Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Þorkell Már Einarsson hlaut við­ urkenningu fyrir bestu lokaein­ kunn við brautskráningu nemenda við Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fór föstudaginn 6. júní. Þor­ kell lauk námi á náttúrufræðibraut við MB með lokaeinkunnina 9,3 og hlýtur því nafnbótina „dux scolae“ eða dúx skólans þetta árið. Þorkell segir að það sé fyrst og fremst mikil vinna sem skili góðum námsárangri. „Ég er búinn að leggja mikla vinnu í námið og það er að skila þessum árangri held ég. Ég er allavega ekki með neina sérstaka lærdómsaðferð, ekki nema bara að vinna verkefni tímalega og gera þau samviskusam­ lega.“ Keppti í stærðfræði og dæmir í körfubolta Þorkell keppti fyrir hönd MB í stærðfræðikeppni framhaldskól­ anna öll árin sem hann stundaði nám við skólann og segir hann að þær hafi verið mikil og skemmtileg upplifun. „Ég keppti öll árin mín í MB í stærðfræðikeppninni. Sú sem ég keppti í á nýliðnu skólaári er þó í mesta uppáhaldi hjá mér en þá komst ég alla leið í úrslit. Þess­ ar keppnir voru algjört brjálæði og oft var ég að læra í átta klukkutíma á dag til að undirbúa mig.“ Þrátt fyrir að keppnirnar hafi verið tíma­ frekar náði Þorkell þó alltaf að læra heima. „Ég náði alveg að læra allt sem ég þurfti á þessum tíma. Þetta snýst bara um að skipuleggja sig vel og nýta þann tíma sem gefst,“ segir Þorkell sem á sér einnig áhugamál sem hann leggur töluverðan metn­ að í. „Ég hef verið að dæma mik­ ið í körfuboltanum og það má segja að það sé svona mitt aðal áhuga­ mál, allavega tekur það mestan frí­ tímann hjá mér. Ég hef einnig gam­ an af stangveiði og golfi en það eru svona áhugamálin sem ég stunda helst yfir sumartímann.“ Stefnir á jarðeðlisfræði í haust Þorkell er nú staddur erlend­ is ásamt öðrum útskriftarnemum MB. Í sumar mun Þorkell fara að vinna í sinni heimabyggð áður en hann heldur til náms í Reykjavík í haust. „Ég er núna staddur á Beni­ dorm í útskriftarferð en eftir hana fer ég að vinna á í bókhaldinu hjá Kræsingum í Borgarnesi. Í haust ætla ég mér svo að læra jarðeðlis­ fræði við Háskóla Íslands.“ Þor­ kell stefnir á enn meira nám í fram­ tíðinni og segist jafnvel geta hugs­ að sér að verða kennari. „Ég stefni á að fara beint í framhaldsnám að grunnnámi loknu og jafnvel að taka kennsluréttindi svo ég geti kennt en ég held að það gæti orðið gam­ an að prófa það,“ segir Þorkell að lokum. jsb Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstand­ andi ári og verður 5.396 milljarð­ ar króna samkvæmt nýju fasteigna­ mati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti sl. þriðjudag. Þar af eru íbúðaeignir metnar á 3.540 millj­ arða króna. Nýtt fasteignamat mið­ ast við verðlag fasteigna í febrú­ ar 2014. Matið hækkar á 91,7% eigna en lækkar á 8,3% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið hækkar mun meira á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Þannig hækka sérbýli um 6% í höfuðborginni en 3,5% utan hennar og fjölbýli í borginni um 11,2% og 3,1% utan höfuð­ borgarsvæðis. Fasteignamat á at­ vinnuhúsæði hækkar um 14,1% í borginni milli ára en um 8,9% utan hennar. Á landinu öllu hækkar fast­ eignamat á