Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Framleiðslustjóri Norðursalts á Reykhólum Norðursalt leitar að framleiðslustjóra til að stýra framleiðslu félagsins á Reykhólum. Norðursalt er öflugt íslenskt nýsköpunarfyrirtæki og fram- leiðir íslenskt flögusalt með sjálfbærri aðferð, sem felur í sér nýtingu á jarðvarma. Framleiðslustjóri er einn af lykil- stjórnendum fyrirtækisins og ber ábyrgð á framleiðslunni. Um er að ræða krefjandi starf sem gefur öflugum aðila tækifæri til að þróast með ört vaxandi nýsköpunarfyrirtæki á landsbyggðinni. Starfssvið: • Stjórn á daglegri framleiðslu og ábyrgð á að gæði vörunnar séu tryggð • Verkstjórn, verkefnastjórnun og starfsmannahald • Framleiðsluáætlanagerð • Viðhald, innkaupastýring og vörustjórnun • Samskipti við verktaka, birgja og stjórnendur • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast framleiðslunni sem framkvæmdastjóri og stjórn óska eftir Hæfniskröfur: • Menntun og stjórnunarreynsla sem nýtist í starfi, s.s. vélstjórn/vélfræði eða sambærileg menntun • Vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í nýju umhverfi og geta unnið sjálfstætt • Reynsla og þekking á gæðamálum og vinnuvernd • Góðir samskiptahæfileikar • Góð enskukunnátta, kunnátta í Norðurlandamáli er æskileg Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum sendist á tölvutæku formi til: Garðars Stefánssonar, framkvæmdastjóra; gardar@nordurco.com Umsóknarfrestur er til og með 10. júní. Staða skólastjóra við Reykhólaskóla laus til umsóknar Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Reykhólaskóli er sameinaður leik- og grunnskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi, hann veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi og leiðir samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennsluréttindi og kennslureynsla á leikskóla- og/eða grunnskólastigi.• Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi.• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar• Hæfni í mannlegum samskiptum.• Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2014. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Við skólann er góð íbúð ætluð stjórnanda skólans (leiguíbúð). Umsóknarfrestur er til 10. júní 2014. Umsókn skal fylgja greinagott yfirlit um nám og störf, leyfisbréf til kennslu og meðmæli. Umsóknum skal skila á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur. S K E S S U H O R N 2 01 4 Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar Vatnsverndarsvæði í landi Varmalækjar Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 13. febrúar 2014 breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna vatnsverndarsvæðis í landi Varmalækjar samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að vatnsverndarsvæði vatnsbóls í landi Varmalækjar minnkar. Fjarsvæði (VF”) verður eftir breytingu 167 ha í stað 189 ha og grannsvæði fer úr 5.1 ha í 3.3 ha. Breytingin hefur áhrif á svæði fyrir frístundabyggð sem fylgja mörkum grannsvæða (F72 og F141) og stækka þau hvort um sig um einn ha samkvæmt uppdrætti dags. 3. febrúar 2014 mkv. 1:100.000. