Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 IsNord tónlistarhátíðin er nú hafin IsNord er borgfirsk tónlistarhá- tíð sem leggur áherslu á íslenska og norræna tónlist. Hátíðin hófst sl. mánudag en lýkur sunnudaginn 15. júní nk. Á hátíðinni eru einatt dregnar fram perlur frá íslenskum tónskáldum í bland við það besta frá Norðurlöndunum og sameig- inlegi tónlistararfur þannig gerður aðgengilegur. Jónína Erna Arnar- dóttir píanóleikar er frumkvöðull að hátíðinni og listrænn stjórnandi hennar. Meðstjórnandi er Margrét Guðjónsdóttir. Jónína Erna segir að markmið með IsNord sé að gera norræna tónlist, og sérstaklega íslenska, að- gengilegri almenningi. „Markmið hátíðarinnar er að fylgjast með því sem er að gerast hjá ungum tón- skáldum en einnig að flytja sígild verk eldri tónskálda sem mættu heyrast oftar. Hátíðin leggur einn- ig mikið upp úr að í hópi flytjenda og tónskálda séu listamenn sem eru búsettir í eða ættaðir úr Borgar- firði.“ Síðastliðinn mánudag var í Reyk- holtskirkju flutt dagskráin Tónar frá Einarsnesi. Þaðan hefur komið mjög efnilegt listafólk og mun það bjóða upp á fjölbreytta efnisskrá. Þar eru mest áberandi systurn- ar Soffía, Kristín Birna, Karítas og Sigríður Þóra Óðinsdætur en fleiri komu þó að tónleikunum. Dagskrá IsNord er að öðru leyti eftirfarandi: Laugardaginn 14. Júní kl. 16.00 í Borgarneskirkju: Trio Danois: Trio Danois er nýtt tríó, skipað hornleikaranum Pernille Karlslev og píanistunum Morten Fagerli og Jónínu Ernu Arnardóttur, það var stofnað 2013 og mun á árinu 2014 halda tónleika í Noregi, Dan- mörku, Færeyjum og Eystrasalts- löndunum. Tónleikarnir á IsNord verða Íslandsheimsókn tríósins en tónlistin er frá þessum löndum og er tilefnið að minnast þess að 200 ár eru síðan þessi lönd (fyrir utan Eystrasaltslöndin) voru undir sömu stjórn. Sunnudagurinn 15. Júní kl. 16.00 í Borgarkirkju: Nordic Affect: Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðlu- leikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari munu spila barrokk- tónlist í gömlu kirkjunni á Borg, sem hæfir tilefninu vel. mm Nordic Affect. Íþróttamót og Sumarhátíð á Teigaseli Síðastliðinn föstudag var stór dagur í leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Þá var haldið íþrótta- mót og í framhaldi af því Sum- arhátíð foreldrafélagsins. „Til okkar komu góðir gestir. Fyrr- um nemendur leikskólans opn- uðu hátíðina með söng og undir- leik en síðan voru til sýnis sjúkra- bíll, björgunarsveitarbíll, lög- reglubíll og slökkviliðsbíll. Þessar heimsóknir vöktu mikla hrifningu barnanna. Veðrið lék við mann- skapinn og áttum við góða stund saman,“ segir Guðrún Bragadótt- ir aðstoðarleikskólastjóri á Teiga- seli. mm Trio Danois. Kristín Birna og Soffía Óðinsdætur voru hluti af þeim sem fram komu í dagskránni Tónar frá Einarsnesi í Reykholtskirkju sl. mánudagskvöld.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.