Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 17. árg. 11. júní 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Fálkaskátar í Erninum í Grundarfirði eru á aldrinum 10-12 ára. Þeir byggðu forláta fleka á dögunum undir leiðsögn séra Aðal- steins Þorvaldssonar. Hann áætlar að um tólf vinnustundir hafi farið í smíðina. Síðasta föstudag í rjómablíðunni var flekinn loks sjósettur á lóninu við Kirkjufell. Svo var siglt um lónið og leikið sér. Ljósm. tfk Í Straumfirði á Mýrum hafa síðustu ár verið nokkrar aliendur. Refur- inn hefur hins vegar verið aðgangs- harður og drepið hluta af hópn- um. Í vor var aðeins eitt par eftir og gerði andamamma sér aðstöðu til hreiðurgerðar í gömlu heyi í af- lögðu haughúsi á bænum. Þar hef- ur hún látið lítið fara fyrir sér enda búin að sjá að aldrei er of varlega farið sé maður önd á Mýrunum. Sigrún og Magnús Guðbjarnarbörn og fjölskyldur eiga og nytja jörðina og dvelja þar mikið á þessum árs- tíma. Svanur Steinarsson kveðst hafa fylgst með andamömmu í vor. Hafi hún byrjað varp snemma í apríl en ekki farið að liggja á að staðaldri fyrr en um miðjan maí. Hreiður hennar var niðurgrafið í hey og því beið fólk spennt eftir því hvernig andamömmu gengi útung- unin. Karl hennar skipti sér hins vegar ekkert af því þegar ungarnir voru að koma úr hreiðrinu og var bara úti að „chilla“ í staðinn. Rak hann því, líkt og fólkið á bænum, upp stór augu þegar andamamma vagaði stolt út í sumarið með hvorki fleiri né færri en átján unga í hala- rófu á eftir sér. Dreif hún sig nið- ur á tjörn og byrjaði þar að fóðra unga sína stolt. Andamömmu hefur í ljósi niðurskurðar í stofni alianda í Straumfirði runnið blóðið til skyld- unnar og ákveðið að stækka stofn- inn sem mest hún mátti. Þess má geta að venjulega kom endur upp 6-10 ungum og er þessi því sann- kölluð súperönd. mm Tíu börn fæddust á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi fyrstu fimm daga mánaðar- ins. Síðustu fimm dagana í maí fædd- ust átta börn. Þetta eru því 18 barns- fæðingar á tíu dögum, sem er töluvert yfir meðaltali. Anna Björnsdóttir ljós- móðir og deildarstjóri á fæðingadeild- inni segir líf og fjör hafa verið undan- farna daga enda séu þetta óvenjulega margar fæðingar á deildinni. Þrátt fyrir aukið álag hafi nóg pláss ver- ið fyrir nýbakaðar mæður. Ekki voru allar mæðurnar sem fæddu á Akra- nesi frá Vesturlandi, heldur var helm- ingur þeirra af höfuðborgarsvæðinu. Þess má geta að í fréttum í síðustu viku var einnig sagt frá mikilli aukn- ingu í barnsfæðingum á fæðingadeild Landspítalans, en 40 börn fæddust þar fyrstu þrjá daga mánaðarins sem einnig er töluvert mikið yfir meðaltali þar. Því má segja að frjósemisbylgja hafi farið yfir landið í septembermán- uði í fyrra. grþ Vegfarendur með lögheimili á höf- uðborgarsvæð- inu greiða liðlega 23% af áskrift- artekjum Spal- ar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng. Sambærilegur hlutur áskrifenda af öllu Vesturlandi er 19,5% og þar af er hlutur áskrifenda á Akranesi 12,6%. Af þessu sést að miðað við höfða- tölu eru íbúar á Vesturlandi að greiða hlutfallslega langmest í rekstri gang- anna. Þeir eru um 4,7% íbúa landsins en greiða eins og fyrr segir 19,5% af rekstri ganganna. Niðurstaða nýrrar greiningar á gögnum úr upplýsingakerfi Hval- fjarðarganga varðandi tekjur Spalar á árinu 2013 leiða fyrrgreindar upplýs- ingar í ljós. Í frétt á heimasíðu fyrir- tækisins segir að þegar á heildina sé litið er skipting tekna af umferðinni sem hér segir: Áskrifendur með veg- lykla greiða 48,53%, áskrifendur með afsláttarkort 16,32% og vegfarend- ur sem staðgreiða í gjaldskýli greiða 35,15%. Hér vekur athygli að hlutur staðgreiðslunnar hefur aukist umtals- vert og er skýringin á því sögð fjölgun erlendra ferðamanna á þjóðvegum á sumrin. Fyrir fáeinum árum var hlut- ur staðgreiðslu í heildartekjum um 30%. Stærstu kaupendur afsláttar- korta eru stéttarfélög sem síðan selja kortin til félagsmanna sinna. þá Hér er hin stolta andamamma og sautján af átján ungum sjáanlegir. Ljósm. Elfa Hauksdóttir. Kom upp átján andarungum Vestlendingar greiða fimmtung Óvenju margar barnsfæðingar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.