Skessuhorn


Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 04.06.2014, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Góð mæting á Akranesleikanna 2014 Akranesleikarnir í sundi fóru fram í Jaðarsbakkalaug um helgina. Mót- ið sem áður hét ÍA-ESSO mót- ið hefur nú verið haldið óslitið frá árinu 1991, eða í 23 ár, og er annað af tveimur stórmótum í sundi sem enn eru haldin undir berum himni hér á landi. Á mótinu kepptu tæp- lega 400 ungmenni frá sundfélög- um víða af landinu og keppt var í 68 keppnisgreinum á þremur dögum. Stigahæsta liðið á mótinu í ár var Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Á eftir því kom Sundfélag Akraness og Óðinn frá Akureyri varð þriðja stigahæsta lið mótsins. Skagamærin Inga Elín Cryer sem keppir nú fyrir sundfélagið Ægir átti frábært mót. Inga Elín keppti í fjórum keppnis- greinum og vann gull í þeim öllum auk þess sem hún átti stigahæsta sund mótsins. Sundfélagið Ægir fékk að auki Brosbikarinn sem veittur er prúðasta liði mótsins. Að sögn Trausta Gylfasonar, formanns Sundfélags Akraness, tókst sérstaklega vel til með mót- ið í ár þrátt fyrir að veður hafi ver- ið heldur óhagstætt fyrir keppend- ur og gesti. „Þrátt fyrir veðrið þá stungu sundmenn sér 1820 sinn- um til sunds í Jaðarsbakkalaug. Fjöldi ferðamanna sótti Skagann heim í tengslum við mótið og voru foreldrar sundfólksins sérstaklega duglegir að fylgja börnum sínum til leiks,“ segir Trausti sem vill færa starfsmönnum mótsins sem stóðu vaktina um helgina sérstakar þakk- ir. „Áætlað er að á Akranesleikun- um hafi foreldrar og aðstandendur sundmanna staðið 231 vakt við hin ýmsu störf, s.s. dómgæslu, tækni- störf, tímavörslu, mötuneytisstörf, gæslu í Grundaskóla, kökubakstur, þularstörf, riðlastjórn o.m.fl. Allt var þetta unnið í sjálfboðavinnu og vil ég sérstaklega þakka þeim fyrir vel unnin störf.“ jsb Í sundi er samhæfing hreyfingar og öndunar mjög mikilvæg. Eins og sést á þessari mynd, átti þessi keppandi ekki í neinum vandræðum með að ná valdi á tækninni. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Stærsti sigur kvennaliðs Víkings Kvennalið meistaraflokks Vík- ings Ólafsvík átti hörkuleik gegn Hömrum á Hellissandsvelli sl. föstudagskvöld þegar leikið var í 1. deild Íslandsmótsins. Stelpurn- ar létu rigninguna ekki á sig fá og börðust vel. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 55. mínútu þegar Freydís Bjarnadóttir skoraði fyr- ir Víking. Zaneta Wyne bætti svo við marki á 87. mínútu og það var síðan María Rún Eyþórsdóttir sem skoraði þriðja markið á 93. mín- útu. 3:0 sigur því staðreynd og er þetta stærsti sigur kvennaliðs Vík- ings Ólafsvík hingað til. Næsti leikur stelpnanna í Vík- ingi verður föstudagskvöldið 6. júní en þá mæta þær Stjörnunni í Borgunarbikarnum í Snæfellsbæ. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar. þa Skagamenn sigruðu topplið Þróttar R Skagamenn mættu Þrótti Reykja- vík í fjórðu umferð fyrstu deild- ar karla í knattspyrnu á sunnu- dagskvöldið og lauk leiknum með 0-1 sigri Skagamanna. Spilað var á gervigrasinu í Laugardalnum og var leikurinn fjörugur frá upphafi til enda. Bæði lið fengu góð mark- tækifæri á upphafsmínútum leiks- ins. Fyrst gestirnir frá Akranesi og svo heimamenn í Þrótti strax á eft- ir en í bæði skiptin vörðu mark- menn liðanna frábærlega. Bæði lið héldu svo áfram að sækja en án ár- angurs og hreint ótrúlegt að ekk- ert mark hafi verið skorað á fyrsta hálftíma leiksins. Á 33. mínútu fékk Vilhjálmur Pálmason, leikmaður Þróttar, beint rautt spjald fyrir brot gegn Darren Lough, leikmanni Skagamanna. Skagamenn voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 39. mínútu skoraði Jón Vilhelm Ákason eftir aukaspyrnu og kom Skagamönnum yfir. Í síðari hálfleik voru gulklæddir mun sterkari aðilinn og sóttu hart að marki heimamanna og fengu mörg mjög góð færi, en tókst þó ekki að koma boltanum framhjá Trausta Sigurbjörnssyni, markverði Þróttara sem átti hreint stórkost- legan leik í markinu. Lokamínút- urnar voru svo æsispennandi, Þrótt- arar sem voru manni færri freistuðu þess að jafna metin og fengu nokk- ur góð færi. Hinum megin á vell- inum fengu Skagamenn einnig sín færi og má þar nefna hjólhesta- spyrnu frá sjónvarpsmanninum Hirti J Hjartarsyni sem kom inn á sem varamaður undir lok