Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Auglýst eftir umsóknum í Vaxtarsamning Vesturlands Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.vaxtarsamningur.is undir flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið vaxtarsamningur@vaxtarsamningur.is Umsóknir sem berast fyrir 20. júní n.k. verða teknar fyrir á næsta fundi. S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Á þjóðhátíðardaginn lýkur vetrar- starfi Dómkórsins í Reykjavík og um líkt leyti er það til siðs að kór- félagar leggi land undir fót. Að þessu sinni liggur leiðin í Borgar- fjörð þar sem sungið verður í Reyk- holtskirkju klukkan 15 laugardag- inn 14. júní. Á dagskránni verða þjóðlög og sálmar úr ýmsum áttum. Meðal þess sem kórinn syngur eru lög eftir Borgfirðinginn Ingibjörgu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu, þar af eitt við ljóð eftir nágranna henn- ar, Guðmund Böðvarsson. Dómkórinn hefur starfað í nú- verandi mynd á fjórða áratug. Auk þess að sinna kirkjusöng í Dóm- kirkjunni heldur kórinn tónleika reglulega og stendur fyrir árlegum Tónlistardögum Dómkirkjunnar á haustin. Á síðustu tónleikum kórs- ins flutti hann Carmina Burana í félagi við Kór Menntaskólans í Reykjavík en Kári Þormar dómorg- anisti stjórnar báðum kórunum um þessar mundir. Flutningurinn hlaut fjórar stjörnur af fimm mögulegum í umsögn Jónasar Sen gagnrýnanda Fréttablaðsins. Aðgangur að tón- leikunum í Reykholti er ókeypis og allir velkomnir. -fréttatilkynning Ljóst var sl. fimmtudag að starfs- fólk Grundaskóla á Akranesi varð í fyrsta sæti í dagakeppni heilsu- og hvatningarverkefnisins Hjólað í vinnuna 2014, í flokki fyrirtækja með 70 til 129 starfsmenn. Á þessu ári voru 567 vinnustaðir sem skráðu 1248 lið til leiks með 9145 liðs- menn í dagakeppni Hjólað í vinn- una. Keppnisdagar voru 15 dag- ar og sigraði það fyrirtæki þar sem hlutfall hjóladaga starfsfólks var hæst. Starfsfólk Grundaskóla var efst í sínum flokki þar sem hlutfall þess voru 8,56 dagar sem er tæplega degi lengur en það fyrirtæki sem kom næst á eftir. Er þetta í þriðja skiptið sem starfsfólk Grundaskóla endar í efsta sæti keppninnar, síðast var það árin 2011 og 2012. 487 lið voru skráð til leiks í kíló- metrakeppni og alls voru hjólaðir í báðum flokkum 734.946 kílómetr- ar eða sem nemur 548,9 hringjum í kringum landið. Við það sparað- ist um 118 tonn af útblæstri CO2, og rúmlega 70 þúsund lítrar af elds- neyti sem gerir sparnað upp á 17 milljónir króna. Brenndar voru um 46 milljónir kaloría, sé þessi vega- lengd gengin, en 24 milljónir ka- loría sé hún hjóluð, sé miðað við 80 kg mann sem annars æki á fólksbíl. jsb Nú í júnímánuði eru þrír tónlistar- menn á ferð um landið með tjald- vagn í eftirdragi og skottið fullt af hljóðfærum. Heim- sækja þeir öll dvalar- og hjúkrunarheimili á Íslandi og spila fyrir heldri borgara landsins sem þar búa, aðstand- endur þeirra og það góða fólk sem þar starf- ar. Verkefnið er fram- tak tónlistarfólksins og gefur það alla vinnu sína. „Tilgangurinn er að nota mátt tónlistarinnar til þess að sameinast, njóta og gleðjast og þannig sýna þeim þakklæti og virð- ingu í verki fyrir framlag þeirra til uppbyggingar á samfélaginu sem við búum í,“ segir Ása Berg- lind Hjálmarsdóttir ein þremenn- inganna. Hinir tveir eru Tóm- as Jónsson og Jökull Brynjarsson. Þau spila á hin ýmsu hljóðfæri og syngja. Einnig gefst tónleikagest- um tækifæri á að spreyta sig í hljóð- færaleik því þau munu eins og áður sagði verða með fullt skott af hinum ýmsu hljóðfærum. Hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra og ævintýrum á Facebook síðu sinni „nuverður - glaumur.