Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 10
10 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Egill Valberg Benedikts- son hlaut flest atkvæði í kosningum í Helga- fellssveit á Snæfells- nesi. Aðrir sem kjörnir voru í sveitarstjórn eru: Guðlaug Sigurðardóttir, Hilmar Hallvarðsson, Sif Matthíasdóttir og Jóhanna Kristín Hjart- ardóttir. Varamenn í sveitarstjórn eru eftir- farandi eftir númeraröð: Guðmundur Hjartar- son, Óskar Hjartarson, Sævar Ingi Benediktsson, Guðrún Karólína Reynisdóttir og Her- borg Sigríður Sigurðar- dóttir. Ljósleiðaralögn stærsta verk- efnið „Þetta er skemmtilegt starf en tímafrekt,“ segir Egill Valberg sem gegnt hefur starfi oddvita í Helgafellssveit síðustu tvö árin. Hann kom þá inn í sveit- arstjórnina fyrir Benedikt Bene- diksson. Helgafellsveit er eitt fá- mennasta sveitarfélagið í landinu, með 54 íbúa. Stórframkvæmd- ir eru þó framundan í sveitarfé- laginu, lagning ljósleiðara. „Við- fangsefnið næstu árin verður að reka sveitarsjóð helst réttum meg- in við núllið. Ljósleiðaraverkefn- ið er mjög stórt fyrir okkur en líka mikilvægt. Vonandi mun tilkoma ljósleiðarans verða til þess að fólk sæki frekar í búsetu í sveitinni. Gott netsamband er orðið svo mikilvægt varðandi störf margra,“ segir Egill Valberg Benediktsson. mm/þá Samstaða - L listi fólksins í Grund- arfirði bar sigurorð af Sjálfstæð- isflokknum í kosningunum þar í bæ. L listi fékk 52,2% atkvæða og hélt þar með meirihluta sínum með fjóra bæjarfulltrúa. D listi fékk 47,8% fylgi og þrjá fulltrúa. Heldur dró saman með fylgi þessara fram- boða milli kosninga. Á kjörskrá voru 644 en 518 greiddu atkvæði, eða 80,43%. Auðir seðlar og ógild- ir voru 12. Í sveitarstjórn í Grundarfirði næsta kjörtímabil verða því: Eyþór Garðarsson, Berghildur Pálma- dóttir, Hinrik Konráðsson og Elsa Björnsdóttir. Fyrir Sjálfstæðisflokk verða: Rósa Guðmundsdóttir, Jósef Kjartansson og Bjarni Georg Ein- arsson. Samstarfið verði gott áfram „Ég er niðri á jörðinni og hugur- inn er mest við það að ná öllum að borðinu og að við vinnum saman að málefnum Grundarfjarðar,“ seg- ir Eyþór Garðarsson oddviti L-lista Samstöðu en Eyþór var formað- ur bæjarráðs á síðasta kjörtíma- bili. „Samstarfið í sveitarstjórninni var mjög gott á síðasta kjörtímabili og ég vona að það verði þessi góði hópur sem vinni sama að málunum, ekki veitir af. Við erum ennþá að fást við markmiðin að komast und- ir 150% markið í skuldahlutfall- inu. Við erum núna 173% og sam- kvæmt samningi við eftirlitsnefnd- ina á markmiðið að nást fyrir 2019. Við erum að vonast til að það náist fyrr,“ segir Eyþór Garðarsson. mm/þá Spennan á kosningakvöldi var mik- il á Akranesi. Samkvæmt fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkur með fimm menn og hreinan meirihluta, en VG þurfti einungis eitt atkvæði til að fella fimmta mann D lista. Þegar lokatölur birtust höfðu hlut- föll þó ekki breyst. Stórsigur Sjálf- stæðisflokksins undir forystu Ólafs Adolfssonar lyfsala var staðreynd og bætti flokkurinn við sig þrem- ur bæjarfulltrúum. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki fengið meira en 41,3% atkvæða fékk hann 5 bæjarfulltrúa af 9. Helgast þetta af því að hátt hlutfall atkvæða nýttist ekki öðrum framboðum. Samfylk- ing er næst stærsti flokkurinn með 23,9% fylgi og tvo bæjarfulltrúa, tapar tveimur frá síðustu kosning- um. Frjálsir með Framsókn fengu 14,4% atkvæða og einn bæjarfull- trúa, tapa einum manni frá síðustu kosningum. Björt framtíð bauð fram í fyrsta skipti og fékk 12,3% atkvæða og einn mann. Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk 8,1% atkvæða og missir sinn full- trúa úr bæjarstjórn. Kjörsókn var 70,3% á Akranesi, heldur meiri en í kosningunum 2010. Auðir seðlar og ógildir voru 129 sem samsvarar 3,8% þeirra sem kusu. Bæjarfulltrúar næsta kjörtímabil verða því: Ólafur Adolfsson, Sigríð- ur Indriðadóttir, Einar Brandsson, Valdís Eyjólfsdóttir og Rakel Ósk- arsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Ingi- björg Valdimarsdóttir og Valgarð Lyngdal Jónsson frá Samfylkingu. Ingibjörg Pálmadóttir frá Frjálsum með Framsókn og Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir frá Bjartri framtíð. Ætla að ræða við hin framboðin „Mér er efst í huga þakklæti. Við erum gríðarlega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við