Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Litir valdir á sementstankana AKRANES: Í samkomulagi um afhendingu Sementsverk- smiðjureitsins á liðnum vetri var kveðið á um að verksmiðj- an hugi að endurbótum og útliti þeirra eigna sem fyrir- tækið hefur til umráða næstu 15 ára. Þar á meðal eru sem- entstankarnir en í samningn- um við Akraneskaupstað er kveðið á um skyldu forráða- manna Sementsverksmiðj- unnar til að mála tankana á árunum 2014 til 2016. Einn- ig að vera í samráði við bæj- aryfirvöld um litaval. Arki- tektar hjá Kanon gerðu til- lögu um litaval og er niður- staðan að hafa tankana í ólík- um litum. Litirnir í efri röð- inni hafa verið valdir, að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjar- stjóra. -þá/ Ljósm. ki. „Hot dogs“ LBD: Tveimur hundum var orðið heitt í lokuðum bíl fyrir utan verslun í Borgarnesi um helgina og var haft samband við lögregluna sem hafði uppi á eiganda bíls og hunda. Brá honum nokkuð við og ætlaði að gæta þess í framtíðinni að huga betur að hundum sínum og hafa rifu á gluggum. –þá Óhapp á í gærmorgun SNÆFELLSNES: Umferð- aróhapp varð á Snæfellsnes- vegi í gærmorgun, þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarfriði og Dölum ók fólksbifreið í veg fyrir jeppabifreið sem var á vesturleið með þeim afleið- ingum að fólksbifreiðin end- aði utan vegar og skemmd- ist mikið. Ökumaðurinn var sendur á slysadeild þar sem hann kenndi til eymsla. –jsb Fánum stolið LBD: Yfir 20 fánum var stol- ið í héraðinu um helgina, m.a. í Reykholtsdalnum og í Borgarnesi. Þarna reynd- ust sautján ára piltar hafa ver- ið á ferðinni í algjörum asna- gangi, að sögn lögreglu. Fán- arnir fundust í bíl þeirra þeg- ar þeir voru stöðvaðir en sést hafði til þeirra við þessa iðju. –þá Vert er að minna á Kvennahlaupið sem fram fer um allt land á laugar- daginn. Konur eru hvattar til að taka þátt í hlaupinu. Útlit er fyrir nokkra daga til viðbót- ar í suð- og austlægum áttum. Á fimmtudag er spáð hægri austlægri eða breytilegri átt, bjartviðri með köflum og síðdegisskúrum á stöku stað, en þokulofti með austurströnd- inni. Hiti 12 til 18 stig. Svipað veð- ur verður á föstudag nema aðeins meiri vindur. Á laugardag er útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt og rigningu eða skúri í flestum lands- hlutum. Hiti 8 til 16 stig. Á sunnudag og mánudag er svo spáð norðlægri og síðar vestlægri átt með lítilshátt- ar vætu um landið norðanvert, en stöku skúrum syðra. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig líkaði þér kosninga- úrslitin?“ Meirihluta svarenda virð- ist líka þau. „Mjög vel“ sögðu 28,34% og „þokkalega“ 25,67%. „Frekar illa“ sögðu 17,91% og „mjög illa“ 18,72%. 9,36% höfðu ekki myndað sér skoð- un um það. Í þessari viku er spurt: Ætlar þú að ferðast í sumar? Hjón og önnur pör eru Vestlend- ingar vikunnar að þessu sinni. Í það minnsta hafa ekki allir legið kjurrir í september! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Fregnir af því að makríltorfur sjá- ist nú við landið hafa hleypt miklu lífi í vinnu við að undirbúa fiski- skip og veiðarfæri fyrir kom- andi vertíð á þessum verðmæta uppsjávarfiski. Félagarnir Birg- ir Fannar Snædal og Sturlaug- ur Agnar Gunnarsson sem eiga Þegar sólin skein hvað skærast um hvítasunnuhelgi var staðfest að tölu- vert af makríl er genginn á grunn- slóðina vestur- og suður af landinu. Sjómenn sem stunda handfæra- og línuveiðar undir Snæfellsjökli hafa séð vaðandi torfur og makríll hef- ur bitið á krókana hjá þeim. „Það virðist vera nóg af honum. Nú í vikunni höfum við séð torfur vaða hér á grunnunum allt frá Malar- rifi vestur um og austur fyrir Ólafs- vík. Makríll hefur fengist á hand- færin og línubátarnir hafa líka orð- ið varir við hann. Þetta virðist þó frekar smár makríll og hann er hor- aður, fituröndin í honum er lít- il enn sem komið