Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Staðarsveitin á Snæfellsnesi er með- al þeirra sveita á landinu sem hvað mestan þátt hafa tekið í uppbygg- ingu ferðaþjónustu á síðasta áratug og jafnvel fyrr. Við Lýsuhól þar sem heitt vatn kemur upp úr jörðu er þessi uppbygging mikil og m.a var fyrir fjórum árum byggt upp gisti- hús á skika frá jörðinni Lýsudal. Kast Guesthouse heitir gistihúsið og þar virðist uppbyggingin vera á fullu. Nú í júnímánuði verður tekin í notkun nýbygging sem byrjað var að reisa í byrjun aprílmánaðar. Þar bætast við stór ellefu manna her- bergi með glæsilegri aðstöðu, tvö fjögurra manna með aðstöðu fyr- ir fatlaða, tvö þriggja manna og sjö tveggja manna. Það er Lydía Fann- berg Gunnarsdóttir sem á og starf- rækir Kast Guesthouse, en hún er ættuð frá Lýsudal og var þar mik- ið sem stelpa. Núna kemur hún úr Garðabænum og ætlar sér að flytja alfarið í Staðarsveitina. Byrjaði í Eyjafjallagosinu „Það hafði lengi verið hugmynd hjá mér að fara út í ferðaþjónustu og svo stækkaði hún bara. Síðan þeg- ar ég eignaðist hérna landspildu þá var ekkert annað en stinga sér út í djúpu laugina. Annars hefði aldrei getað þetta án hjálpar frá foreldr- um mínum, þeim Gunnari Jónas- syni og Svanfríði Guðmundsdóttir. Þau hafa staðið við hlið mér eins og klettar í gegnum allt ferlið,“ segir Lydía. Þetta er fjórða árið sem hún starfrækir gistihúsið. Hún byrjaði vorið 2011 og þá strax var mikið um bókanir. „Þá var Eyjafjallagos- ið og þeir sem ætluðu á þær slóð- ir komu hingað. Það hefur ver- ið mikið að gera hjá okkur, bók- anir í gegnum ferðaskrifstofurn ar og hinn almenni ferðamaður hef- ur líka litið við. Svo hefur ýmis- legt verið að gerast á svæðinu líka eins og kvikmyndatökur þegar Ben Stiller kom og margt annað. Þótt síðasta sumar væri ekki skemmti- legt veðurfarslega þá bitnaði það ekki á okkur. Fólk stoppaði hjá okk- ur yfir daginn og leit við á kaffihús- inu. Kvöld eftir kvöld var svo fullt í mat hjá okkur og mikið fjör oft á tíðum. Ég er því ekkert að spá í það hvernig veðrið verður í sumar. Það lítur mjög vel út með pantanir hjá okkur og verður greinlega nóg að gera. Ég vona þó að verði einhver sól svo ég geti þá hent mér aðeins í sólbað ef tími gefst,“ segir Lydía Fannberg og brosir. Allt heimabakað Lydía segist þurfa sjö starfsmenn með sér í sumar, þar á meðal ætli María vinkona hennar að koma aft- ur af Suðurnesjunum og kokka eins og hún gerði í fyrra. „Svo fæ ég einn kokk í viðbót og hann kemur frá Tékkóslóvakíu. Það veitir ekki af mannskapnum, því hér er boð- ið upp á góðan morgunmat, kaffi- hús yfir daginn, súpu og brauð og svo er matseðill á kvöldin. Hérna á Kast eru öll matarbrauð bök- uð. Ég fer upp klukkan hálfsex á morgnana til að baka, rúnstykki, matarbrauðin og kökur í kaffihús- ið,“ segir Lydía þar sem við sitj- um í veitingastofunni. Í Kast Gu- esthouse eru alls 27 herbergi þar af eru 16 í þeirri byggingu sem tek- in var í notkun vorið 2011 og nú eru að bætast við ellefu herbergi. Lydía segist leggja mikið upp úr því að hafa notalegt og snyrtilegt í húsakynnunum. Í veitingastofunni eru t. d. skemmtileg hljóðdempun sem íslensk kona hannaði, klukka sem hönnuð er af annarri konu og þá ekki síst olíumálverk sem