Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Laxveiðin hefst byrjar í nokkr- um ám í fyrramálið, fimmtudag- inn 5. júní. Af því tilefni hleypum við Veiðihorni sumarsins formlega af stað. Í sumar mun Skessuhorn afla frétta af bökkum veiðiánna í landshlutanum og heyra einnig hljóðið í silungsveiðimönnum. Við skorum á lesendur að senda okk- ur myndir úr veiðinni og skemmti- lega fréttapunkta. Best er að senda það á skessuhorn@skessuhorn.is Gunnar Bender mun einnig verða blaðinu innan handar með upplýs- ingar, enda verður hann eins og grár köttur á bökkum ánna í frétta- leit nú sem fyrr. Einari lýst vel á veiðisumarið Einar Sigfússon er nú söluaðili veiðileyfa í Norðurá í Borgarfirði fyrir félag landeigenda, en þetta er fyrsta sumarið í tæpa sjö áratugi sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur er ekki með ána á leigu. Einar er margreyndur í laxveiðinni, er einn- ig með hina fengsælu Haffjarðará. Norðurá verður opnuð í fyrramál- ið, fimmtudag, líkt og Straumarn- ir og Blanda. Veiðimenn eru orðn- ir verulega spenntir, enda hefur lax sést víða í ánum undanfarna daga og sumsstaðar eru vikur síð- an fyrst sá til fisks. Tveggja ára lax- inn gengur víða snemma og ekki er það til að minnka spennuna. Norðurá verður opnuð klukk- an sjö í fyrramálið. „Mér lýst vel á veiðisumarið. Það hafa sést laxar á nokkrum stöðum í Norðurá og vatnið er mjög gott þessa dagana,“ sagði Einar Sigfússon þegar við spurðum frétta í gær. „Það verð- ur spennandi að sjá hvernig veið- in gengur. Laxinn virðist allavega mæta snemma í ár,“ sagði hann. Hítará lofar góðu ,,Það er svolítið síðan ég sá lax í Hítará, vænan fisk,“ sagði Hörð- ur Birgir Hafsteinsson stjórnar- maður í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur þegar við heyrðum í honum hljóðið eftir helgina. Laxar hafa nú sést í mörgum fleiri ám. Má þar nefna Laxá í Kjós, Laxá i Leirár- sveit, Norðurá, Þverá, Grímsá og Haffjarðará. Bændur selja sjálfir í Hörðudalsá Það eru ekki margar laxveiðiár þar sem bændur selja sjálfir veiðileyfin. Ein af þeim er Hörðudalsá í Döl- um. Það er Níels S. Olgeirsson á Seljalandi sem selur veiðileyfin fyrir bændur við ána og hefur salan gengið vel. „Já, þetta hefur gengið vel. Við erum að selja tvo mánuði og maður hefur tilfinningu fyrir því að þetta verði allt fyrr núna í ár, fiskurinn komi fyrr,“ sagði Níels. „Í fyrra veiddust hjá okkur 73 laxar og töluvert af bleikju. Enn er eitt- hvað laust,“ bætir Níels við. „Þrjár vikur í veiðina hjá okkur“ Mikið vatn er í ánni eftir rigning- ar síðustu daga. Ennþá eru þrjár vikur í opnun og það er nú alveg í fyrsta lagi að það sjáist lax á þeim tíma,“ sagði Ástþór Jóhannsson við Straumfjarðará, þegar við slóg- um á þráðinn til að kanna stöð- una hjá honum. „Ég kíkti þó undir nýju brúna á laugardaginn, svona til frekara öryggis, en sá ekkert. Hinsvegar verður gáð til silungs niður í ósi um hvítasunnuna, svona til að sjá hvort sjóbleikjan sé ekki á sínum stað til þess að krydda bið- ina eftir laxveiðinni. En við opn- um þann tuttugasta. Nú er verið að huga að veiðistöðum og vega- slóðum meðfram ánni. Votviðrið síðasta sumar verkaði vel á veiðina en fór illa með vegaslóða meðfram ánni en þá er verið að laga núna. Mér líst vel á sumarið,“ sagði Ást- þór. Smíðaði nýjan bát upp úr gömlum Fagra fleytu má nú sjá í Akranes- höfn. Þetta er trébátur sem er ný- smíði eftir eldri báti frá því um 1950. Báturinn sem heitir Björg- vin var settur á flot í síðustu viku í Akraneshöfn. Örn Hjörleifsson smíðaði bátinn í tómstundum sín- um að Ytri-Skeljabrekku í Borgar- firði þar sem hann býr. Sem fyrrum sjómaður frá unga aldri á Akranesi og síðar sjómaður og skipstjóri á Hellnum, Hellissandi og Rifi þá er honum áhuginn á gömlum bátum og bátasmíði nánast í blóð borinn. Lærdómsrík ánægja Það er ákveðin saga á bak við Björg- vin. „Ég fékk gamlan bát vestur í Straumfirði á Mýrum sem ég tók og flutti heim að Ytri Skeljabrekku. Þessi bátur hafði verið smíðaður um 1950 hjá bátasmiðjunni Báta- lóni í Hafnarfirði. Seinna komst ég að því að hann var gerður fyr- ir tvo menn sem bjuggu á Hellis- sandi. Eftir að báturinn var kom- inn til mín fékk ég Hafliða Aðal- steinsson bátasmið frá Hvallátrum í Breiðafirði til að koma og líta á hann. Hafliði er eins og kunnugt er einn af forvígismönnum Bátasafns Breiðafjarðar og kann allt um tré- báta. Hann sagði mér að báturinn væri svo illa farinn að það borgaði sig ekki að gera hann upp. Í staðinn ráðlagði hann mér að taka skapa- lón af bátnum og smíða síðan nýjan sams konar bát,“ segir Örn Hjör- leifsson. Erni þótti ekki leiðinlegt að fara að ráðum Hafliða. „Ég hófst handa við þetta í janúar 2012. Veturinn leið eins og örskotsstund við báta- smíðina. Hafliði kom af og til að Ytri-Skeljabrekku og hjálpaði mér og leiðbeindi. Hann kunni þetta allt saman upp á tíu. Ég lærði heil- mikið af honum. Það eina sem ég notaði úr gamla bátnum var stefn- isrörið og stýrisbúnaðurinn. Vél- in er ný. Ég hafði mikla ánægju af þessu öllu saman.“ Björgvin verður gerður út til skemmtiferða. Á honum eru tvær handfærarúllur. mþh Örn Hjörleifsson leggur upp í fyrsta róðurinn á Björgvin. Veiðisumarið byrjar formlega á morgun Sigrún Erla Sæmundsdóttir með bleikju úr Hörðudalsá. Tekið á honum í Norðurá. Þar verður opnað á morgun, fimmtudag. Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Fjör við Sjávarfossinn í Straumfjarðará síðasta sumar. Málin rædd við árbakkann. Ingólfur Ásgeirsson og Davíð Garðarsson fara yfir stöðuna. Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.