Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Bláfáninn við Langasand var dreg- inn að húni í gær, þriðjudaginn 3. júní, í annað sinn. Bláfáninn er al- þjóðlegt umhverfismerki, veitt sem tákn um góða umhverfisstjórnun. Til að fá Bláfánann þarf baðströnd- in á Langasandi að uppfylla 32 skil- yrði sem lúta að vatnsgæðum, um- hverfisstjórnun, upplýsingagjöf og öryggi. Það var Salome Hall- freðsdóttir sem afhenti Regínu Ás- valdsdóttur bæjarstjóra fánann fyr- ir hönd Landverndar. Hún veitti einnig Írisi Reynisdóttur garð- yrkjustjóra viðurkenningu fyrir hönd Landverndar. Í máli Salome kom fram að ströng skilyrði eru til að fá bláfánann en það eru einung- is tvær aðrar baðstrendur sem hafa fengið fánann á Íslandi, Bláa Lónið og Nauthólsvík, en sérstaða Langa- sands er að vera náttúruleg strönd. Á vegum Akraneskaupstað- ar eru tekin sýni úr sjónum reglu- lega og hafa þau sýnt fram á hrein- leika. Fræðsluverkefni eru unn- in í tengslum við Bláfánann með börnum og ungmennum á Akra- nesi. Börn í 6. bekk í báðum grunn- skólunum hreinsa strandlengjuna á vorin, leikskólabörn á Akranes hafa unnið með sérstök verkefni sem tengjast Langasandi sem og börn í hópnum Gaman saman í félags- miðstöðinni Þorpinu. þá Verkefnið Ice cave var kynnt á blaðamannafundi í Reykjavík í gær í höfuðstöðvum verkfræðistofunn- ar Eflu. Eins og áður hefur ver- ið greint frá í Skessuhorni hefur sjóður sem nefnist Iceland Tour- ism Fund, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og nokk- urra lífeyrissjóða, hafist handa við að grafa um 800 metra löng ís- göng í vestanverðum Langjökli, ofan við Geitlandsjökul í Borg- arfirði. Á blaðamannafundinum kynntu Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Ísganganna og Reynir Sævarsson verkfræðing- ur hjá Eflu og Ari Trausti Guð- mundsson nýjar útlitsteikningar og tölvugert myndband sem sýnir hönnun ganganna. Fjallað var um framkvæmdina. Kom fram að mik- il áhersla verður lögð á að göng- in verði sem náttúrulegust og veiti um leið fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Staða verkefnisins Á fundinum kom meðal annars fram að frá því að byrjað var á ís- göngunum snemma í vor hafa verið grafin um 40 metra löng göng inn í jökulinn. Einnig kom fram að flest ísgöng eru gerð með handafli en vegna stærðar ganganna í Langjökli er notast við vinnuvélar. Þá er ver- ið að horfa til véla sem Bandaríkja- her notaði við gangagerð á Græn- landi á tímum kalda stríðsins til að klára verkið. Fullgerð verða göngin um 7.000 rúmmetrar og verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi. Í göngunum verða allskyns afhellar og afkimar, listaverk úr ís, kapella, veitingaaðstaða, jökla- sýningar og margt fleira. Auk þess verður mikið lagt upp úr lýsingu og sjónarspili í ísnum með vand- aðri LED-lýsingu til að gera upp- lifunina sem mesta. Byggja á dagsferðum Þeir sem standa að verkefninu telja að ísgöngin verði einstakur áfanga- staður og mun heimsókn þang- að veita nýja sýn í gerð og þróun jökla. Búist er við að 20-30 þúsund gestir komi í göngin árlega, bæði að sumri til sem og utan háanna- tímans. Þess er vænst að ísgöngin laði nýja markhópa til landsins. Þá segja aðstandendur verkefnisins að staðsetning ganganna sé afar hent- ug og munu því ferðaþjónustufyrir- tæki geta markaðssett ferðir í göng- in sem dagsferðir frá Reykjavík. Annað hvort með viðkomu á Þing- völlum, við Geysi og Gullfoss eða í gegnum Borgarfjörð með viðkomu á Kleppjárnsreykjum, Reykholti og Húsafelli. Stefnt er á að ísgöngin í Langjökli verði tilbúin í maí 2015 og er talið að þau muni standa í um tíu ár áður en þau fara að síga og sameinast jöklinum á ný. jsb Borgfirðingurinn Heimir Klemenz- son gaf nýverið út sína fyrstu sóló- plötu sem ber nafnið Kalt. Heim- ir er frá Dýrastöðum í Norðurár- dal í Borgarfirði. „Ég kláraði í fyrra framhaldspróf í píanóleik við Tón- listarskóla Borgarfjarðar og ákvað að gefa mér það í útskriftargjöf að taka upp sólóplötu og gefa út. Upptökur hófust svo í júní í fyrra í Hljóðverksmiðjunni í Hveragerði undir upptökustjórn Péturs Hjalte- sted,“ segir Heimir. Alls spila 11 tónlistarmenn á plötunni sem inni- heldur átta frumsamin lög. Text- ana samdi Heimir ásamt Krist- jáni Gauta Karlssyni frá Kambi í Reykhólasveit. Heimir segir helstu áhrifavalda sína í tónlist vera Trú- brot, Pink Floyd, Deep purple, Yes, Weather Report og Steely Dan. Tónleikar á Hraunsnefi Heimir gefur plötuna út sjálfur og dreifir henni jafnframt. „Hægt er að nálgast plötuna í Lucky Records, 12 tónum og Smekkleysu. Einn- ig er hægt að kaupa hana beint af mér sjálfum en þá er best að senda mér tölvupóst á gauthals@gmail. com,“ útskýrir Heimir. Hann mun fylgja plötunni eftir með tónleika- haldi. Laugardagskvöldið verða tónleikar á Hraunsnefi með Quar- tet Heimis Klemenzsonar. Hljóm- sveitina skipa: Heimir Klemenzson – Hljómborð, Heiðmar Eyjólfs- son – söngur og gítar, Jakob Grétar Sigurðsson – Trommur og Þórður Helgi Guðjónsson – Bassi. Eyrún Margrét Eiðsdóttir mun hita upp og taka nokkur lög áður á Quar- tettin stígur á svið.Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.30 og aðgangseyrir er 1000 krónur. Fimmtudaginn 12.júní spilar Quar- tet Heimis Klemenzsonar í Frysti- klefanum á Rifi, Snæfellsnesi. grþ Regína bæjarstjóri og Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri flagga bláfánanum. Bláfánanum flaggað við Langasand í annað sinn Heimir Klemenzson með eintak af geisladisknum. Teikningar og hönnun um- slagsins voru í höndum Baldurs Kristjánssonar. Heimir gefur út geisladisk Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Ísganganna kynnti verkefnið fyrir blaðamönnum. Einstök ísgöng í Langjökli kynnt Veitingaaðstaða verður í göngunum þar sem borð og stólar verða úr ís. Tölvugerð mynd frá verkfræðistofunni Efla. Mikil vinna er á bakvið hvern metra af göngunum en þau eru þegar orðin um 40 m löng. Reynir Sævarsson og félagar á Langjökli fyrr í vor um svipað leyti og framkvæmdir hófust á jöklinum. Vaskir Borgfirðingar munu vinna verkið. F.v. Bragi Geir Gunnarsson, Reynir Sævarsson, Hjörtur Örn Arnarson, Gunnar Konráðsson og Andrés Eyjólfsson. Einar Steinþór Traustason vantar á myndina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.