Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Sarpurinn Rúmlega 30 manns, sem komu að starfsemi Leikdeildar Umf. Skalla- gríms á árunum frá 1965 til 1990 komu saman á skemmtun á Hótel Borgarnesi um liðna helgi. Farið var í gegnum mikið magn af ljós- myndum, leikskrám sem og öðrum gögnum og rifjaðar upp frækilegar leikferðir sem farnar voru um há- vetur í mikilli ófærð og veðurham, sem og annað skemmtilegt, sér- stakt og fróðlegt. Eftir að hópur- inn hafði borðað saman var slegið upp balli að hætti Leikdeildar Umf. Skallagríms, „enda hæg heimatök- in“ þar sem fjöldinn allur af tónlist- ar- og söngfólki hefur tekið þátt í starfseminni í gegnum árin og því úr miklu að moða. Á þessu tuttugu og fimm ára tímabili frá 1965 til 1990 voru alls færð upp 22 leikrit. Að öllum með- töldum, leikurum sem og aðstoð- arfólki, tóku um 400 manns þátt í þessum uppfærslum á einn eða annan hátt. Af þessum hópi eru núna 110 komnir á lokaða Facebo- ok-síðu og við aðra er haft samband símleiðis eða með tölvupósti. Að sögn Theodórs Kr. Þórðarsonar, sem hefur staðið fyrir þessum „hitt- ingi,“ ásamt þeim Vilhjálmi Hjör- leifssyni og Jennýju Lind Egils- dóttur, er tilgangurinn ekki aðeins að koma saman og rifja upp gaml- ar og góðar stundir, heldur ekki síður að safna saman ljósmynd- um, leikskrám og jafnvel leikmun- um og koma þessu efni á skjalasafn Byggðasafns Borgarfjarðar í Borg- arnesi. Að sögn Theodórs þá hafa strax komið í ljós ýmis gögn sem talið var að væru jafnvel glötuð. Meðal annars 8 mm upptökur úr leikrit- inu „Ísjakanum“ sem leikið var árið 1974 og einnig upptökur úr ein- þáttungunum „Friður sé með yður“ og „Flugurnar í glugganum“ sem sýndir voru árið 1978. Einnig hef- ur komið í ljós að til eru allnokkr- ar hljóð- og myndupptökur úr fleiri verkum en talið var að hefðu varð- veist. Ákveðið hefur verið að halda þessu verki áfram og freista þess að safna fleiri heimildum um leikstarf- semina í Borgarnesi frá fyrri tíð. Ungmennafélagið Skallagrím- ur var stofnað árið 1916 og strax á fyrsta ári hófust uppfærslur á leik- ritum og hafur það haldist árlega, nær óslitið síðan. Núna fer því að nálgast 100 ára afmæli Skallagríms og leikstarfseminnar í Borgarnesi og því verðugt verkefni að safna saman öllu því efni sem kann að leynast í merktum sem ómerktum kössum og umslögum hjá börnum, barnabörnum eða jafnvel barna- barnabörnum þess fólks sem tók þátt í leikstarfseminni í upphafi síð- ustu aldar. Hægt er að koma slíku efni til nefndarmanna eða til skjala- safns Byggasafns Borgarfjarðar í Borgarnesi. mm/tkþ. Ljósm. tkþ. Af fenginni reynslu og ályktunum, sem eflaust myndu ekki standast skoðun að öllu leyti, hef ég þrátt fyr- ir það komist að þeirri niðurstöðu að 90% grillara á Íslandi byrja sinn feril á því að grilla hinar sívinsælu lambatvírifjur eða kótilettur eins og þær kallast í daglegu tala milli kjöt- unnenda. Kryddaðar með Season All, sælla minninga, eða einhverju álíku sem er einfalt og gott. Fyrstu skiptin hjá grillararanum er því að mörgu leyti líkt fornum helgiat- höfnum, manndómsvígslum ef svo má segja. Einhver reyndari stendur honum nær þegar gasgrillið er kynt upp, kolagrill fyrir þá íhaldssömu, og fylgir honum í gegnum sína fyrstu grillreynslu. Ganga fyrstu skiptin oft afar