Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 www.skessuhorn.is • Sími: 433 5500 Skessuhorn fjallar um málefni Vesturlands á vandaðan og líflegan hátt Ertu áskrifandi? „Þetta hefur gengið ágætlega. Það hefur enginn dáið í bílnum en fæddust tveir á þessum tíma sem ég var í sjúkraflutningunum. Þetta hefur að mörgu leyti verið gefandi starf og samstarfsfólkið mjög gott. Það versta við starfið er hvað þetta er bindandi. Það má segja að það verði núna loksins eftir á þriðja tug ára sem ég þarf ekki að velta því fyrir mér þegar ég fer inn í helgina hvort ég er á vakt eða ekki,“ seg- ir Þorkell Gunnar Þorkelsson sem á dögunum hætti formlega starfi sjúkraflutningsmanns í Grundar- firði. Hann var þá kvaddur, sem og Hildur Sæmundsdóttir ljósmóð- ir, af samstarfsfólki í Heilbrigðis- stofnun Vesturlands í Grundarfirði. Þorkell Gunnar hefur starfað við sjúkraflutningana frá árinu 1992 eða í 22 ár. Áður en hann byrjaði í sjúkraflutningunum starfaði hann sem lögreglumaður í nokkur ár, þá aðallega á helgarvöktum. Þann- ig að starfsskyldur um helgarnar hafa ansi lengi fylgt Þorkeli Gunn- ari, eða Gunna múr eins og hann er kallaður. Á vakt allan sólarhringinn „Ég segi að þetta hefur verið góð- ur vinnustaður, í sjúkraflutning- unum. Ég hef unnið með góðu fólki og fengið mikinn stuðn- ing í starfinu og af fjölskyldunni, enda hefði maður ekki enst í þessu annars. Það hafa ekki verið mikil mannaskipti hjá okkur. En það má ekki gleyma því að maður er að eldast og það er betra að ákveða það sjálfur hvenær þetta er orð- ið gott en einhverjir aðrir ákveði það. Þetta fer heldur ekki alveg vel saman við mína vinnu. Í múr- verkinu er kannski búið að ákveða að steypa þennan daginn og þá er ég ef til vill að keyra steypubílinn. Svo næsta kvöld eða nótt kemur útkall og þá er ekki gott að keyra sjúkrabílinn þreyttur, því yfirleitt eru þeir ekki styttri en svona 6-8 tímar túrarnir hjá okkur á þessu svæði. Við þurfum líka að geta brugðist hratt við að koma á vett- vang, eftir fimm til tíu mínútur ef kallið kemur innanbæjar. Þá er ég kannski að vinna fyrir utan bæinn,“ segir Gunni. Hann seg- ist alltaf hafa fundist það svolít- ið sérkennilegt að þeir sem starfa í sjúkraflutningunum úti á landi, eru kallaðir hlutastarfandi sjúkra- flutningsmenn. „Við vinnum í 15 daga og erum á vöktum allan sól- arhringinn, samt erum við kall- aðir hlutastarfandi. Svo er þetta sveiflukennt hvað er mikið að gera hjá okkur, en þetta hafa að jafnaði verið þrír sjúkraflutningar á tveimur vikum. Það gerir starf- ið í raun erfiðara hvað getur liðið langt á milli ferða. Það verður allt mikið sjálfvirkara einhvern veginn þegar þjálfunin er stanslaus.“ Gamli maðurinn hresstist Þorkell Gunnar segir að sjúkra- flutningarnir hafi gengið áfallalaust þennan tíma en nokkrar ferðir séu þó minnisstæðar. „Það var meiri snjór hérna á fyrstu árunum sem ég var í þessu og þá gátu sumar ferð- irnar orðið ansi langar í endalausri ófærð. Við erum náttúrlega hér á svæði þar sem ansi er mikið um bylji og sviptivinda. Það eru þess- ar hviður sem eru hættulegar. Það er ein slík ferð sem er mjög minnis- stæð. Við vorum þá að flytja gaml- an mann sem var orðinn ansi slapp- ur og við héldum að væri hrein- lega að skilja við í bílnum. Þeg- ar við vorum að fara framhjá Ber- serkseyri hérna rétt við Grund- arfjörð og komum að brúnni þar kom þessi feikna vindhviða. Bíllinn kastaðist til og við rétt náðum inn á brúnna, bíllinn stoppaði eigin- lega við brúarstöpulinn. Þá heyrð- ist í þeim gamla, „hvað, fenguð þið brot á ykkur,“ sagði hann en þetta var gamall sjómaður. Hann virtist hressast við þetta og skrafaði tals- vert það sem eftir var leiðarinnar.“ Nóg að gera í múrverkinu Gunnar múr er fæddur og uppalinn í sveitinni austan við Grundarfjörð á bænum Akurtröðum. Hann lærði múrverk hjá Kristni Finnssyni múr- arameistara í Stykkishólmi. Gunni segir nóg að gera í múrverkinu og honum hafi tekist að halda heilsu í iðninni, en liðir og stoðkerfið hafa viljað gefa sig hjá mörgum múrar- anum með árunum. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að búa mig vel tækj- um og búnaði. Það skiptir mjög miklu máli og svo líka rétt líkams- beiting. Ég byrjaði að læra múr- verkið 1972 og fór að starfa sjálf- stætt 1976. Á árum áður var stund- um lítið að gera yfir veturinn og þá vann maður í löndunum og ýmsu tengt sjónum. Núna seinustu árin hefur verið nóg að gera allan árs- ins hring að minnsta kosti með- an hitinn hefur haldist yfir fimm gráðunum. En við erum að sinna miklu fjölbreyttari verkefnum en áður, svo sem hellulögnum og öðr- um frágangi,“ sagði Gunni. Það var einmitt við nýja hafnarhúsið í Rifi sem blaðamaður Skessuhorn hitti Gunna í síðustu viku þar sem hann var að vinna að hellulögn og frá- gangi. þá Þorkell Gunnar við sjúkrabílinn. Ljósm. tfk. Enginn dó í bílnum en tveir fæddust Spjallað við Gunna múr sem var að láta af starfi sjúkraflutningamanns

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.