Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 X-2014 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR 11 Úrslit í talningu í persónukosning- unni í Hvalfjarðarsveit lágu fyr- ir undir morgun á sunnudag, enda um flókna og tímafreka talningu að ræða. Sjö fulltrúar verða í sveitar- stjórn nú sem fyrr. Björgvin Helga- son hlaut flest atkvæði, eða 242 talsins. Arnheiður Hjörleifsdóttir var næst með 179 atkvæði, Stefán Gunnar Ármannsson með 145 og Daníel A. Ottesen með 142. Aðr- ir sem náðu kjöri voru Jónella Sig- urjónsdóttir í fimmta sæti, Hjördís Stefánsdóttir í sjötta og Ása Helga- dóttir í sjöunda. Þrír af sjö núver- andi sveitarstjórnarfulltrúum verða því í nýrri sveitarstjórn, þau Arn- heiður, Stefán og Ása. Varamenn í sveitarstjórn verða í þessari röð: Ólafur Ingi Jóhannesson, Brynja Þorbjörnsdóttir, Björn Páll Fálki Valsson, Sigurgeir Þórðarson, Sig- urður Arnar Sigurðsson, Ragna Ív- arsdóttir og Sævar Ari Finnboga- son. 467 voru á kjörskrá í sveitar- félaginu en 347 greiddu atkvæði. Kjörsókn var 74,3%. Breidd og þekking í góðum hópi „Fyrst og fremst er ég þakklát- ur og auðmjúkur fyrir það mikla traust sem mér er sýnt með kosn- ingunni. Mér líst ákaflega vel á framhaldið. Þetta er flottur hóp- ur sem kosinn var, bæði fólk sem hefur setið í sveitarstjórn og nýtt fólk sem er áhugasamt fyrir mál- efnum Hvalfjarðarsveitar. Hóp- ur sem á áreiðanlega eftir að ná vel saman, þarna er mikil breidd og þekking á innviðum sam- félagsins. Þess vegna er ég bjart- sýnn á að þessi hópur eigi eftir að ná að starfa vel saman að hags- munamálum íbúa Hvalfjarðar- sveitar,“ segir Björgvin Helgason í Eystra-Súlunesi í tilefni kosn- ingaúrslitanna. mm/þá Þegar búið var að telja atkvæði í Borgarbyggð var ljóst að meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna var fallinn. Framsókn- arflokkur vann mann af VG og breytast því valdahlutföll þar. Framsóknarflokkurinn fékk 27,2% atkvæða og þrjá menn, Sjálfstæðisflokkurinn 34,7% og þrjá menn, Samfylking 22,6% og tvo menn og Vinstri hreyfingin grænt framboð 15,6% og einn mann. Kjörsókn í Borgarbyggð var 74,4%. Í sveitarstjórn verða því: Björn Bjarki Þorsteinsson, Jónína Erna Arnardóttir og Hulda Hrönn Sigurðardóttir fyrir Sjálfstæð- isflokk. Fyrir Framsóknarflokk Guðveig Anna Eyglóardótt- ir, Helgi Haukur Hauksson og Finnbogi Leifsson. Geirlaug Jó- hannsdóttir og Magnús Smári Snorrason fyrir Samfylkingu og Ragnar Frank Kristjánsson fyr- ir VG. Góð blanda á framboðslistanum „Við erum ákaflega glöð með árang- urinn í kosningunum, stefndum á að ná þremur mönnum og það tókst,“ segir Guðveig Anna Eyglóardótt- ir oddviti framsóknarmanna í Borg- arbyggð, sem verða að teljast sig- urvegarar kosninganna þar. Guð- veig segir m.a. þakka árangurinn að listinn hafi verið góð blanda af nýju og ungu fólki og fólki með reynslu, svo sem Finnboga Leifssyni í þriðja sætinu sem hafi starfað að sveitar- stjórnarmálum síðan 1984. „Við dekkum svæðið líka mjög vel og í stefnuskránni leggjum við áherslu á að byggja upp allt sveitarfélagið, þannig að hinar dreifðu byggðir verði ekki afgangsstærð. Við þurfum að efla atvinnumálin, okkur vantar meiri tekjur í sveitarfélagið og það sjá það allir að við verðum að forð- ast frekari lántökur,“ segir Guðveig Anna Eyglóardóttir. mm/þá Í hópi fyrstu úrslita í talningu at- kvæða á landsvísu var Eyja- og Miklaholtshreppur. Tveir listar voru þar í kjöri; F listi Sveitarinnar og H listi Betri byggðar. Atkvæði féllu þannig að F listi fékk 43 at- kvæði og tvo menn í sveitarstjórn, en H listi 55 atkvæði og þrjá menn í sveitarstjórn. Á kjörskrá voru 104. Atkvæði greiddu 99 og var einn seðill ógildur. Þetta jafngildir 95% kosningaþátttöku. Líklega er það besta kosningaþátttaka á landinu. Það er því ljóst að Eggert Kjart- ansson bóndi á Hofsstöðum verður næsti oddviti í sveitarfélaginu. Aðr- ir frá H lista eru Atli Sveinn Svans- son og Katrín Gísladóttir. Frá F lista verða í sveitarstjórn Þröstur Aðalbjarnason og Sigrún Erla Eyj- ólfsdóttir. Áhuginn til fyrirmyndar „Við erum þakklát fyrir traustið sem okkur er sýnt og munum gera allt sem við getum til að standa undir því við stjórn sveitarfélags- ins næstu fjögur árin. Áhuginn sem fólk