vel og er grillaranum hrósað fyrir vel unnin störf og oftar en ekki er skálað fyrir honum sem hann þiggur hljóðlátur en þakklátur af hinni alíslensku hógværð, verkn- aður sem veitir honum langþráða viðurkenningu eftir að hafa setið á varamannabekknum alltof lengi. En drambið er ekki fjarri með aukinni viðurkenningu og grillar- inn hættir að taka hlutverk sitt al- varlega og hættir að taka við ráðum sér reyndara fólks og fer sínar eigin leiðir. Segja má að þetta sé gelgju- skeiðið og grillarinn fylgist ekki jafnvel með kraumandi kjötstykkj- unum á voldugri stálgrindinni, fer jafnvel að spjalla og þiggur veig- ar frá óafvitandi aðstandandend- um um alvöru málsins. Gott ef það er ekki íþróttaleikur eða skemmti- legur fréttatími sem grillarinn tek- ur frí frá fullri grillvakt til að rétt að skreppa inn og sjá endursýninguna og meira til. Þetta endar oftar en ekki með ósköpum. Fita tekur að leka á röngum stöðum og æsir upp kjötlostan í fullknúnum gaseldinum sem æðir upp í allar áttir étandi það sem er í vegi hans. Á meðan eldtung- ur sleikja fitubarmana reynir grill- arinn að bjarga því sem bjargað verður, lögulegt kjötstykkið verð- ur því að ólögulegum óskapnaði sem er svartur öðrum megin og mjög dökkur hinum megin. Gripið er þá til þess ráðs að drekkja kjöt- inu í kaldri piparsósu, sem lagar lít- ið. Lexían lærist ekki fyrr en eftir nokkur skipti af þessum toga. Svo að líkt og máltækið seg- ir, skjótt er skitið verk, þá neyð- ist grillarinn til að breyta nálg- un sinni, hægja á sér, ef svo má að orði komast, og láta fagmennsk- una taka við. Keyptur er kjötmæl- ir, jafnvel uppskriftabók með fræg- um grilluppskriftum. Segja má að grillarinn hafi gengið í gegnum eldraunina og sé kominn á full- orðinsskeið. Útkoman verður jafn- ari í bland við óvæntar uppákom- ur þar sem grillarinn skellir í fram- andi grillrétt þar sem kjötið hefur verið marinerað og meyrt niður í dýrlega dásemd. En það sem skipt- ir máli, fagmennskan er í hávegum höfð. Grillstundir fjölskyldunn- ar eru merkisviðburðir og því fyrr sem matráður heimilisins áttar sig á því, því betra. Tími grillsins er að hefjast og bið ég fólk að vanda því verk sitt og njóta vel. Axel Freyr Eiríksson Grillarinn - hugleiðing Áhugaleikarar áttu hitting á Hótel Borgarnesi Sigríður Karlsdóttir, Vigdís Pálsdóttir og Ingibjörg Hargrave spá og spekúlera í gömlum myndum. Þær voru virkar í leik- starfsemi Skallagríms hér á árum áður. Þau Daníel Haraldsson og Halldóra Björk Friðjónsdóttir skoða myndir úr safni Leikdeildar Umf. Skallagríms. Þær Þórhildur Loftsdóttir, Ingileif Gunnarsdóttir og Björk Halldórsdóttir rýna í ljósmyndir frá gömlum uppfærslum deildarinnar. Þarna eru þær Áslaug Þorvaldsdóttir og Eygló Harðardóttir komnar með Svein M Eiðsson á milli sín. Fyrir minningu Sveins var skálað alveg sérstaklega á þessari samkomu enda varð hann einn sá frægasti úr þessum hópi, tók þátt í lang- flestum leikritunum og tók síðan flugið yfir í kvikmyndirnar. Daníel Haraldsson frá Brautarholti og Vilhjálmur Hjörleifsson frá Tungufelli tóku tal saman. Á bak við þá er mynd af Borgarnesi máluð af Páli Guðmundssyni frá Húsafelli. Myndin var notuð í leikritinu „Dúfnaveislunni“ sem sýnd var árið 1984.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.