sérbýli að meðaltali um 5,2%, á fjölbýli um 10,2% og á at­ vinnuhúsnæði um 12,1%. Matið á frístundahúsnæði hækkar minnst eða um 3,3%. Heildarfasteignamat á höfuð­ borgarsvæðinu hækkar um 9,1%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,6%, um 3,9% á Vesturlandi, 3,7% á Vestfjörðum, 5,1% á Norð­ urlandi vestra, 6,2% á Norðurlandi eystra, 3,3% á Austurlandi og 4,2% á Suðurlandi. Fasteignamat á land­ inu hækkar mest í Borgarfjarðar­ hreppi eða um 14,3% og um 13,6% í Tálknarfjarðarhreppi en lækk­ ar hins vegar um 2,1% í Vogum og um 0,2% í Ísafjarðabæ. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu er að jafnaði mest miðsvæðis. Fasteignamatið byggir á upplýs­ ingum úr þinglýstum kaupsamn­ ingum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Upplýsingum um fasteignamatið verður miðlað með sama hætti og undanfarin ár. Eigendur fasteigna geta nálgast mat á eignum sínum á upplýsinga­ og þjónustuveitunni www.island.is. Til þess þarf raf­ ræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Ís­ lands, sem auðvelt er að sækja um sé hann ekki tiltækur. þá Fyrr á þessu ári voru kynntar hér í Skessuhorni framsæknar hug­ myndir Ketils Björnssonar flug­ virkja á Akranesi um gerð risa þrí­ víddarlíkans af Íslandi. Líkan­ ið mun ná yfir eins hektara svæði, eða nokkru stærra en knattspyrnu­ völlur, og verða valinn staður í yf­ irbyggðri fyrrum sandþró við Sem­ entsverksmiðjuna á Akranesi. Hug­ myndir Ketils byggja á því að fram­ leiða með frauðefni og lituðu yf­ irlagi líkan af Íslandi í hlutföllun­ um 1:4000 þar sem hægt verður að ganga meðfram landinu, inn í flóa og firði og upp á land til að skoða það í raunhlutföllum. Ferðamenn sem til landsins kæmu gætu þann­ ig til dæmis í upphafi ferðar skoðað líkanið og ákveðið þar hvert ferð­ inni skuli heitið. Rennandi vatn í fossum, gufa og gjósandi hverir munu síðan gera upplifunina sem allra raunverulegasta. Hugmyndir Ketils eru gríðarlega stórtækar en ef af þeim verður mun hér á landi verða sett upp stærsta líkan slíkrar gerðar í heiminum. Fjármögnun lokið um áramót „Vegna mikils áhuga sem verk­ efninu hefur verið sýnt, er nauð­ synlegt að koma á framfæri upplýs­ ingum um hvar það er statt,“ seg­ ir Ketill í samtali við Skessuhorn. „Vinna við undirbúning er í full­ um gangi og mikilvæg markmið hafa nú þegar náðst. Til dæmis hef­ ur verið undirrituð viljayfirlýsing af hálfu Akraneskaupstaðar um sam­ starf, viðræður við aðra tilvonandi samstarfsaðila ganga vel, vinna við sjálfstæða markaðsrannsókn fyr­ ir verkefnið er í gangi og verður kláruð í sumar. Þá eru Landmæl­ ingar Íslands að vinna gögn, svo sem hæðarmyndir og loftmyndir af hluta Akrafjalls, sem send verða út til líkanaframleiðandans í Banda­ ríkjunum. Gögnin verða notuð til að framleiða fyrir okkur sýnishorn í réttum skala (1:4000) sem við fáum afhent í lok júlí næstkomandi. Með því erum við að ganga úr skugga um að þau gögn sem aðgengileg eru hér á landi til að byggja líkana­ gerðina á séu nægjanleg til að hægt verði að hrinda verkefninu í fram­ kvæmd,“ segir Ketill. Hann bætir við að vonir standi til að seinnipart sumars eða snemma á haustdög­ um verði kostnaðar­ og viðskipta­ áætlun fyrir verkefnið tilbúin. „Þá verður hægt að fara af stað í fjár­ mögnunarvinnu og stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið fyrir næstu áramót.