Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 11.06.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Skagamenn lyftu sér upp töfluna í hóp efstu liða í 1. deildinni þegar þeir sigruðu HK 2:0 sl. föstudags- kvöld á Akranesvelli. Heimamenn voru mun betra liðið í fyrri hálf- leiknum og nær allsráðandi á vellin- um. Afgerandi færi skorti þó í sókn- inni, en mikið um hálffæri inn í teig HK manna. Mesta hættan skapað- ist í aukaspyrnum sem Skagamenn fengu rétt við teiginn. Upp úr einni þeirra skallaði Arnar Már Guðjóns- son boltann í fallegum boga yfir markvörð HK og í markið. Þetta gerðist á 37. mínútu og var eina mark fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var jafn- ari en það sama upp á teningnum og í fyrri hálfleiknum, lítið um al- vöru færi. Skagamenn gerðu svo út um leikinn á 76. mínútu. Eft- ir nokkra pressu á mark HK fékk Þórður Þorsteinn Þórðarson bolt- ann rétt við markteiginn og sendi hann snyrtilega á milli fóta mark- varðar HK og í markið. Þórður var þá nýkominn inn í stað Jóns Vil- helms Ákasonar. Undir lokin voru það gestirnir sem sóttu meira en ÍA lagði meira upp úr að halda fengn- um hlut og tókst það. Skagamenn eru þá komnir með 9 stig í 4. sæti deildarinnar. Næsti leikur þeirra í 1. deildinni verður gegn Tinda- stóli á Sauðárkróki laugardaginn 14. júní. þá Knattspyrnuliðið Kári á Akra- nesi fékk Álftnesinga í heimsókn á Akranesvöll sl. laugardag í a-riðli 4. deildar. Um hörkuviðureign var að ræða en þessi lið eru bæði tal- in líkleg til sigurs í riðlinum. Mik- ið var skorað í leiknum og lokatölur urðu 4:4 jafntefli. Káramenn kom- ust yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu og jafnt var í hálfleik. Það voru síðan Álftnesingar sem byrj- uðu að skora í seinni hálfleiknum og höfðu frumkvæðið í markaskor- uninni en Káramenn jöfnuðu jafn- harðan. Þeir mættu þó ekki vera seinni til að breyta stöðunni úr 3:4 í 4:4 en það gerði Marinó Hilmar Ásgeirsson á 90. mínútu leiksins. Bakir Anwar Nassar skoraði tvö fyrstu mörk Kára og Dagur Alex- andersson þriðja markið. Kári er í efsta sæti eftir þrjá umferðir með 7 stig ásamt Herði frá Ísafirði en Álftanes kemur þar á eftir með 4 stig eftir tvo leiki. þá Skagakonur náðu sínum besta leik í Pepsídeild kvenna í sumar þeg- ar þær fengu Þór/KA í heimsókn á Akranesvöll í fimmtu umferð deild- arinnar sl. mánudag. Þrátt fyrir það unnu gestirnir 3:2 sigur en Skaga- konur sóttu stíft síðasta stundar- fjórðunginn í leiknum og voru ekki langt frá því að jafna. Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á sjöundu mínútu. Skagakonur létu mótlætið ekki á sig fá og Ingunn Dögg Eiríksdóttir jafnaði sjö mín- útum síðar. Eftir það var nokkuð jafnræði með liðunum en þegar líða tók á hálfleikinn gerðust gestirnir aðgangsharðir upp við Skagamark- ið og skoruðu þá tvívegis. Staðan í hálfleik var því 3:1 fyrir Þór/KA. Gestirnir voru áfram sterkari að- ilinn fram eftir seinni hálfleiknum, en Skagakonur engu að síður bar- áttuglaðar og til alls líklegar. Á 75. mínútu pressuðu þær stíft og mis- heppnað úthlaup markvarðar Þór/ KA varð til þess að Ingunn Dögg Eiríksdóttir fékk boltann fyrir opnu marki og brást ekki bogalistin frek- ar en í fyrri hálfleiknum. Staðan þar með orðin 2:3 og heimakonur eygðu von um að jafna metin. Þrátt fyrir mikla baráttu og góða sóknar- tilburði allt til enda leiks tókst þeim það ekki og niðurstaðan því naumt tap. ÍA er því enn án stiga í Pepsí- deild kvenna og á botnum ásamt Aftureldingu. Þessi lið mætast ein- mitt í næstu umferð á Varmá í Mos- fellsbæ þriðjudagskvöldið 24. júní. þá Knattspyrnumennirnir Andri Adolphsson og Einar Logi Einars- son, leikmenn ÍA, gætu verið á leið til Bandaríkjanna í ágúst til háskóla- náms jafnframt því að spila í þar- lendum liðum. Nú