Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 17. árg. 17. júní 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Síðastliðinn laugardag fór hið ár­ lega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram í 25. skipti. Alls tóku um fimmtán þúsund konur þátt í hlaupinu að þessu sinni sem er svipuð þátttaka og hefur verið á undanförum árum. Hér á Vesturlandi var hlaupið á ellefu stöðum og var þátttaka al­ mennt prýðileg. Kvennahlaupið er nú sem fyrr einn stærsti íþróttavið­ burður ársins. Hátíðardagskrá var á mörgum hlaupastöðum og víða var frítt í sundlaugar fyrir þátttakend­ ur að loknu hlaupi. Engin tímataka er í Kvennahlaupinu en hefð hef­ ur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram. Meðfylgjandi mynd var tekin við upphaf og endi Kvenna­ hlaupsins á Akranesi. mm Norðurálsmótið, eitt stærsta polla­ mót landsins í knattspyrnu, fer fram á Akranesi um næstu helgi. Af því tilefni fylgir 16 síðna sérblað með Skessu­ horni í dag til­ einkað mótinu. Blaðinu verður dreift til gest­ anna á Akra­ nesi, en áætl­ að er að um fjögur til fimm þúsund manns bætist við íbúafjöldann þessa þrjá daga sem mótið stendur yfir. Í sérblaðinu er að finna praktísk­ ar upplýsingar fyrir mótsgesti, rætt við forsvarsmenn mótsins og þjálf­ ara í Knattspyrnufélagi ÍA. Einnig er rætt við Sigurð Jónsson knattspyrnu­ kappa sem kominn er heim og byrj­ aður að starfa fyrir sitt gamla uppeld­ isfélag. mm Síðustu tvær vikur hafa staðið yfir kynbótasýningar á Miðfossum í Borgarfirði. Mikill fjöldi hrossa, flest af Vesturlandi, var skráður til sýningar. Greinilegt er að knapar sækjast eftir að leiða hross til dóms á Miðfossum, enda aðstæður mjög góðar bæði fyrir hross og knapa. Í fyrri vikunni voru alls sýnd 110 hross. Efsti stóðhesturinn eftir fyrri vikuna var Straumur frá Skrúð með 8,41 í aðaleinkunn en hæsta dæmda hryssan var Gleði frá Kaldbak með 8,45. Í seinni vikunni voru sýnd 165 hross. Efstu hross eftir þá viku voru Skaginn frá Skipaskaga með 8,45 í aðaleinkunn og hæst dæmda hryssan var Terna frá Auðs­ holtshjáleigu með 8,51 í aðal­ einkunn. Úrtaka hestamannafélaganna á Vesturlandi fyrir Landsmót hesta­ manna á Hellu fór fram sl. laugar­ dag í Borgarnesi. Lesa má um úr­ slitin í Skessuhorni í dag. iss Lýðveldið Ísland á sjötíu ára afmæli í dag, 17. júní. Skessuhorn óskar landsmönnum til hamingju með daginn. Meðfylgjandi mynd er frá Þingvöllum. Ljósm. mm. Sérblað um Norðurálsmót Kvennahlaupið á ellefu stöðum á Vesturlandi Byr frá Borgarnesi var í hópi hrossa sem vöktu töluverða athygli. Byr er fimm vetra jarpvindóttur og hlaut 8,27 í aðaleinkunn. Knapi er Jakob S Sigurðsson. Vinsælt að mæta með hross á kynbótasýningar á Miðfossum S K Ó L A B R A U T 3 7

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.