Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 22
22 - Norð ur áls mót ið Yfirþjálfari og þar með yfirmaður yngri flokka starfs í knattspyrnunni hjá ÍA er Jón Þór Hauksson. Jón Þór var ráðinn í starfið síðla sumars í fyrra, en hann hafði þá þjálfað hjá félaginu í nokkur ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar hjá meistaraflokki og síðan að þjálfun 3. aldursflokks og 2. flokks með ágætum árangri. Jón Þór var á árum áður efnilegur knattspyrnumaður og spilaði m.a. í yngri landsliðum Íslands bæði undir 17 og 19 ára. Þrálát meiðsli urðu til þess að meistaraflokks­ ferillinn hjá ÍA var stuttur og hann neyddist til að leggja skóna á hilluna eftir að hafa ítrekað reynt að vinna bug á liðbandameiðslum bæði í öxlum og fótum, en Jón Þór segist líklega hafa farið 20­ 30 sinnum úr axlarlið á ferlinum. „Þetta var erfitt bæði líkamlega og andlega og ég átti kannski að hætta fyrr eða a.m.k. fá einhverja andlega aðstoð í þessari baráttu minni. Þetta var mikið áfall á þessum aldri. En þetta var bara það skemmtilegt að vera í fótboltanum og vinirnir eru margir úr hópnum sem var í boltanum á sínum tíma. Minningarnar eru margar og m.a. var ég í hópnum sem varð Íslands­ meistarar sællar minningar 2001,“ segir Jón Þór. Byrjaði hjá Guðjóni Spurður um hvenær Jón Þór snéri sér að þjálfun, segir hann að það megi rekja til þess þegar Guðjón Þórðarson var ráðinn þjálfari meistaraflokks haustið 2007. „Þá fannst honum hópurinn vera fullungur sem hann var með og vildi sjálfsagt sjá fleiri punghár í sturtunni,“ segir Jón Þór og hlær. „Allavega hafði hann samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga að mæta á æfingar og vera með. Ég vissi að ég væri ekki að keppa um stöðu í liðinu en vildi gjarnan styrkja hópinn, þannig að ég fór að æfa með. Ári seinna gerðist það svo að Róbert Magnússon sem verið hafði aðstoðarþjálfari hætti. Þá bauðst mér að gerast aðstoðarþjálfari Guðjóns og ég var ekki lengi að taka því boði, enda frábært að byrja þjálfaraferilinn undir handleiðslu jafn hæfs þjálfara og Guðjóns. En Skagaliðinu gekk ekki vel á þessum tíma og Guðjón var látinn fara og ég með. Þórður Þórðarson sem þá var yfirþjálfari bauð mér þá um haustið að taka við þriðja flokknum sem ég var með í eitt ár áður en ég tók við 2. flokki. Það var mjög skemmtilegt að þjálfa þessa flokka, ekki síst 2. flokkinn þar sem voru margir mjög áhugasamir strákar og tilbúnir að leggja mikið á sig. Þetta voru samt strákar sem höfðu ekki verið að vinna mikið af titlum eða spilað með yngri landsliðunum. Ár­ angurinn lét samt ekki á sér standa og við vorum með betri liðunum, spiluðum meðal annars úrslita­ leik í Bikarkeppni 2. flokks gegn Stjörnunni hér á Akranesvelli. Töpuðum þeim leik reyndar 1:2.“ Mikil skipulagvinna Jón Þór segir að mesti hvatinn fyrir sig að taka við yfirþjálfara­ starfinu í fyrra hafi verið hversu góðum mannskap ÍA hefur yfir að ráða við þjálfun. „Það er gríðarlega góður flokkur þjálfara hjá okkur og ég þekkti til allra þjálfaranna. Það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að taka starfið að mér, auk þess er afar vandað fólk sem vinnur með mér á skrifstofu félagsins,“ segir Jón Þór. Spurður um í hverju starf yfirþjálfara felist, segir hann að starfið sé í raun mjög víðfeðmt og ekki auðvelt að ramma það inn. „Ég á að hafa hönd í bagga með að við störfum eins faglega og frekast er kostur. Þetta er skipulagsvinna, fylgjast með þjálfuninni og sjá til þess að aðbúnaður þjálfaranna sé sem bestur. Bera ábyrgð á faglegri uppbyggingu knattspyrnustarfs félagsins. Í þessu starfi er að mörgu að hyggja, því hef ég komist að þetta ár og að við þurfum að vanda okkur í skipulaginu til að komast yfir það allra nauðsynlegasta,“ segir Jón Þór. Um 600 iðkendur Jón Þór segir að áhugi fyrir knatt­ spyrnu á Akranesi hafi aukist síðustu árin og iðkendafjöldinn sé nú um 600. Aukningin hafi m.a. komið fram í því að á síðasta ári voru í fyrsta sinn send tvö lið til keppni í 2. flokki á Íslandsmóti. „Þetta sýnir að okkur er að takast að halda börnum og unglingum lengur í íþróttinni, minnka brott­ fallið. Norðurálsmótið er líka gríð­ arlega mikilvægur þáttur í starfinu hjá okkur og einnig góð auglýsing fyrir félagið og bæinn. Bæjarbúar og ekki síst foreldrar barnanna eiga stóran þátt í hversu glæsilega hefur tekist til með framkvæmd mótsins. Við stefnum ótrauð að því að Akranes verði áfram fótboltabær og við komumst á þann stall sem við vorum um árabil. Við þurfum að vera þolinmóð og það getur tekið einhvern tíma að ná því takmarki, en dagurinn í dag skiptir samt mestu máli,“ sagði Jón Þór Hauksson að endingu. þá Ætlum að komast upp á stallinn aftur Jón Þór Hauksson er yfirþjálfari í knattspyrnunni hjá ÍA Jón Þór Hauksson. Svipmyndir frá fyrri mótum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.