er. Kaupendur hafa því vart áhuga á honum enn, enda mega veiðar ekki byrja fyrr en 1. júlí. Makríllinn ætti því að hafa nokkrar vikur til að fita sig,“ sagði Arnar Laxdal Jóhannsson skipstjóri á línubátnum Tryggva Eðvarðs SH þar sem hann var nýkominn úr róðri í Rifshöfn á föstudaginn. Í síðasta tölublaði Skessuhorns gat að líta frétt þar sem Arnar og fé- lagar greindu frá því að þeir hefðu kvöldið áður séð vaðandi fiskitorf- ur umhverfis bát þeirra á miðun- um undir Jökli sem þeir töldu lík- lega hafa verið makríl. Það hefur svo sannast síðar í vikunni að þetta reyndist rétt því menn hafa dregið makríl með öðrum afla úr sjó. Mak- ríll hefur á undanförnum árum synt inn í íslensku lögsöguna í ætisleit yfir sumartímann. Arnar sagðist einnig hafa frétt frá línubátum sem stunda veiðar suður af landinu að þar hefði sést til mak- ríls allt frá Vestmannaeyjum aust- ur undir Höfn í Hornafirði. Það er óvenjulegt að svo mikið af makríl sjáist svona snemma sumars. Arnar segir að undir Jökli geti það skýrst af því að sjórinn þar sé tveimur til tveimur og hálfri gráðu hlýrri nú en á sama tíma í fyrra. „Það hefur líka hlýnað mjög hratt. Þorskveið- in er alveg dottin niður og hún er mjög léleg núna. Það eru viðbrigði frá því nú í maí þegar hún var afar góð allt til loka mánaðarins.“ Búast má við að fjöldi útgerða hyggist senda báta sína á markíl- veiðar í sumar enda um mikil verð- mæti að ræða. Sú staðreynd að makríllinn sé kominn upp að land- inu svo snemma í jafn miklum mæli og vísbendingar eru um, ætti því að vera góðar fréttir fyrir þá sem hugsa sér gott til glóðarinnar bæði í veiðum og vinnslu. mþh Grundarfjarðarbær og starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar stóð fyrir lítilli kveðjuathöfn fyrir fráfar- andi skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra síðasta miðvikudag. Helga Guðrún Guðjónsdóttir er að láta af störfum sem aðstoðarskólastjóri eftir tveggja ára starf. Þá er Anna Bergsdóttir búin að stýra skólan- um síðastliðin 17 ár við góðan orð- stýr en þær eru báðar að halda á önnur mið. Samstarfsmenn þeirra færðu þeim kveðjugjöf ásamt því að Grundarfjarðarbær leysti þær út með veglegum gjöfum þar sem þeim var þakkað fyrir samstarfið. tfk Anna og Helga Guðrún. Skólastjórnendur í Grundarfirði leita á önnur mið Andey GK 66 í Akraneshöfn. Báturinn er í eigu Stakkavíkur í Grindavík. Annríki við undirbúning makrílvertíðar og reka vélsmiðjuna Jötunstál á Akranesi unnu hörðum höndum alla hvítasunnuhelgina í Akranes- höfn við að útbúa vélbátinn And- ey GK 66 fyrir makrílinn. Í því fólst að koma fyrir veiðibúnaðin- um um borð. Makrílveiðar slíkra báta eru stundaðar með krókum og krefjast verulegs þilfarsbúnað- ar svo allt virki eins og það á að gera. Þeir hjá Jötunstáli hafa nokkra reynslu af þessari vinnu. „Í fyrra settum við makrílveiðibúnað um borð í tuttugu báta. Við setjum búnaðinn aftur í þá í ár og síðan bætist hátt í annað eins við af bát- um. Í heildina munum við setja makrílveiðibúnað í minnst 35 báta nú í sumar. Nú þegar vika er liðin af júní bíða okkar átta bátar þar sem við eigum að koma bún- aðinum fyrir um borð. Þetta eru bátar allt frá 10 metra lengd upp í 25 metra. Þessum bátum verð- ur flestum siglt hingað til Akra- ness og þeir gerðir klárir í höfn- inni hér,“ segir Birgir. „Ætli það verði ekki einir 12 til 15 bátar á makrílveiðum frá Akranesi nú í sumar. Þetta lítur vel út og það er bjart yfir sumrinu,“ bætir Stur- laugur við. Hefja má makrílveið- ar 1. júlí. mþh Birgir Fannar Snædal og Sturlaugur Agnar Gunnarsson unnu alla hvítasunnu- helgina við að undirbúa makrílvertíðina. Arnar Laxdal Jóhannsson skipstjóri á línubátnum Tryggva Eðvarðs SH nýkominn úr róðri í sumarblíðunni í Rifshöfn á Snæfellsnesi síðdegis á föstudag. Makríltorfurnar eru komnar til landsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.