Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Snæfellsbær Hlutverk og ábyrgðarsvið: Forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar hefur yfirumsjón með skipulags- og byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins. Forstöðumaðurinn hefur forystu um faglegan undirbúning við mótun stefnu sveitarfélagsins á sviði skipulags- og byggingamála á hverjum tíma og er skipulags- og byggingarnefndum, bæjarstjóra og bæjarstjórn til ráðgjafar á því sviði og sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslögum nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og • 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum, byggingarreglugerð er æskileg• Reynsla af stjórnun er æskileg• Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er æskileg• Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, framsýni og skipulagshæfni• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku• Góð almenn tölvukunnátta• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní nk. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, á netfangið kristinn@snb.is Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Öllum umsóknum verður svarað. Starf forstöðumanns tæknideildar Snæfellsbæjar er laust til umsóknar S K E S S U H O R N 2 01 4 Sumarstarf í Þorpinu Gaman saman Frá 10. til 27. júní fyrir börn fædd 2001-2004. ALVÖRU smíðavöllur: Kofasmíði, kassabílasmíði og fl. Vika 1: 10.-13. júní (4 dagar) Smíðavöllur og útileikhús/úti- listasmiðja Vika 2: 16.-20. júní (4 dagar, ath. 17. júní) Smíðavöllur og útivist Vika 3: 23.-27. júní (5 dagar) Smíðavöllur og fjaran Þátttökugjöld: Fyrir hádegi (9-12): 4 daga vika 2.500 kr, 5 daga vika 3.000 kr Allur dagur (9-16): 4 daga vika 6.000 kr, 5 daga vika 7.500 kr (heitur hádegismatur og eftirmiðdagshressing innifalin) Ath: takmarkaður þátttakendafjöldi Skráning og nánari upplýsingar í gegnum vefsíðu Akraneskaupstaðar (Sumarstarf 2014) eða hjá umsjónarmanni í síma 433-1252, netfang: ruth.jorgensdottir@akranes.is S K E S S U H O R N 2 01 4 Á fundi framkvæmdaráðs Akranes- kaupstaðar í síðustu viku var sam- þykkt að ganga til samninga við til- boðsgjafa um að fjarlægja húsið við Vesturgötu 51 á Akranesi. Fram- kvæmdaráð leggur til að farið verði í að endurskoða skipulag lóðarinn- ar, með það í huga að þarna verði framvegis grænt svæði, sem svip- ar til hornsins við Kirkjubraut og Merkigerði. grþ Kolbrún Ösp Guðrúnardótt- ir hefur opnað verslunina „Í dags- ins önn – lífræn & vistvæn versl- un“ að Aðalgötu 13 í Stykkishólmi. Þar mun hún selja lífrænar og vist- vænar vörur, svo sem bökunarvör- ur, krydd, bætiefni og fleira. „Ég er aðallega með matvöru, sem sagt lífrænar þurrvörur en ekki kjöt og þess háttar. Ég er einnig með fullt af glútenlausum vörum og vörum sem henta þeim sem eru á LKL kúrnum. Svo er ég með húðvörur og vistvæn hreinsiefni líka. Það er allt annaðhvort alveg lífrænt eða al- veg vistvænt en þetta tvennt helst reyndar oft í hendur,“ segir Kol- brún í samtali við Skessuhorn. Kolbrún segir að töluverð eftir- spurn sé eftir slíkum vörum í Stykk- ishólmi og því hafi hún ákveðið að opna verslunina. „Þetta er bara svar við kalli. Ég fór sjálf mikið suð- ur til að kaupa svona vörur og var að heyra af öðru fólki sem einnig þurfti að gera það. Til dæmis for- eldrum barna sem eru með glú- tenóþol og öðrum sem eru á LKL mataræði. Stykkishólmsbær hef- ur stefnt að því að verða sífellt vist- vænni bær, hér flokkum við rusl og höfnin okkar er vottuð með bláfána. Mér fannst alveg vanta vistvænni hreinsiefni hérna, það er alveg í takt við stefnu bæjarins að selja slíkt,“ segir hún. Kolbrún selur einnig söl, grös og þara frá Íslenskri hollustu. „Sölin eru úr Breiðafirði, þannig að þau eru héðan úr héraði þó þessu sé pakkað í Hafnarfirðinum. Þetta eru spennandi vörur sem eru að koma sterkar inn. Fólk er að borða þetta sem snakk, sölin eru svipuð á bragðið og harðfiskur. Svo sel ég fjölskyldudagatalið mitt hérna líka. Ég hef gefið út fjölskyldudagatalið „Í dagsins önn“ síðan 2008, en þau eru til að halda utan um ferðir fjöl- skyldunnar og hjálpa til við skipu- lagningu. Þau fást einnig í bóka- búðum um allt land,“ segir Kol- brún Ösp að endingu. grþ Meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness og Reg- ína Ásvaldsdóttir hafa geng- ið frá samkomulagi um að hún gegni áfram starfi bæjarstjóra á Akranesi. Regína kom til starfa á Akranesi í ársbyrjun 2013 og var ráðin með atkvæðum allra bæjar- fulltrúa. Var henni boðið starfið strax á sunnudaginn, eftir að ljóst var hvernig kosningarnar fóru. „Hún hefur verið farsæl í störf- um og nýtur vinsælda meðal bæj- arbúa. Regína var því fyrsti kost- ur sjálfstæðismanna í starf bæj- arstjóra,“ segir Ólafur Adolfs- son oddviti Sjálfstæðisflokks á Akranesi í samtali við Skessu- horn. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ganga glaðbeittir til verka og hafa miklar væntingar til farsæls samstarfs í bæjarstjórn og ekki síst góðu og traustu sam- starfi við bæjarbúa,“ bætti Ólaf- ur við. mm Talsver rask hefur verið á leiðinni frá Grundarfirði til Ólafsvíkur þar sem Vegagerðin er að skipta um ræsi við Innri Búðá, rétt vestan við Grundarfjörð. Búið er að taka veg- inn í sundur og voru vegagerðar- menn í óða önn að koma nýju ræsi fyrir þegar að fréttaritara Skessu- horns bar að garði. tfk Kolbrún Ösp í verslun sinni. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Opnar lífræna verslun í Stykkishólmi Regína verður bæjarstjóri áfram á Akranesi Húsið við Vesturgötu 51 verður fjarlægt Skipt um ræsi við Innri Búðá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.