Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Af og til fá pörupiltar útrás fyrir at- hafnaþörf sinni með kroti. Vega- skiltið sem vísar vegfarendum um Reykholtsdal í Borgarfirði leiðina að félagsheimilinu Logalandi hafa bætt tveimur stöfum framan við nafnið. Kannski eru þessir pöru- piltar komnir til ára sinna og muna sveitaböllin sem þar voru og hétu í gamla daga. Nú er semsé vegur númer 517 með heitinu „Áfloga- land.“ Burtséð frá sóðasakapnum eru þeir í það minnsta ekki alveg húmorslausir! mm Þó aðeins sé liðin rétt rúm vika af júnímánuði þá hafa bændur á Vest- urlandi byrjað heyskap. Sprettu- skilyrði það sem af er sumri hafa verið svo góð að menn muna vart annað eins. Það var því ekki lengur til setunnar boðið. Sláttur hófst því á nokkrum bæjum í landshlutan- um á föstudaginn. „Það er búið að slá og rúlla af rúmlega einum hekt- ara. Ég sló í gærmorgun. Síðan sé ég að það er alveg óhætt að slá af fjórum hektörum í viðbót. Það hef- ur aldrei verið slegið svona snemma fyrr. Sprettuskilyrðin eru búin að vera alveg glimrandi, bæði hlýtt og rakt,“ sagði Bjartmar Hannesson bóndi á Norður Reykjum í Hálsa- sveit í samtali við Skessuhorn á laugardagskvöldið. Slegið var á fleiri bæjum á þessum slóðum, m.a. á Skáney og Stein- dórsstöðum. Þórarinn Skúlason bóndi á Steindórsstöðum sló einn- ig 6. júní. „Ég sló fjóra hektara. Það var búið að vera smá hik á mér út af veðurútliti en svo var spáin svo góð að ég lét vaða. Uppskeran er mjög fín enda tíðin búin að vera einstak- lega góð. Alger einmuna tíð. Ég hef aldrei byrjað svona snemma áður. Það næsta sem ég hef komist þessu var árið 2004. Þá byrjaði ég að slá 8. júní,“ segir Þórarinn á Steindórs- stöðum. Þriðji bærinn sem Skessuhorn hafði veður af var Belgsholt í Melasveit. „Það er komið ágætis gras og við hófum slátt í gær. Ég hef þó byrj- að fyrr en þetta. Árið 2003 minn- ir mig, hófum við slátt 4. júní. Þá var spáð svo góðum þurrki að ég tímdi ekki að sleppa honum. Nú byrjum við 6. júní og það er kom- ið meira gras heldur var þarna árið 2003. Ef tíðin verður eins og hún er nú um helgina þá reikna ég með að halda slætti áfram,“ segir Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti. Innar í Hvalfjarðarsveit, að Eyri í Svínadal, var Jón Eggertsson bóndi svo við heyskap ásamt sínu fólki í blíðskaparveðri á sunnudag- inn. „Ég hef aldrei hafið slátt jafn snemma og í ár. Í fyrra byrjaði ég til að mynda 20. júní,“ sagði Jón á Eyri. mþh Skiltakrotarar á ferð Sláttur er hafinn á Vesturlandi Slegið heim við hús í Belgsholti. Ljósm. Magnús Már Haraldsson.Jón Eggertsson bóndi á Eyri í Svínadal í Hvalfjarðarsveit var hæstánægður með fyrstu töðu ársins þar sem hann sinnti heyskap sunnudaginn 8. júní. Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu. Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli. Hver og einn sér um að grilla fyrir sig. Grill á staðnum. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli að Skjólbeltum kl. 11.00. Í Lindartungu verða Ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar kl. 14.00. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá sem hefst kl. 14.00. Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðardagskrá í Reykholtsdal með hefðbundnum hætti. Dagskrá fer fram í Reykholti og í Logalandi. Nánari dagskrá auglýst á viðkomandi stöðum. Hátíðardagskrá á vegum Borgarbyggðar fer fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi Dagskrá: Kl. 09.00 - 12.00 Sundlaugin opin Sundlaugin Borgarnesi opin fyrir almenning. Heitt kaffi á laugarbakkanum. Kl. 10.00 17. júní hlaup á Skallagrímsvelli Fjölmennum í skokkið og förum í leiki með börnunum. Kl. 12.00 Andlitsmálun í Óðali Krakkarnir í vinnuskólanum taka á móti hressum krökkum í Óðali og mála fána á andlit. Kl. 13.00 - 17.00 Safnahús sýnir Landið sem þér er gefið, Ævintýri fuglanna og Börn í 100 ár Sýningarnar í Safnahúsi eru opnar frá kl. 13.00 - 17.00. Ævintýri fuglanna, Börn í 100 ár og Landið sem þér er gefið, sýning um Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli. Aðgangseyrir kr. 900. Kl. 13.15 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Guðsþjónusta í Borgarneskirkju. Prestur séra Þorbjörn Hlynur Árnason. Kór Borgarneskirkju syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista. Kl. 13.55 Skrúðganga frá Óðal Skátar og götuleikhús vinnuskólans leiða skrúðgöngu frá Óðali í Skallagrímsgarð. Krakkar munið að koma með fána og veifur ef þið eigið. Kl. 14.00 Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði Hátíðarávarp Guðlaugur Þór Þórðarson Ávarp fjallkonu Hver skyldi vera fjallkonan í ár? Sumarfjör Tómstundaskólans Krakkarnir sem taka þátt í sumarstarfi Sumarfjörs syngja nokkur lög Leikritið Litla ljót Þriðji bekkur Grunnskóla Borgarnes flytur atriði úr leikritinu Litlu Ljót Ari Eldjárn Ari Eldjárn mætir á svæðið og fer með gamanmál Tónlistaratriði úr Héraði Tónlist úr öllum áttum fyrir fólk á öllum aldri Kl. 14.00 Golfklúbbur Borgarness á Kveldúlfsvelli Golfklúbbur Borgarness verður með kynningu á starfi sínu á Kveldúlfsvelli. Nýju SNAG græjurnar (Starting new at Golf) verða til sýnis og prufu þar sem notast verður við tennisbolta. Eitthvað sem allir verða að prófa og sjá. Kl. 16.00 Samgöngusafnið í Brákarey Fornbílafélag Borgarfjarðar og Bifhjólafjelag Borgarfjarðar ætla að bjóða gestum og gangandi á rúntinn. Samgöngusafnið verður opið. Kynnir hátíðarinnar verður körfuboltasnillingurinn Finnur Jónsson Skátar og götuleikhús vinnuskólans verða með leiktæki, andlitsmálun, brjóstsykursgerð og candyfloss við skátahúsið í Skallagrímsgarði. Kaffisala á vegum Kvenfélags Borgarness – ágóði rennur til líknarmála. Ef veður verður óhagstætt þá færum við dagskrána í Hjálmaklett.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.