Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 18
18 - Norð ur áls mót ið Írskir dagar á Akranesi Írskir dagar eru fjölskyldu­ og menningarhátíð sem árlega er haldin á Akranesi í júlíbyrjun. Þetta árið stendur hátíðin frá 3. til 6. júlí. Akurnesingar sækja sína menningararfleifð til Írlands enda námu Bresasynir hinir írsku hér land og írsk örnefni eru áberandi á Akranesi og í næstu sveitum. Mikil þátttaka hefur verið á þessari bæjarhátíð á liðnum árum og talið að allt að 15.000 manns hafi verið á Akranesi þegar mest hefur verið. Mikið er um að vera frá morgni til kvölds þá daga sem hátíðin stendur og má þar nefna sem dæmi keppnina um rauðhærðasta Íslend­ inginn, götugrill og hið margfræga Lopapeysuball. jsb Tvö golfmót Norðuráls á Garðavelli Það er ekki einungis fótbolta­ mót sem haldið verður í nafni Norðuráls hér í bænum um helgina. Golfklúbburinn Leynir á Akranesi mun einnig halda tvö opin golfmót á laugardaginn á Garðavelli. Annars vegar fer fram Texas Scramble­mót Norður­ áls um morguninn og hins vegar Miðnæturmót Norðuráls um kvöldið. Ræst verður út í Texas Scramble­mótinu frá klukkan 8 um morguninn til klukkan 13. Í Miðnæturmótinu verður ræst út af öllum teigum kl. 20 og á því að vera lokið um kl. 00:30. Leik­ fyrirkomulag í Miðnæturmótinu er punktakeppni og hámarksfor­ gjöf að venju 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Keppt verður í tveimur flokkur, undir og yfir 10 í forgjöf. Vegleg verðlaun verða í boði. Skráning í mótin fer fram á www.golf.is. jsb

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.