Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Fluttu milljarð til landsins GRUNDART: Norðurál kom í liðnum mánuði með milljarð króna til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina. Í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins segir Ragn- ar Guðmundsson forstjóri að þessir peningar verði notaði til að auka afkastagetu fyr- irtækisins á Grundartanga. Árið 2012 kynnti Norður- ál að ráðast ætti í fjárfest- ingar fyrir á annan tug millj- arða króna á Grundartanga á næstu fimm árum. Markmið þeirra væri að auka fram- leiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að fimmtíu þúsund tonn af áli á ári. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 31. maí - 6. júní. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 23 bátar. Heildarlöndun: 145.438 kg. Mestur afli: Sturlaugur H. Böðvarsson AK: 116.444 kg í einni löndun. Arnarstapi 17 bátar. Heildarlöndun: 32.598 kg. Mestur afli: Hítará SH: 4.180 kg í fjórum löndun- um. Grundarfjörður 34 bátar. Heildarlöndun: 162.859 kg. Mestur afli: Hringur SH: 58.175 kg í einni löndun. Ólafsvík 36 bátar. Heildarlöndun: 126.446 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarnason SH: 17.348 kg í tveimur löndunum. Rif 37 bátar. Heildarlöndun: 209.395 kg. Mestur afli: Magnús SH: 33.762 kg í þremur lönd- unum. Stykkishólmur 33 bátar. Heildarlöndun: 104.704 kg. Mestur afli: Birta Dís GK: 9.565 kg í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sturlaugur H. Böðvars- son AK – AKR: 116.444 kg. 2. júní 2. Hringur SH – GRU: 58.175 kg. 4. júní 3. Áskell EA – GRU: 56.107 kg. 5. júní 4. Rifsnes SH – RIF: 20.079 kg. 5. júní 5. Magnús SH – RIF: 15.533 kg. 4. júní mþh Ekki lengur einokun á 118 LANDIÐ: Póst- og fjar- skiptastofnun hefur birt ákvörðun sem binda mun enda á einokun Já upp- lýsingaveitna á símanúm- eraupplýsingum einstak- linga. Þriggja stafa síma- númerinu 118 verður lokað á næsta ári og upplýsinga- þjónusta um símanúmer ein- staklinga verður eftir það í gegnum númer sem byrja á 1800. Með þessari ákvörðun eru það ekki lengur Já upp- lýsingaveitur sem hafa for- ræði yfir símaskrárupplýs- ingum einstaklinga, heldur annast hvert fjarskiptafyrir- tæki gagngagrunn um núm- er sinna viðskiptavina. Þær upplýsingar geta fjarskipta- fyrirtækin síðan látið þriðja aðila í té sem veitir almenn- ingi númeraupplýsingar. –mm Prestastefna hefst í dag LANDIÐ: Nú í dag hefst Prestastefna sem að þessu sinni er haldin á Ísafirði. Hefst hún með prósessíu frá Safnahúsinu Eyrartúni í Ísa- fjarðarkirkju kl. 17:45 þar sem hún verður sett með helgistund. Á dagskrá stefn- unnar er meðal annars er- indi sr. Vigfúsar Bjarna Al- bertssonar, sjúkrahússprests, sem hefur yfirskriftina „Sú góða gjöf að hitta sjálfan sig fyrir í vinnu.“ Þá verða sýnd níu kynningarmyndbönd um starf þjóðkirkjunnar um allt land. Einnig verður rætt um ný þjóðkirkjulög, val og veit- ingu prestsembætta og fund- arsköp prestastefnu. Presta- stefna mun heimsækja Bol- ungarvík, þar sem Agnes Sigurðardóttir biskup þjón- aði áður en hún tók við emb- ætti biskups. Að kvöldi mið- vikudagsins 11. júní verð- ur kvöldbæn í Hólskirkju og svo munu þátttakend- ur snæða hátíðarkvöldverð í félagsheimilinu í Bolungar- vík. Fréttir af prestastefnu verða sagðar á kirkjan.is og myndir frá stefnunni verða birtar á www.flickr.com/ kirkjan. Meðfylgjandi mynd er tekin við upphaf Presta- stefnu 2013 sem var haldin í Háteigskirkju. –fréttatilk. Á stjórnarfundi í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem haldinn var 3. júní sl. var 24 björgunarsveitum um land allt veittar alls átta milljónir króna úr Styrktarsjóði Isavia til kaupa á bún- aði. Í hópi þeirra björgunarsveita sem fengu styrki þetta árið voru þrjár frá Vesturlandi. Það eru Björgunar- sveitirnar Brák í Borgarnesi, Heiðar í Borgarfirði og Klakkur í Grundar- firði. