Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Sjómannadagshelgin á Vesturlandi Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega víða um Vest- urland með fjölbreyttri dagskrá um helgina. Þéttust var dagskráin þó á Snæfellsnesi þar sem hátíðarhöldin byrj- uðu ýmist á fimmtudag eða föstudag og lauk á sunnu- dag. Yfir helgina var meðal annars boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn, sjómenn kepptu í ýmsum keppnis- greinum, boðið var upp á kaffi og veglegar veitingar auk þess sem aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Veðrið lék ekki beinlínis við hátíðargesti þetta árið en þeir létu það þó ekki á sig fá og var stemningin góð eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. jsb Kristófer Jónasson, 79 ára sjómaður frá Ólafsvík, sem enn rær á trillunni sinni Sædísi SH var heiðraður fyrir störf sín á sjó. Við hlið Kristófers stendur Auður Böðvarsdóttir eiginkona hans. Ljósm. af. Björgunarsveitin á Akranesi bauð börnum í sjóferð í Akraneshöfn. Ljósm. gbh. Viðar Björnsson, skipstjóri í Stykkishólmi var heiðraður á sunnudaginn fyrir störf sín á sjó. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Viðar Björnsson, Kristín Ósk Sigurðardóttir eiginkona Viðars, Sigurður Ingi Viðarsson sonur hans og Hjalti Sigurðsson og Viðar Þór Sigurðsson barnabörn Viðars. Ljósm. Sigurður Ingi Viðarsson. Sjómenn í Ólafsvík taka á honum stóra sínum í reiptogi. Ljósm. af. Börn og fullorðnir skoðuðu sýnishorn af lífríki sjávar á bryggjunni í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Kristófer Bjarnason á Akranesi, fyrrum skipstjóri sem meðal annars var sex sinnum aflakóngur vertíðarbáta á Akranesi, var heiðraður í Akraneskirkju fyrir störf sín á sjó. Ljósm. vlfa. Í tengslum við Evrópumótið í sjóstöng kepptu börn í Ólafsvík í dorgveiði. Á myndinni sést Sædís Rún Heiðarsdóttir sem veiddi stærsta fiskinn á mótinu. Ljósm. af. Góð mæting var í sjómannadagskaffi Slysavarnadeildarinnar Líf í Jónsbúð á Akranesi þar sem fólk gæddi sér á kræsingum við harmónikkuleik. Ljósm. jsb. Þyrla landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr sjó við Grundarfjarðarhöfn. Ljósm. tfk. Í Grundarfirði sýna menn mátt sinn með að stafla fiskikörum í hæstu hæðir. Ljóms. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.