Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR vottuð framleiðlsa GRILLAÐU Í SKJÓLI GLER Í SKJÓLVEGGI Akranesvöllur 1. deild karla ÍA – HK Föstudaginn 6. júní kl. 19.15 Allir á völlinn S K E S S U H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er Verslunin Nína Akranesvöllur Pepsi - deild kvenna ÍA-Þór/KA Mánudaginn 9. júní kl. 14.00 Allir á völlinn S K E S S U H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður Nú um mánaðamótin lét af störf- um hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands í Grundarfirði, Hildur Sæ- mundsdóttir ljósmóðir. Um svipað leyti árs fyrir 40 árum kom Hild- ur til starfa í Grundarfirði þá ný- lega útskrifuð úr Ljósmæðraskóla Íslands. „Það er ágætt að hætta á þessum tímamótum. Mest mun ég sakna þess að fylgjast ekki lengur með þroska barnanna, ég hef gjarn- an fylgt þeim alveg upp í grunn- skólann. Verðandi mæðrum og fjöl- skyldum fylgdi ég venjulega í 2-3 ár, hitti þær a.m.k. mánaðarlega og sumum þeirra hef ég fylgst reglu- lega með samfleytt í 8-10 ár, þeim sem hafa verið duglegar við að eiga börnin,“ segir Hildur. Nokkur ár eru síðan hún komst á 95 ára regl- una svokölluðu, það er samanlagð- an starfsaldur og lífaldur. Síðustu árin hefur Hildur verið í hlutastarfi hjá HVE í ungbarna- og mæðraeft- irliti. „Það eru miklar breytingar í heilbrigðismálum á landsbyggð- inni. Þetta er mikil varnarbarátta og líka af þeim ástæðum er þetta orðið ágætt,“ segir Hildur. Fyrir- séð er að ekki muni í hennar stað koma ljósmóðir til starfa í Grund- arfirði. Hildur segir Snæfellinga lánsama að njóta starfskrafta Fann- ýjar Beritar Sveinbjörnsdóttur sem þar hefur starfað um árabil og er nú eina starfandi ljósmóðirin á Snæ- fellsnesi. Er mikil Rauða kross kona Eins og áður segir flutti Hildur til Grundarfjarðar haustið 1970 fyrir tæplega 44 árum. Hún var þá búin að giftast skipstjóra í Grundarfirði, Jonna á Farsæl, Sigurjóni Hall- dórssyni, og saman eiga þau fjög- ur börn. „Ég hef sinnt hérna fleiri störfum í heilbrigðisþjónustunni en ljósmóðurstarfinu. Hjúkrunar- fræðingar hafa ekki verið starfandi hérna nema tíma og tíma, sjálf- sagt ekki nema um fjórðunginn af þessum 40 árum. Við höfum engu að síður haft hérna frábært fólk að störfum, marga góða lækna á þess- um tíma og samstarfið hefur verið mjög gott,“ segir Hildur. Hún er mikil Rauða kross kona og gekk inn í störf fyrir hreyfinguna strax og hún kom til Grundarfjarðar. „Ég tók við formannsstarfinu í félaginu hérna af fráfarandi hjúkrunarfræð- ingi. Ég var formaður í félaginu í átta ár og formennskan hefur gjarn- an fylgt heilbrigðisstarfsfólki úti á landi. Það er mikið starf hjá okkur í deildinni. Núna undanfarið höfum við margar konur hérna saumað og prjónað barnaföt upp úr notuðum fatnaði. Við útbúum pakka með fatnaði fyrir börn frá 0-1 árs aldri og RKÍ sendir til systurfélags í Hvíta- Rússlandi. Þetta og annað starf inn- an Rauða krossins er mjög gefandi. Við settum á stofn Vinahúsið fyr- ir fimm árum, þar sem koma sam- an ýmsir sem einhverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði. Það er Steinunn Hansdóttir sem heldur utan um þetta góða starf og þarna eru að mæta margar konur í hverri viku. Svo hefur líka í nokkra vetur verið starfandi karlakaffi sem Mós- es Geirmundsson hefur haldið utan um. Í hverri viku hittast þar 15- 20 karlar til að ræða um daginn og veginn, miðla nýjustu fréttum og ræða landsmálin. Við skipuleggjum bílaþjónustu og náum í þá sem erf- itt eiga með að komast þannig að fólk lokist síður af heima.“ Starfar bæði með ung- um og gömlum Hildur segist ekki hafa áhyggj- ur af verkefnaskorti, en hún hefur látið félagsmálin sig miklu skipta í Grundarfirði um tíðina. Hún var meðal nokkurra foreldra sem upp úr 1990 stofnuðu forvarnarsamtök- in Tilveru, sem starfaði í sjö ár og fékk m.a viðurkenningu frá samtök- unum Heimili & skóli. „Við tókum okkur saman nokkrir foreldrar sem áttum baldna unglinga í grunn- skólanum. Við beittum okkur fyrir ýmissi fræðslu fyrir þá og til okkar var líka leitað frá öðrum skólum til að miðla af okkar reynslu. Við vor- um samtaka í þessu, þetta tókst vel og varð okkar unglingum til góðs,“ segir Hildur. Og nú segist hún ætla að fara að starfa með eldri borgur- unum. „Ég er gengin í félagið og er alveg ákveðin í því að nýta mér þennan góða félagsskap. Það verð- ur bara gaman að finna sér nýjan vettvang,“ sagði Hildur Sæmunds- dóttir að endingu. þá Hildur tekur við blómvendi frá samstarfsfólki. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson. Hildur hættir eftir 40 ár í ljósmóðurstarfinu Hildur að störfum á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Fréttaveita Vesturlands Vikulegt fréttablað Útgáfuþjónusta Lifandi fréttasíða á netinu www.skessuhorn.is Skessuhorn ehf. - kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2014 Your guide to West Iceland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.