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia afhenti styrkina fyrir hönd sjóðsins. Peningarnir eru ætlaðir til að efla sveitirnar í viðbúnaði svo sem þegar hópslys verða, slys utan alfara- leiðar eða á fjölförnum ferðamanna- stöðum. Þetta er fjórða árið í röð sem veittir eru styrkir til björgunarsveita úr sjóðnum en samtals hefur Isavía afhent sveitunum 30 milljónir króna. Við afhendinguna sagði Hörð- ur Már Harðarson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, að mik- ilvægt væri fyrir félagið og björgun- arsveitirnar að eiga öflugan bakhjarl eins og Isavia. „Þetta framtak hef- ur gert björgunarsveitum kleift að byggja upp hópslysabúnað um land allt og þar með eflt viðbragð þeirra til muna. Mikil aukning ferðamanna um land allt kallar á aukinn viðbún- að. Besti árangurinn næst þegar aðil- ar taka höndum saman líkt og Isavia og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert í þessu tilviki.“ jsb Hildur Bjarnadóttir hefur verið ráðin í starf skipulags- og bygginga- fulltrúa Akraneskaupstaðar. Hildur er með stúdentspróf frá Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði og fulln- aðarpróf í arkitektúr frá Southern California Institute of Architect- ure í Los Angeles. Hún hefur starf- að sem arkitekt í að verða 25 ár, síð- ustu ár sem verktaki þar sem hún hefur unnið við gerð deiliskipulags, hönnun bygginga auk þess sem hún hefur unnið að aðaluppdráttum og eignaskiptasamningum. Verk- efni skipulags- og byggingafull- trúa á Akranesi felast meðal annars í verkefnastjórn á skipulagi og upp- byggingu Sementsreitsins, yfirferð og frágangi gagna vegna umsókna um byggingaleyfi og yfirferð og gerð skipulagsuppdrátta. Alls sóttu 16 manns um stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa á Akranesi. mm Hugmyndir liggja fyrir í innanrík- isráðuneytinu, í svokölluðum um- ræðuskjölum, um staðsetningu höfuðstöðva sýslumanns- og lögreglustjóraembætta hér á landi og því þar á meðal á Vesturlandi. Þar er gert ráð fyrir að sýslumannsembætti verði í Stykkishólmi en staða yfirlögregluþjóns verði í Borgarnesi. Ekki er því gert ráð fyrir að lögreglu- stjóri né sýslumaður verði staðsett- ir á Akranesi. Umræðuskjölin liggja nú fyrir til kynningar og samráðs og varða reglugerðir um umdæma- mörk og starfsstöðvar lögreglu- embætta og sýslumannsembætta. Þær voru m.a. kynntar á bæjarráðs- fundi Akraneskaupstaðar fimmtu- daginn 5. júní sl. og fengu þar harða gagnrýni. Bæjarráð Akraness sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem hugmyndunum er harðlega mótmælt. Þar segir að Akraneskaup- staður geri kröfu um að lögreglustjóraembætt- ið, hið minnsta, verði staðsett á Akranesi. Þar sé langfjölmenn- asta lögregluliðið á Vesturlandi og eina lögreglustöðin á svæðinu með sólarhringsvakt enda málafjöld- inn langmestur þar. Miðlæg rann- sóknadeild fyrir allt Vesturland hafi verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 þar sem byggst hefur upp mikil sérþekking og nauðsyn þess að hafa yfirstjórn lögreglu og rann- sóknadeild á sama stað sé augljós og öllum kunn. Fram kemur í tilkynn- ingunni að Akranes sé langfjöl- mennasti byggðakjarninn á Vestur- landi með tæplega sjö þúsund íbúa og að Grundartangi sé í næsta ná- grenni, þar sem á annað þúsund manns starfa daglega. Auk þess séu tvær hafnir með mikla starfsemi á svæðinu. „Hugmyndir innanríkis- ráðuneytisins eru með öllu óásætt- anlegar fyrir íbúa á Akranesi og verður ekki við unað,“ segir að lok- um í tilkynningu bæjarráðs. grþ Nýbygging sem mun hýsa Æðar- setur Íslands er nú óðum að rísa í gamla bæjarhlutanum í Stykkis- hólmi. Húsið verður tvær hæðir og ris. Feðginin Friðrik Jónsson og Erla Friðriksdóttir standa að Æð- arsetri Íslands sem opnað var vor- ið 2011. Erla og Friðrik hafa rekið dúnhreinsun í Stykkishólmi. Skipa- vík í Stykkishólmi byggir húsið. „Það á að verða tilbúið að ári. Húsið verður klætt að utan með timbri og fær „gamalt“ útlit þannig að það mun falla vel inn í umhverfi sitt í gamla bæjarhlutanum í Stykk- ishólmi,“ segir Kristján Gunn- laugsson byggingarstjóri hjá Skipa- vík í samtali við blaðamann Skessu- horns. mþh Þessi mynd var tekin á föstudaginn þar sem unnið var að því að steypa gólfplötu fyrir aðra hæð hins nýja Æðarseturs í Stykkishólmi. Æðarsetrið rís í Hólminum Hildur Bjarnadóttir er nýr skipulags- og byggingarfulltrúi á Akranesi Björgunarsveitir fá styrki frá Isavia Hér er Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, að taka við styrknum úr hendi Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavia. Mótmæla að hvorki lögreglustjóri né sýslumaður verði á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.