Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Upplýsingar veita: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Elísabet Sverrisdóttir elisabet@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is ásamt upplýsingum um starfsheiti, menntun og fyrri störf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar SJÁLFSTÆÐI - FÆRNI - FRAMFARIR Starfssvið Skólameistari veitir framhaldsskólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Laust er til umsóknar embætti skólameistara við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Skólinn býður upp á þriggja ára nám og fjórar námsleiðir: Opna braut, félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut og starfsbraut. Menntunar- og hæfniskröfur Skólameistari skal uppfylla skilyrði laga um hæfi, nr. 87/2008. Skólameistari þarf m.a. að hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunar- og rekstrarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Ný lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 fela framhaldsskólum aukna ábyrgð á skilgreiningu námsbrauta, þróun námsframboðs á mörkum skólastiga og fræðsluskyldu til 18 ára aldurs. Skólameistari gegnir því mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs. Ráðning og kjör Stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar ræður skólameistara. Æskilegt væri að skólameistari hæfi störf í síðasta lagi 1. ágúst 2014 og kæmi að undirbúningi skólastarfs fyrir skólaárið 2014-2015. Laun skólameistara eru samningsatriði. Skólameistari skal búa í Borgarbyggð. Íslenskt atvinnulíf komið á sýningu á Bifröst Síðastliðinn laugardag var opnuð sýning í Háskólanum á Bifröst um íslenskt atvinnulíf. Sýningin fjallar um íslensk fyrirtæki og gefur innsýn í verðmætasköpun þeirra og hvern- ig starfsmenn sjá framtíð þeirra fyr- ir sér. Á sýningunni eru ýmis fyrir- tæki á öllum sviðum atvinnulífsins. Þar eru stór myndræn veggspjöld ásamt myndböndum og ljósmynda- sýningu. Þrjátíu og fimm fyrirtæki eru með nú í upphafi en sýningunni er ætlað að verða lifandi þannig að sífellt fleiri þátttakendur geti bæst í hópinn. Vilhjálmur Egilsson rektor skól- ans opnaði sýninguna og sagði að með henni væri gefin jákvæð og bjartsýn mynd af þeim verðmætum sem verið væri að skapa í íslensku at- vinnulífi og um leið verið að vekja athygli á háskólanum. Vilhjálmur sagðist bera þá von í brjósti að fólk myndi kíkja við á Bifröst og líta á sýninguna sem yrði opin allt árið og ekkert kostaði inn. „Þótt búið sé að opna sýninguna núna, erum við rétt að byrja og vonumst til þess að fleiri fyrirtæki komi að verkefninu er fram líða stundir.“ Hann gat þess einnig að sýningin yrði útbúin í skólaút- gáfu sem hægt verði að fara með á milli grunn- og framhaldsskóla til að kynna íslenskt atvinnulíf. María Ólafsdóttir er sýningar- stjóri og hefur hún unnið að verk- efninu síðan í haust. María þakk- aði í ávarpi sínu fyrir samstarfið við fyrirtækin sem þegar væru þátttak- endur svo og starfsfólki Háskólans á Bifröst fyrir alla þá aðstoð sem hún hefur notið í tengslum við uppsetn- ingu sýningarinnar. Hún greindi frá því að sýningin væri á landsvísu því fyrirtækin sem þegar eru með, væru allsstaðar af landinu. Þau spanna jafnframt vítt starfssvið, allt frá mat- vælafyrirtækjum upp í stóriðju. Fyr- irtækin eru kynnt eftir margvísleg- um leiðum, flest á stórum spjöldum en einnig með skjávörpum og snert- iskjáum og er meiningin að sýning- argestir nái góðri snertingu við ís- lenskt nútímaatvinnulíf á sýning- unni. Sagt er frá starfsemi fyrirtækj- anna, hvað verðmæti þar sé verið að skapa eða í hverju þeirra starfsemi felst og hver sé framtíðarsýn þeirra. Þegar litið er yfir sýninguna mátti sem dæmi sjá Kaupfélag Borgfirð- inga í hópi þátttakenda en annars má sjá þar fyrirtæki og félög eins og Landssamband kúabænda, Marel, Hraðfrystihús Hellissands, Elkem, Samskip, N1, Landsvirkjun, Sjávar- iðjuna Rifi, Norðurál, Saga Medica og ýmis fleiri. Í sýningarrýminu er einnig brugðið upp myndum frá at- vinnulífi fyrri ára. Er áhugavert að bera saman þær gríðarlegu breyting- ar sem hafa orðið á vélum og tækja- búnaði, samgöngum og samgöngu- tækjum á tiltölulega stuttum tíma. Sýningin er í Vikrafelli þar sem Kaffihúsið á Bifröst var áður og er gengið inn í gegnum Hótel Bifröst og þaðan fylgt leiðarvísi. Hafa má samband við Maríu á netfanginu syning@bifrost.is. bgk María Ólafsdóttir sýningarstjóri atvinnusýningarinnar og Vilhjálmur Egilsson rektor háskólans á Bifröst. Kolfinna Jóhannesdóttir nýráðin sveitarstjóri Borgarbyggðar, Inga Dóra Hall- dórsdóttir framkvæmdarstjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Kjartan Ragnarsson í Landnámssetri Íslands, Páll S Brynjarsson fráfarandi sveitarstjóri og dr Ágúst Einarsson fv. rektor voru meðal gesta við opnun sýningarinnar. Kaupfélag Borgfirðinga er meðal þátttakenda á sýningunni. Gestir gerðu góðan róm að sýningunni og fannst ýmislegt athyglisvert koma fram í kynningum fyrirtækjanna á starfsemi þeirra og framtíðarsýn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.