sýndi fyrir kosningunum var alveg til fyrirmyndar. Við höfðum frumkvæðið að því að listakosning- ar voru viðhafðar og erum ánægð með að fólk hafi tekið því vel, en það var ekkert sjálfgefið,“ segir Eggert Kjartansson á Hofsstöðum, oddviti H-lista - Betri byggðar, sem fékk þrjá menn og meirihluta í sveitarstjórn. Eggert var einn- ig oddviti í Eyja- og Miklaholts- hreppi 2006-2010 og hefur setið í sveitarstjórn síðan 1994. Hann segir að forgangsmál sveitarstjórn- ar verði að ná sátt í ákveðnum mál- um í sveitarfélaginu, það er hita- veitumálunum. „Við munum líka leggja áherslu á mál eins og skóla- málin og að börn og unglingar í sveitarfélaginu hafi gott aðgengi að faglegum og góðum skóla,“ segir Eggert á Hofsstöðum. mm/þá H listi framfarasinnaðra Hólmara er sigurvegari kosninganna í Stykk- ishólmi, fékk fjóra bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. L listi fær þrjá fulltrúa. Valdahlut- föll snúast því við í Stykkishólmi og Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæj- arstjóri, alþingismaður, ráðherra og forseti Alþingis verður að nýju bæj- arfulltrúi í Stykkishólmi og jafnframt bæjarstjóri. Því embætti gegndi hann síðast á árunum 1974-1991, þar til hann tók sæti á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Samkvæmt lokatöl- um hlaut H-listinn 56,7% atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn en L-list- inn 43,3% atkvæða og þrjá menn. Alls voru 826 á kjörskrá og var kjör- sókn 87,3%. Í bæjarstjórn Stykkishólms næsta kjörtímabil verða því: Hafdís Bjarna- dóttir, Sigurður Páll Jónsson, Katrín Gísladóttir og Sturla Böðvarsson fyrir H lista. Fyrir L lista verða Lárus Ást- mar Hannesson, Ragnar Már Ragn- arsson og Helga Guðmundsdóttir. Segja má að þetta sé söguleg end- urkoma Sturlu í pólitík. Ekki einvörð- ungu að sjaldgæft er að stjórnmála- menn taki upp þráðinn með þess- um hætti eftir að hafa sagt skilið við stjórnmálin, heldu einnig af Ásthild- ur dóttir Sturlu; verður bæjarstjóri í Vesturbyggð á sama tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem feðgin eru á sama tíma bæjarstjórar. Ætlar að vinna með öllum „Mér er efst í huga þakklæti til stuðn- ingsfólks H-listans og líka til sam- starfsflokksins í bæjarstjórninni. Ég er fullur auðmýktar að taka við bæjar- stjórastarfinu og legg áherslu á að ég mun vinna með öllum, eins og ég hef tíðkað í mínum störfum hingað til að gera ekki mannamun. Ég hlakka til að vinna með mörgu góðu fólki í Hólm- inum,“ segir Sturla Böðvarsson. Að- spurður um brýnustu úrlausnarefn- in á næsta kjörtímabili segir Sturla að það sé margt sem blasi við. „Það er ekki síst að standa vörð um málefni sjúkrahússins. Sjúkrahúsið er ekki að- eins mikilvæg þjónustustofnun held- ur er þar fjölmennur vinnustaður. Við munum leita eftir að tryggja hag stofnunarinnar bæði við stjórnvöld og stjórn Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands. Stefnt hefur verið að því að samþætta öldrunarmálin hér starfsemi sjúkrahússins. Það hefur ekki tekist hingað til en við ætlum að ljúka því. Síðan eru skólamálin ofarlega á lista, húsnæðismál skólans og unnt verði að hagræða með því að tónlistarskól- inn og grunnskólinn verði undir sama þaki. Þetta tekur tíma þar sem fjár- hagsstaða sveitarfélagsins er þröng. Við þurfum þar að endurskipuleggja og reyna að auka tekjur bæjarsjóðs með fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Sturla Böðvarsson. mm/þá H listi Betri byggðar með meirihluta í Eyja- og Miklaholtshreppi Eggert Kjartansson á Hofsstöðum verður oddviti í Eyja- og Miklaholts- hreppi. Þessi mynd úr safni Skessu- horns er frá því hann var oddviti síðast í sveitarfélaginu. Þau voru kampakát fulltrúar Framsóknarflokksins í Borgarbyggð sem öll eru á leið í sveitarstjórn. F.v. Finnbogi Leifsson, Guðveig Anna Eyglóardóttir og Helgi Haukur Hauksson. Ljósm. hlh. Framsóknarmenn unnu mann af VG í Borgarbyggð Björgvin Helgason bóndi í Eystra- Súlunesi. Björgvin Helgason náði bestri kosningu í Hvalfjarðarsveit Á kjördag voru fulltrúar framboðanna á ferðinni. Hér er H listafólkið við Eld- fjallasafnið á laugardaginn. Ljósm. Eyþór Ben. Sturla og aðrir H listamenn unnu sigur í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.