís Siemsen og Stein- unn Guðmundsdóttir fengu viður- kenningar fyrir verkefnið „Akra- fjall, sóknarfæri til sköpunar“. Verk- efnið er samstarfsverkefni þessara fjögurra kennara og sjö nemenda við Grundaskóla. Anna Lára Stein- dal fékk viðurkenningu fyrir vinnu að mannréttindamálum á Akranesi og S. Ragnar Skúlason fékk sér- staka viðurkenningu fyrir störf sín með Þjóðlagasveit Tónlistarskól- ans. Þá fékk Ingunn Ríkharðsdóttir einnig sérstaka viðurkenningu fyr- ir mannauðsstjórnun en Leikskól- inn Garðasel hafnaði í 2. sæti í vali á fyrirmyndarstofnun ársins af Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar í flokknum stofnanir með undir 49 starfsmenn. þá/ Ljósm. sas. Áslaug Þorsteinsdóttir starfsmaður ársins 2014. Áslaug er starfsmaður ársins hjá Akraneskaupstað Starfsmenn Akraneskaupstaðar sem fengu viðurkenningu á uppskeruhátíðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.