Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali SKES S U H O R N 2 01 4 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali „Þessi byrjun í Norðurá lofar sann- arlega góðu með sumarið. Fiskur- inn er greinilega mættur og bú- inn að dreifa sér töluvert um ána,“ sagði Einar Sigfússon eftir að búið var að opna Norðurá síðastliðinn fimmtudag. Þangað var m.a. boð- ið Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í kynningarskyni. Veiðin fór vel af stað. Fyrstu laxarnir fóru að ber- ast á land hver af öðrum. Fjármála- ráðherrann veiddi fisk númer tvö fljótlega á áttunda tímanum. Þetta var ævintýri, en til þess var einmitt leikurinn gerður. Norðurá hafði á mánudaginn gefið yfir 20 laxa og fiskurinn kemur vel haldinn úr sjó. „Allar aðstæður eru mjög góð- ar við ána þessa dagana og fiskur- inn er að mæta. Hann er vel hald- inn, feitur og fallegur,“ sagði Einar Sigfússon og bætti því við að lax- inn væri líka kominn í Haffjarðar- ána þar sem hann ræður ríkjum. Fiskur hefur víða sést Lax hefur nú sést í flestum ánum á Vesturlandi. Má þar nefna Haf- fjarðará, Álftá, Langá, Gljúfurá, Straumana, Brennuna, Hauka- dalsá, Laxá í Dölum, Þverá, Flóka- dalsá, Andakílsá og Laxá í Leir- ársveit. „Það eru komnir laxar í Grímsá og Laxá í Kjós, fiskurinn er snemma á ferðinni í ár,“ sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa og bætti við: „Mér líst vel á tíma- bilið sem í hönd fer. Veiðin gæti orðið verulega góð í sumar,“sagði hann. Þegar kíkt var í Grímsá í vikubyrjun var laxinn mættur í Laxfossinn. Tveir laxar og örugg- lega fleiri á leiðinni. Landaði tveimur en missti einn „Þetta var meiriháttar gam- an. Þetta er annar fiskurinn sem ég veiði núna og svo slapp ann- ar áðan,“ sagði Anna K Sigþórs- dóttir sem var að var landa fimmta laxi sumarins úr Norðurá þeg- ar okkur bar að garði á fimmtu- daginn. „Þessum verður sleppt,“ sagði Anna og var hress með veið- ina. Fiskurinn tók skemmtilega og þetta voru átök. Næsta veiðiá sem opnuð verður er Þverá núna á fimmtudaginn og verður spennandi að sjá hverning veiðin byrjar þar. Kjarará verður síðan opnuð á sunnudaginn. Alltaf bjartsýnn á sumarið Meðal þeirra sem opnaðu Norð- urá var Jón G. Baldvinsson fyrr- verandi formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur. Á annarri stöng á sama svæði var annar fyrr- verandi formaður félagsins, Frið- rik Þ. Stefánsson. Tveir þunga- viktarmenn á sama svæði og þeir reyndu og reyndu. „Það er allt- af gaman að vera við opnunina,“ sagði Jón glaður í bragði og hélt áfram að kasta flugunni. „Mér líst vel á sumarið. Það er ekki hægt annað þegar komið er fram á þennan tíma sumars. Ég verð eitthvað að gæta [leiðsegja] hérna í sumar eins og síðustu ár,“ sagði Jón. Fiskurinn tók ekki hjá hon- um meðan við stöldruðum við á bakkanum. Á móti kastaði Frið- rik og sagði að veiðin hefði dottið niður þegar „Benderinn“ mætti á staðinn. Hann kastaði þó flugunni fimlega eins og Jón. Veiðitíminn var rétt að byrja og þeir báðir viss- ir um að veiða nokkra laxa í sumar. Benderinn lét sig hverfa. Hraunfjöðurinn allur að koma til „Einu fréttirnar sem ég hef að vest- an er lítil veiði um helgina, en aftur á móti er mikill fiskur að sýna sig í Hraunsfirðinum,“ sagði Ingimundur Bergsson, er við spurðum um veiði- fréttir af silungi á mánudaginn. Mik- ið af bleikju er í Hraunsfirði en hún er dyntótt og tekur misvel. Einnig er talsvert af flundru í lóninu, sem að sjálfsögðu er slæmt. Veiðimenn hafa verið duglegir að sækja í Hrauns- fjörðinn. Næstu tvær vikurnar gætu verið góðar en svo má segja að það komi smá pása í bleikjuveiðina þang- að til í júlí þegar hún fer að mæta aft- ur upp í lón til að undirbúa hrygn- ingu. Í kringum verslunarmanna- helgina er yfirleitt allt komið á fullt. Erfitt getur verið að finna réttu flug- una hverju sinni en þegar menn finna hana er gaman. Örn Hjálmarsson fór á kostum á sunnudaginn í Hrauns- firðinum og veiddi nokkrar bleikjur. Þær stærstu voru 5 pund. Hann var að veiða þessa fiska á flugur númer 14 - og bleikjan tók grimmt. Margir hafa sótt í Hítarvatn í vor og hefur verið ágætisveiði samkvæmt heimildum þaðan. Frekar rólegt var þó í veiðinni um helgina enda veðrið óþarflega gott þegar veiði er annars vegar. Margir voru þó að reyna. Það er fallegt í Hraunsfirðunum og fiskurinn farinn að taka. Ljósm. ib. Byrjunin lofar góðu fyrir sumarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Einar Sigfússon og Bjarni Benediktsson við opnun Norðurár sl. fimmtudagsmorgun. Tíu punda hrygnu fjármálaráðherrans var sleppt á ný. Kíkt eftir laxi í Grímsá þar sem laxinn er mættur. Jón G.Baldvinsson er bjartsýnn á veiðina í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.