“ Þar birta þau myndir frá hljómleik- um, náttúru og mann- lífi Íslands sem á vegi þeirra verður. facebo- ok.com/nuverdurglaumur. Tón- leikaferð þeirra um Vesturland lýk- ur í dag, miðvikudag í Silfurtúni í Búðardal klukkan 13 og Reyk- hólum klukkan 16. Næstu áfanga- staðir eru Hólmavík og Hvamms- tangi. Frá því á laugardaginn hafa þau verið á Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkis- hólmi. mm „Mér sýnist að fólk hafi gjarnan viljað fá nýtt blóð í sveitarstjórnina og er þakklát fyrir traustið. Það er alltaf spennandi að takast á við nýja hluti en ég hef ekki tekið þátt í svona verkefni áður,“ segir Valdís Gunnarsdóttir, einn þriggja nýrra aðalfulltrúa í sveitarstjórn Dala- byggðar. „Ég átti svo sem ekki von á því að ég yrði kosin þar sem ég til- kynnti framboðið ekki fyrir en dag- inn fyrir kjördaginn og mitt nafn náði því ekki inn í Dalapóstinn þar sem frambjóðendur voru kynntir. Annars finnst mér í sjálfu sér að við frambjóðendur hérna sleppum vel með að þurfa ekki að gera grein fyr- ir okkar helstu stefnumálum og fyr- ir hvað við stöndum þegar við bjóð- um okkur fram. Hér þekkir fólk mig sjálfsagt helst fyrir að vera kona Gísla dýralæknis og annar rekstrar- aðili í Leifsbúð,“ segir Valdís. Hún hefur aðeins búið í Dölunum í tæpt eitt og hálft ár, flutti í Búðardal um áramótin 2012-2013 og segja má að hún hafi þá strax fallið fyrir samfé- laginu í Dölunum. Hlynnt persónukjöri „Það er ekki minn stíll að sitja hjá og það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að gefa kost á mér í sveitar- stjórnina. Líka það að ég er hlynnt persónukjörinu. Ég hefði aldrei lagt nafn mitt við framboðslista eða stjórnmálaafl. Persónukjörið gef- ur fólki að ég held meiri möguleika að fylgja sinni sannfæringu, það þarf þá ekki að taka þátt í einhverri málamiðlun við flokkslínur. Mér sýnist að það sé að verða vinsælla að kjósa persónubundið í sveitarstjór- nir, að sé aukið kall eftir því. Samt eru náttúrlega skiptar skoðanir um þetta, hvort það eigi að vera lista- kosningar eða persónukjör. Ég varð vör við þá umræðu hérna fyrir kosningarnar,“ segir Valdís. Spurð hver verði hennar aðal- áherslumál í sveitarstjórninni seg- ir Valdís að hún sé svolítið upp- tekin af því að vel verði farið með fjármuni sveitarsjóðs, haldið vel um pyngjuna. „Hér er láglauna- svæði og tekjur sveitarfélagsins þar af leiðandi litlar. Ég er samt undr- andi á því hvað margt hefur verið gert hér og sýnist að ágætlega hafi verið staðið að málum. Það er alveg ljóst að meta þarf vel í hvað á að láta peningana og mál eins og velferðar- mál og menningarmál eru ofarlega í huga hjá mér. Síðan er líka um að gera að nýta samtakamáttinn. Íbú- arnir sjálfir geta gert heilmikið til að bæta lífsgæðin án þess að það kosti peninga, alla vega ekki mikla peninga. Jákvæð hugsun í samfé- laginu skilar miklu og margir geta látið gott af sér leið. Það má segja að það sé hin hliðin á því sem þekkt er víða, að margir hafa uppi kröfur um þetta og heitt en vilja svo ekki taka þátt í samfélagslegum verkefn- um,“ segir Valdís Gunnarsdóttir. þá „Ekki minn stíll að sitja hjá“ Spjallað við Valdísi Gunnarsdóttur nýjan sveitarstjórnarfulltrúa í Dalabyggð Valdís Gunnarsdóttir einn þriggja nýrra fulltrúa í sveitarstjórn Dalabyggðar. Starfsfólk Grundaskóla eftir sigurinn 2012. Grundaskóli efstur í sínum flokki í Hjólað í vinnuna Frá æfingu kórsins á Carmina Burana í Langholtskirkju. Ljósm. Telma Rós Sigfúsdóttir. Dómkórinn syngur í Reykholti Heimsækja öll dvalarheimili landsins og gleðja íbúa Þríeykið Tómas Jónsson, Jökull Brynjarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Ljósm: Sjálfsmynd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.