Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 26
26 - Norð ur áls mót ið Einn af þeim yngstu sem spilað hefur í efstu deild á Íslandi Sigurður Jónsson knattspyrnumaður segir frá fótboltauppeldinu á Akranesi og stiklar á stóru í ferlinum „Fyrir ungt fólk sem ætlar að ná langt í fótbolta er aðalatriðið að vera alltaf í fótbolta. Það er ekki nóg að stunda skipulagðar æfingar heldur þurfa krakkar að æfa sig einsömul og nokkur saman. Ég æfði mig meðal annars markvisst í að halda boltaskalla þegar ég var yngri og náði góðri tækni í því sem kom sér vel síðar. Strax í fimmta flokki skoraði ég mark með skalla nánast frá miðju. Þó að ég segi sjálfur frá þá var í hópi fremstu skallamanna hér á landi,“ segir Sigurður Jónsson knattspyrnu­ maður sem aftur er sestur að í heimabænum Akranesi og farin að starfa við þjálfun hjá ÍA og fjórðu deildarliðinu Kára sem er með starfssamning við Knattspyrnu­ félag ÍA. Sigurður segir mikilvægt að ungir krakkar fái að leika sér með boltann og „sóla“ svolítið. „Þau þurfa líka að æfa vel ýmsa tækni eins og að halda boltanum á lofti og skjóta að marki, eins og að vera einn á móti einum og þá bæði að verjast og sækja.“ Strákarnir með sitt eigið fótboltamót Siggi segist hafa byrjað að leika sér í fótbolta strax og hann fór að ganga en hann og Karitas tvíburasystir hans náðu bæði langt í fótboltanum. „Þetta var að vísu svolítið erfitt með jafnvægið og samræminguna meðan maður var enn með bleyjuna,“ segir hann og hlær. „Það var fótbolti alla daga. Heimavöllur okkar strákanna í mýrinni var í enda barna­ skólalóðarinnar við Háholtið. Þar vorum við af Brekkubrautinni, Vesturgötunni og nágrenni alla daga í fótbolta. Svo fórum við stundum inn á túnið bak við sím­ stöðina en það var ekki vinsælt og við vorum oft reknir í burtu en það var sléttasta og besta túnið. Við skipulögðum mót og kepptum við stráka annars staðar úr bænum. Þetta voru einu mótin þá. Við fengum net í mörkin, merktum vellina og gerðum þetta eins og á alvörumótum. Í minningunni eru þetta skemmtilegustu leikirnir sem maður spilaði. Á Merkurtúninu voru Óli Þórðar og þeir sem áttu heima á niðurskaganum, svo var sandvöllur upp við Mjólkurstöð þar sem sex hæða fjölbýlishúsið er við Jaðarsbrautina núna. Þar var Alli Víglunds með hóp stráka og þeir voru með sterkan heimavöll sem var erfitt að sækja á. Síðan var líka fótbolti innan við Esjubrautina niður undir Kalmansvík. Þar var Kobbi Halldórs ásamt fleirum,“ rifjar Siggi upp. Skemmtilegustu æfing- arnar á Langasandi „Strákar á mínum aldri voru í fótbolta alla daga og á sumrin fórum við ekki inn að sofa á kvöldin fyrir en Helgi heitinn Dan, nágranni minn, eða einhver annar úr löggunni kom og rak okkur inn. Þá fygldist löggan með að útivistartíminn væri virtur.“ Fimmti flokkur drengja var yngsti aldursflokkurinn þegar Siggi, sem fæddur er 1966, var að alast upp. Þeir jafnaldrarnir í ÍA náðu strax góðum árangri. „Við urðum Ís­ landsmeistarar í fimmta flokki eftir mikla baráttu við Valsara. Við unnum ekki fyrr en í fjórða leik í einvígi við þá. Jafnt var í fyrstu þremur leikjum og ekki mátti framlengja eða vera með víta­ spyrnukeppni í fimmta flokki. Svo voru leikir ennþá milli KA og Kára á þessum árum og haldin Akranes­ mót. Þetta var samt að líða undir lok þá. Maður spilaði þarna leiki 17. júní gegn vinum sínum sem voru í KA en ég var alltaf í Kára. Það var auðvitað oftast spilað á malarvellinum og þar voru menn ekkert að hika við að renna sér og maður var með blóðstorknar lappirnar allt sumarið. Annars voru skemmtilegustu æfingarnar á Langasandinum og þar fékkst mjög góð þjálfun fyrir alla vöðva. Ég tók oft hlaupaæfingar á Langa­ sandinum sem byggðu upp vöðva og þrek.