leiks. Lengra komust hins vegar hvor- ugt liðið og lauk leiknum með eins marks sigri Skagamanna. Næsti leikur Skagamanna verð- ur á föstudaginn þegar þeir taka á móti HK á Akranesvelli klukkan 19:15. jsb Lið Snæfellsness í góðum gír í öðrum flokki Lið Snæfellsness mætti HK á Hell- issandsvelli á sunnudaginn. Leik- urinn var liður í Íslandsmóti 2. flokks karla. Leikmenn Snæfells- ness spiluðu mjög vel og náðu að skora strax á fyrstu mínútu með marki frá Kristni Magnúsi Pét- urssyni. Strákarnir börðust vel og Kristófer Jacomsson Reyes skoraði síðan á 33. mínútu. HK menn skor- uðu svo úr vítaspyrnu á 43. mínútu. Eftir þennan sigur eru strákarnir í 2. flokki í fyrsta sæti í C deild með 6 stig. Næsti leikur þeirra er fimmtu- daginn 5. júní á Hertz vellinum á móti ÍR/Létti. þa Skagakonur enn án stiga eftir fjórar umferðir Kvennalið ÍA og Selfoss mættust í fjórðu umferð Pepsí-deildar kvenna sl. mánudagskvöld á JÁVERK-vell- inum á Selfossi þar sem lokatölur urðu 3-1 fyrir Selfoss. Selfossstúlk- ur tóku fljótt öll völd á vellinum og skorðu fyrsta mark leiksins á sjöttu mínútu. Eftir markið færðu Skaga- konur sig ofar á völlinn en áttu í miklum erfileikum með að brjóta á bak sterka vörn heimamanna. Lið Selfoss sótti töluvert meira þegar leið á hálfleikinn en þær gulklæddu náðu skyndisókn á 28. mínútu þar sem Guðrún Karítas Jónsdóttir skoraði fyrsta mark Skagakvenna í Pepsí-deildinni. Eftir jöfnun- armarkið féllu Skagakonur mik- ið til baka. Hart var sótt að marki gestanna og á 38. mínútu skoraði Dagný Pétursdóttir fyrir Selfoss og þær sunnlensku komnar yfir á nýj- an leik. Síðari hálfleikur var held- ur tíðindalítill til að byrja með. Um miðjan hálfleikinn höfðu bæði lið átt ágætar sóknir en þó var heima- liðið alltaf með yfirhöndina og lík- legri til að bæta við. Það gerðist svo þegar um tíu mínútur voru eft- ir af leiknum. Það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur því 3-1 fyrir Selfoss. Skagakonur því enn án stiga þegar fjórar umferðir eru búnar af tímabilinu og sitja í næst- neðsta sæti deildarinnar. Næsti leikur Skagakvenna er á föstudaginn, 6. júní kl. 19:15 þar sem þær mæta liði Selfoss aftur á JÁVERK-vellinum en þá í Borgun- arbikarnum. jsb Úr leik ÍA og Vals á Akranesvelli 27. maí þar sem Skagakonur töpuðu 3:0. Fjöldi leikja á stuttum tíma hjá Grundarfirði Mikið er búið að ganga á hjá strák- unum í meistaraflokki Grundar- fjarðar að undanförnu. Þeir spiluðu á heimavelli við Berserki mánudag- inn 26. maí síðastliðinn. Þar höfðu þeir 2-1 sigur í miklum hvassviðr- isleik þar sem að uppúr sauð eftir leik, eins og greint er frá í annarri frétt. Þar voru þeir Almar Björn Viðarsson og Kristinn Aron Hjart- arsson sem sáu um markaskor- unina. Svo var haldið í keppnisferð og spilað við Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri föstudaginn 30. maí. Þar var mikil dramatík en Magni komst í 1-0 en þá fótbrotn- aði Rafaeil Figeruola Perez leik- maður Grundarfjarðar illa og er knattspyrnuvertíðin búin hjá hon- um. Snemma í síðari hálfleik bættu heimamenn í Magna svo við öðru marki og útlitið dökkt fyrir Grund- firðinga. En þá fylltust þeir ein- hverjum fítonskrafti og minnkuðu muninn og þar var að verki Aron Baldursson sem bar fyrirliðabandið í þessum leik. Skömmu síðar jafn- aði Danijel Smiljkovic svo metin áður en Grundfirðingar tryggðu sér öll stigin þrjú með sjálfsmarki heimamanna. Glæsileg endurkoma hjá gestunum. Eftir leikinn var förinni heitið á Reyðarfjörð en þar var leikur gegn Leikni Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð- arhöllinni. Leikni F var spáð efsta sætinu í deildinni. Grundarfjörður átti samt í fullu tré við heimamenn sem komust þó í 1-0 í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var Dominik Bajda í liði Grundarfjarðar vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald. Heima- menn gengu á lagið og bættu við öðru marki sínu aðeins tveimur mínútum síðar. Almar Björn Við- arsson náði að minnka muninn á 88 mínútu en lengra komust gestirn- ir ekki og heimamenn gerðu út um leikinn í uppbótartíma með þriðja marki sínu og 3-1 sigur Leiknis F staðreynd. Þrír leikir á sex dögum hjá Grundarfirði og sitja þeir í 4. sæti í deildinni með 7 stig eftir fjóra leiki. tfk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.