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar. f.h sveitarstjórnar Borgarbyggðar Lulu Munk Andersen Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar S K E S S U H O R N 2 0 1 4 „Hvar í veröldinni er ég eiginlega lentur,“ gæti verið heitið á þessari skemmtilegu mynd. Hún sýnir hænuunga nýskriðinn úr eggi innan við glerið á útungunarvélinni hjá Jóhönnu Harðardóttur í Hlésey, sem ræktar íslenskar hænur. Systkin ungans eru þó eitthvað að láta bíða eftir sér og getur það eðlilega verið svolítið einmanalegt að bíða. mm/ Ljósm. jh. Í síðustu viku var undirritað- ur samstarfssamningur milli Mat- ís, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar- bæjar og Stykkishólmsbæjar um stuðning við doktorsverkefni Birg- is Arnars Smárasonar í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Ís- lands. Sveitarfélögin munu með samningnum styrkja verkefnið um þrjár milljónir króna á þrem- ur árum. Að sögn Sveins Margeirs- sonar, forstjóra Matís, snýst verk- efnið um að greina van- eða ónýtta hráefnisstrauma og lífefni úr um- hverfi Breiðafjarðar. „Þetta snýst í grunninn um rannsóknir á nýt- ingu lífauðlinda í og við Breiða- fjörð og samþættingu mismun- andi geira atvinnulífsins á svæð- inu. Eitt af aðal markmiðum verk- efnisins er að reyna að skapa aukin verðmæti og störf á svæðinu. Þetta á ekki bara við um sjávarútveg held- ur einnig aðra atvinnuvegi eins og t.d. landbúnað. Við erum að horfa til þeirra fyrirtækja sem eru fyrir hendi og magn hráefnis á svæðinu. Eins og t.d. að nýta slóg til áburðar í landbúnaði eða þara í einfalda eða flóknari vinnslu.“ Birgir Arnar mun í samstarfi við Matís hefja rannsóknir á næstu dögum og vonast þessir aðilar eftir góðu samstarfi við íbúa og fyrirtæki á svæðinu. „Við stefnum á að byrja strax í næstu viku. Í upphafi verð- ur þetta að miklu leyti að vinna úr tölulegum upplýsingum en einnig að heimsækja fyrirtæki og einstak- linga á svæðinu. Með rannsókn- inni erum við að reyna að fá heild- armynd af nýtingu og tækifærum á svæðinu. Þetta verkefni er í raun samstarfsverkefni við íbúa um nýt- ingu og við viljum byrja á því að byggja upp öflugt netverk og finna samstarfsfleti,“ segir Sveinn. Sveinn segir að leitast verði eftir að vinna hráefni á vistvænan máta og segir hann að afrakstur verkefn- isins gæti skapað mörg mismun- andi tækifæri. „Við erum aðallega að horfa á þrjá þætti sem verkefnið mun hafa áhrif á, þ.e. umhverfi, hagkerfi og íbúa. Verkefnið er unn- ið með það að leiðarljósi að vinnsla hráefnis verði vistvæn og því ætti vinnsla í kjölfar þess að geta stutt við aðrar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. Einnig sjáum við fyrir okkur að störf fyrir menntað fólk gætu orðið til. Störf þar sem menntun í líftækni, líffræði, mark- aðsmálum eða verkfræði gæti nýst svo dæmi séu tekin.“ Breiðafjörður auðugur af lífefnum Matís hefur síðastliðin ár unnið að ýmsum rannsóknum á nýtingu auð- linda Breiðafjarðar og þekkir því vel hvað svæðið hefur upp á að bjóða. „Breiðafjarðarsvæðið var ekki val- ið af handahófi heldur byggir sú ákvörðun á fyrri rannsóknum okk- ar. Við völdum Breiðafjarðarsvæð- ið fyrst og fremst vegna þess að þar eru geysilegar lífauðlindir og við teljum að sumar þeirra séu ekki fullnýttar eins og t.d. slóg og þari. Sem dæmi mætti nota þau hráefni í áburð fyrir landbúnað og draga þannig úr innflutningi á áburði. Það gæti svo hugsanlega leitt til út- flutnings til annarra svæða á Íslandi eða jafnvel út fyrir landsteinana og skapað þannig tekjur fyrir svæðið,“ segir Sveinn og bætir við að lokum: „Ég tel þetta því vera kjörið tæki- færi til að virkja svæðið og skapa tekjur af hráefni sem áður hefur verið litið framhjá að nýta.“ jsb Hvar er ég eiginlega lentur? Frá undirskrift samningsins. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís (fjærst), Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Björn Steinar Pálmason bæjar- stjóri Grundarfjaðarbæjar og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ætla að rannsaka nýtingu hráefnis úr Breiðafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.