fengum. Við frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins fundum fyrir miklum vel- vilja en þessi niðurstaðan fór langt fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Ólafur Adolfsson oddviti D- lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Ólafur segir að vissulega fylgi því mikil ábyrgð að hafa hreinan meiri- hluta í bæjarstjórn. „Öll róum við að sama marki og gott samstarf í bæjarstjórninni er mjög mikilvægt. Við munum næstu dagana ræða við hin framboðin, m.a. um sýn á helstu málin og viðfangsefnin. Við lögðum áherslu á að ganga fyrst af öllu frá ráðningu bæjarstjóra enda var það mál talsvert til umræðu í kosningabaráttunni“ sagði Ólaf- ur Adolfsson í samtali við Skessu- horn rétt eftir að gengið hafði verið frá endurráðningu Regínu Ásvalds- dóttur í starf bæjarstjóra. „Við gáfum það út í kosninga- baráttunni að okkar aðalstefnu- mál verður að reka bæjarfélag- ið af myndarskap. Það munum við skoða og leggjast yfir. Fyrir utan að sinna lögboðnum verk- efnum höfum við fullan hug á að sinna betur viðhaldi, snyrtingu og fegrun bæjarins en gert hefur verið. Til þess þurfum við að auka tekjurnar og þar höfum við tæki- færi. Má þar nefna að við bind- um miklar vonir við fjölgun bæj- arbúa ef fyrirhuguð uppbygging á Grundartanga verður að veru- leika. Við verðum að kynna þeim nýju starfsmönnum og fjölskyld- um þeirra kosti Akraness til bú- setu. Við trúum því að spennandi tímar séu framundan og tæki- færin séu til staðar og þau ætlum við okkur að nýta“ segir Ólafur Adolfsson. mm/þá Efstu menn á D lista í Snæfellsbæ fögnuðu ákaft á kosninganótt ásamt Kristni Jónassyni bæjarstjóra. Ljósm. af. Varnarsigur Sjálfstæðis- flokks í Snæfellsbæ Ólafur Adolfsson. Sjálfstæðisflokkur vann stórsigur á Akranesi Gleði sjálfstæðisfólks á Akranesi var mikil þegar fyrstu tölur höfðu borist úr talningu atkvæða. Ljósm. eo. Þeir voru glaðir og sælir sjálfstæð- ismenn í Snæfellsbæ eftir að taln- ingu lauk þar aðfararnótt sunnu- dags. Hart hafði verið sótt að list- anum og þrjú framboð í boði auk lista Sjálfstæðisflokks. Niðurstaða kosninganna varð sú að Sjálfstæð- isflokkur heldur meirihluta sínum og fær fjóra menn kjörna í bæjar- stjórn, hlaut 46,5% greiddra at- kvæða. J listi bæjarmálasamtakanna fékk þrjá menn líkt og hann hafði síðasta kjörtímabil, fékk nú 37,4% atkvæða. Björt framtíð og Nýi list- inn náðu ekki inn mönnum þrátt fyrir talsvert fylgi. Björt framtíð fékk 10,1% greiddra atkvæða og N listinn 6,1%. 991 greiddi atkvæði í Snæfellsbæ. Kjörsókn var 84,85%, auðir seðlar voru 16 og ógildir 3. Kristinn Jónasson verður því áfram bæjarstjóri í Snæfellsbæ, en hann hefur verið bæjarstjóri í 16 ár, allt frá því sveitarfélagið var sam- einað í núverandi mynd. Í sveitar- stjórn Snæfellsbæjar næstu fjögur árin verða því: Kristín Björg Árna- dóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Björn Hilmarsson og Rögnvaldur Ólafsson frá D lista. Frá J lista bæj- armálasamtakanna verða: Baldvin Leifur Ívarsson, Fríða Sveinsdótt- ir og Kristján Þórðarson. Margt spennandi að gerast „Við erum ákaflega ánægð með kosningaúrslitin. Ég er þakklát bæjarbúum að þeir treysti okk- ur til að stjórna bænum áfram næstu fjögur árin og líka full til- hlökkunar að takast á við verk- efnin. Það er margt spennandi að gerast hjá okkur. Við erum núna að ljúka framkvæmdum við sund- laugina og ný verkefni taka við eins og gengur. Samstarfið við J-listann í bæjarstjórninni hef- ur gengið vel og vonandi verður það þannig áfram,“ segir Kristín Björg Árnadóttir oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ. „Það er líka skemmtilegt að fá nýtt fólk inn í bæjarstjórnina, það kom einn nýr frá hvorum lista. Svo erum við ákaflega lukkuleg að halda Kristni bæjarstjóra áfram. Hann er reynslubolti og gott að njóta krafta hans. Svo verður spennandi að fylgjast með hvað gerist í nágrannasveitarfélögum okkur. Við vitum hvað tekur við í Stykkishólmi, en í Grundarfirði á eftir að ráða bæjarstjóra,“ segir Kristín Björg. mm/þá Eyþór og Berghildur skipuðu tvö efstu sæti L listans. Þau voru að vonum ánægð með úrslitin. Ljósm. tfk. Samstaða hélt meirihluta sínum í Grundarfirði Egill Valberg Benediktsson oddviti Helgafellssveitar. Egill hlaut flest atkvæði í Helgafellssveit

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.