unn- in eru af Lísu Fannberg, systur Ly- díu. „Myndefnið er sótt hérna í umhverfið hjá systur minni og ég er stolt af því að konur hafa kom- ið að hönnuninni hérna hjá mér,“ segir Lydía. Nafnið sótt í landareignina „Mér finnst það æðislegt og mér líður mjög vel hérna,“ segir Lydía þegar hún er spurð hvernig það leggist í hana að búa allt árið í Staðarsveitinni. Fram að þessu hef- ur hún mest verið frá apríl og fram í októbermánuð. „Það er að aukast að hópar komi hingað á árshátíð- ir og í vinnuferðir. Við gerum ým- islegt fyrir ferðamanninn hérna. Það er hestaleiga sem faðir minn, Gunnar Jónasson í Lýsudal, sér um og svo seljum við veiðileyfi í vatna- svæði Lýsu. Það er mjög vinsælt að hópar fari í gönguferðir héðan, sundlaugin náttúrlega hérna hin- um megin og margt hægt að gera til afþreyingar,“ segir Lydía. Spurð út í hvernig þetta sérstæða nafn Kast sé tilkomið segir hún: „Ég vildi endilega vera með tengingu hérna við staðinn. Þegar ég var lítil stelpa hérna fórum við krakkarnir oft hérna upp fyrir og lékum okk- ur við stein sem er kallaður Kast- ið. Ég setti nafnið á steininum allt- af í samband við það að hryssurn- ar hefðu kastað þar, þótt ég hefði aldrei spurt út í það,“ segir Lydía og hlær. Hún virðist ánægð með lífið og tilveruna í Staðasveitinni enda að sjá að starfsemin hjá henni þar hafi farið vel af stað. þá Síðastliðinn föstudag fögn- uðu væntanlegir útskriftarnemar Menntaskóla Borgarfjarðar síðasta kennsludegi í skólanum með svo- kölluðu dimmisjoni. Í ár var þem- að sótt úr kvikmyndinni Top Gun og klæddust því útskriftarnemarn- ir samfestingum merktum banda- ríska flughernum. Byrjuðu þeir daginn á morgunverði í skólan- um og eftir hann var tekinn rúnt- ur um Borgarnes þar sem nemend- ur stóðu á vagni sem dreginn var af dráttarvél. Því næst var haldið aftur í byggingu MB þar sem nemendur héldu leiksýningu og skólaárið var gert upp með gamansömum hætti. Dagskrá útskriftanemenda lauk svo með skemmtiferð til Reykjavík- ur. Nemendur verða útskrifaðir frá MB föstudaginn 6. júní. jsb Elstu nemendur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar héldu vortónleika í skólanum 20. maí síðastliðinn. Fram komu Bjargmundur Sigurðs- son á trommur, Ómar Hall sem söng, Steinunn Stefánsdóttir söng, Sóley Jónsdóttir söng og Þor- steinn Jakobsson spilaði á harmon- ikka. Kennarar tónlistarskólans þau Valentina Kay, Nanna Þórðardótt- ir og Evgeny Makeev spiluðu und- ir ásamt Ástu Dóru Valgeirsdóttur fyrrum nemanda sem lék á tromm- ur. Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og stóðu nemendur sig með prýði. Var góð stemning og í lok- in sungu nemendur og gestir sam- an Undir Bláhimni við góðar und- irtektir. þa Vortónleikar elstu nem- enda tónlistarskólans Hér má sjá nemendur klædda Top Gun búningum að fagna síðasta kennsludegi á sal MB. Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar dimmiteruðu „Þá var ekkert annað en stinga sér út í djúpu laugina“ Lýdía Fannberg byrjaði uppbyggingu gistihúss við Lýsudal fyrir fjórum árum Hluti byggingarinnar sem reist var fyrir fjórum árum. Alls eru herbergin orðin 27 í Kast í tveimur húsum. Lydía í veitingastofunni í Kast Guesthouse.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.