þegar hafa þeir félagar fengið loforð frá skólum um styrki upp á 30 þúsund dollara, eða um 3,4 milljónir króna á ári, og á sú upphæð að duga fyrir skólagjöld- um og bókum. Báðir stefna þeir á að stunda nám í Suður-Karólínu- fylki en þó í sitthvorum skólanum. Einar hefur verið samþykktur til náms í Coastal Carolina University og hyggst hann stunda þar nám í iðnaðarverkfræði ásamt því að spila fótbolta fyrir lið skólans. Andri hef- ur fengið inngöngu í Clemson Uni- versity þar sem hann hyggst leggja stund á viðskiptafræðinám og spila fyrir fótboltalið skólans. Þó skólarnir séu í sama fylki munu Einar og Andri þó ekki spila í sömu deild. Lið Andra, Clem- son Tigers, spilar í deild sem kall- ast Atlantic Coast Conference á meðan Einar mun spila í deild sem kallast Big South Conference með sínu liði, Coastal Carolina Chan- ticleers. Stefna þeir félagar á að fara til Bandríkjanna í byrjun ágústmán- aðar og hefja þar nám skömmu síð- ar. Enn á þó eftir að ganga frá ýms- um tækilegum atriðum en í samtali við blaðamann Skessuhorns sögðu þeir Andri og Einar að allar líkur væru á að þeir verði farnir úr her- búðum Skagamanna í ágúst. jsb Bæði ÍA og Víking- ar féllu úr leik í Borg- unarbikar kvenna þeg- ar leikið var í 16-liða úr- slitum sl. föstudagskvöld. Víkingar fengu Íslandsmeistara Stjörnunn- ar í heimsókn í Ólafsvík og töpuðu 0:3. Skagakonur fóru á Selfoss og töpuðu fyrir heimakonum þar 0:2. Öll Vesturlandsliðin eru þar með úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið, bæði í kvenna- og karlaflokki. þá Víkingur frá Ólafsvík komst í ann- að sæti fyrstu deildar karla í knatt- spyrnu eftir góðan sigur á Þrótti R á mánudagskvöldið. Leikið var á Ólafsvíkurvelli en bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum að halda til að halda sér í toppbaráttu deildar- innar. Heimamenn byrjuðu leik- inn af krafti og á 16. mínútu kom Alejandro Abarca Lopez þeim yfir. Sú forysta entist ekki lengi þar sem gestirnir frá Reykjavík jöfn- uðu metin aðeins fjórum mínútum síðar. Þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik. Seinni hálfleikur var heldur tíð- indalítill framan af. Bæði lið áttu sín færi en lítil hætta var á ferð í þeim flestum. Heimamenn gáfust þó ekki upp og þegar tíu mínút- ur voru eftir af leiknum sóttu þeir stíft að marki Þróttara. Á 83. mín- útu dró svo til tíðinda þegar Alfreð Már Hjaltalín skoraði fyrir Víking og kom þeim yfir á ný. Eftir mark- ið reyndu Þróttarar hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og heimamenn unnu góðan sigur á erfiðum andstæðingi. Eftir sigurinn eru Víkingsmenn komnir í annað sæti 1. deildarinnar, aðeins stigi á eftir Leikni R sem er í efsta sæti. Víkingur mætti liði Grindavíkur og vann sannkallaðan 0-1 baráttu- sigur suður með sjó sl. fimmtudag. Það var Eyþór Helgi Birgisson sem skoraði eina mark leiksins. Næsti leikur Víkings Ó. verð- ur gegn HK þegar liðin mætast í Kórnum í Kópavogi laugardaginn 14. júní og hefst sá leikur klukkan 14:00. jsb/ Ljósm. Alfons Finnsson. Jafntefli Káramanna gegn Álftanesi Skagakonur sóttu stíft og voru nálægt því að jafna undir lokin. Naumt tap Skagakvenna fyrir Þór/KA Einar Logi Einarsson. Tveir úr karlaliði ÍA fá styrk frá bandarískum háskólum Andri Adolphsson. Vesturlandsliðin úr leik í Borgunarbikarnum Þórður Þorsteinn sem skoraði seinna markið var skeinuhættur upp við mark HK. Góður sigur Skagamanna á HK Fyrra mark Skagamanna í leiknum. Alfreð Már Hjaltalín var kosinn leikmaður Víkings af stuðnings- mönnum félagsins og hlaut að launum kvöldverð fyrir tvo á Hótel Hellissandi. Með Alfreð á myndinni er Oddur Brynjarsson stjórnarmaður í Víkingasveitinni. Víkingur í toppbaráttu fyrstu deildar Víkingsfélagar fagna marki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.