“ Yrði þriðja stoðin „Ég hafði lengi velt fyrir mér hvað hægt er að gera til að draga ferða­ menn til Akraness. Ég fékk þessa hugmynd fyrir rúmlega ári og hefur hún bara orðið áhugaverð­ ari eftir því sem ég hef meira unn­ ið í henni og rætt hana við fleiri. Okkur vantar tilfinnanlega fleira ferðafólk í bæinn. Þá er ég að tala um gegnumstreymis gesti sem búa til það skemmtilega yfirbragð sem einkennir bæjarfélög þar sem mik­ ið er um ferðafólk. Það er að mínu mati ekki eðlilegt að 6.500 manna samfélag geti ekki haldið skamm­ laust úti einu kaffihúsi eða meira en tveimur veitingahúsum.“ Ketill segir að líkanið gæti ef vel tekst til orðið þriðja stóra stoðin í dagsferðum ferðaþjónustuaðila út frá Reykjavík, á eftir Bláa Lón­ inu og Gullna hringnum. „Eftir samtöl við fjölda fólks sem stend­ ur að dagsferðunum kemur fram að það bráðvantar nýja áfanga­ staði út frá Reykjavík og hent­ ar Akranes einstaklega vel fyr­ ir slíkar ferðir vegna fjarlægðar­ innar. Þá styður verkefnið gríð­ arlega vel við afþreyingarmögu­ leika fyrir ferðamenn yfir vetrar­ tímann, þar sem hægt verður að koma með gesti hingað hvernig sem viðrar og hvort sem er dags­ birta eða myrkur.“ Risastórt púsluspil Tæknilega verður líkan af þess­ ari stærð fræst út í svokölluðum CNC fræsara í einingum sem eru 2x4 metrar og yfirborðið síðan lit­ að í þrívíddar litaprentara. „Það er gert úr mjög þéttu frauðefni, po­ lyurethane foam, og svo er þessu púslað saman eins og risastóru púsluspili þar til allir kubbarnir falla á sinn stað. Útkoman verð­ ur nákvæm eftirlíking af Íslandi í sumarlitunum,“ segir Ketill. Hæð á hæstu fjöllum verður í réttum hlutföllum og í á að giska mitt­ ishæð, en hæð er venjulega ýkt á svona kortum um allt að þrefalt eða fjórfalt. Mikil atvinnusköpun Áætlanir gera ráð fyrir 150.000 gestum á fyrsta rekstrarári líkans­ ins og að fjöldinn verði orðinn allt að 300.000 á þriðja eða fjórða ári. Kostnaður við verkefnið er áætl­ aður um hálfur annar milljarður. Líkanið gæti skapað allt að 30­40 störf á ársgrundvelli, auk fjölda afleiddra starfa sem reikna má með að verði til bæði á Akranesi og víðar um Vesturland, þar sem verkefnið myndi auðvelda teng­ ingar við aðra afþreyingu í Borg­ arfirði og Snæfellsnesi. „Verði hugmyndin að veruleika skapar þessi straumur fólks til Akraness grundvöll fyrir svo margt annað sem hægt yrði að gera í kjölfarið. Opnast þá möguleikar fyrir fram­ takssama einstaklinga eða fyrir­ tæki að framkvæma hugmynd­ ir sínar með tilheyrandi fjölgun starfa á svæðinu.“ mm Byggingaframkvæmdir í Ólafsvík. Ljósm. úr safni: AF. Fasteignamat í landinu hækkar um tæp átta prósent Þorkell Már Einarsson var með 9,3 í lokaeinkunn. Hann sést hér hæstánægður drekkhlaðinn verðlaunum sem hann fékk við brautskráningu nemenda MB. Dugnaður er besta lærdómsaðferðin Undirbúningur verkefnisins um þrívíddarlíkanið í fullum gangi Tölvugerð mynd af gestum að skoða líkanið. Hugmyndir Ketils Björnssonar eru stórhuga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.