“ Fimmtán ára í efstu deild Alla yngri flokkana var Siggi Jóns áberandi leikmaður í sínum aldurs­ flokki og yfirleitt spilaði hann flokk upp fyrir sig. Þessi strákar urðu aftur Íslandsmeistarar í þriðja flokki en misstu naumlega af titl­ inum í fjórða flokki. Siggi segist bara hafa spilað einn annars flokks leik og það meðan hann var í raun enn í þriðja eða fjórða flokki. „Ég var kominn í meistaraflokks­ hópinn þegar ég var í þriðja flokki. Var ekki orðinn 16 ára þegar ég spilaði fyrsta leikinn í efstu deild 1982. Þetta var auðvitað erfitt fyrir óharðnaðan ungling að koma inn í hörkuna í efstu deild en það var ómetanlegt fyrir mig að hafa reynda jaxla á bak við mig meðan ég var að harðna. Þetta voru tómir jaxlar þarna fyrir. Þarna voru leik­ menn sem voru tíu árum eldri en ég og meira en það og þeir miðl­ uðu mér mikils. Ég man eftir að hafa verið straujaður illa í einum af fyrstu leikjunum og þeir eldri í liðinu, meðal annars Gaui Þórðar, tóku þann leikmann til bæna og gerðu honum grein fyrir að svona lagað yrði ekki liðið af þeim.“ Atvinnumaður í Eng- landi fyrir tvítugt Árangur ÍA liðsins var góður þessi ár, bæði bikar­ og Íslands­ meistaratitlar. Siggi vakti fljótt athygli enda toppleikmaður í efstu deild og hann var ekki búinn að spila nema þrjú sumur með meistaraflokki ÍA þegar hann fékk tilboð um að koma til Englands og ganga til liðs við Sheffield Wednesday aðeins tæpra nítján ára gamall. „Ég man að þegar ég hafði tekið þessa ákvörðun þá spurði ég pabba hvort hann gæti skutlað mér suður á Keflavíkurflugvöll í flug. Hann sagðist vera að vinna og fyrst ég væri það fullorðinn að geta tekið ákvörðun um að gerast atvinnumaður í fótbolta þá hlyti ég að getað komið mér sjálfur suður til Keflavíkur. Það var því ekkert annað að gera en taka Akraborgin suður og flugrútuna þaðan til Keflavíkur.“ Siggi segir að sér hafi gengið vel hjá Sheffield Wed­ nesday en auðvitað hefðu það verið viðbrigði að koma í efstu deildina. Fótboltinn hefði heldur ekki verið eins og hann var vanur. „Howard Wilkinson, seinna landsliðsþjálfari Englendinga, var með þann leikstíl að vera bara með langar sendingar fram á sóknarmenn og þessu fylgdu mikil hlaup. Maður var kominn með hálsríg þarna eftir fyrsta tímabilið við að líta aftur og bíða eftir sendingu. Ég hefði líka verið vel liðtækur í frjálsum íþróttum eftir þennan tíma.“ Arsenal var draumaliðið Sigurður spilaði í fimm ár með Sheffield Wednesday í efstu deild en þá fóru að koma tilboð frá stórum klúbbum. „Ég vissi raunar ekkert hverjir voru að bjóða í mig en þetta var þannig þá að allir samningar voru milli félaganna og leikmenn voru í raun eign þeirra. Það var hins vegar ánægjulegt að fá þær fregnir að ég væri á leið til Arsenal. Þetta var auðvitað toppklúbbur að fara til. Ég hafði alltaf átt mér þann draum að spila með Arsenal frá því að Ríkharður föðurbróðir minn gaf mér Arsenal treyju þegar ég var fjögurra eða fimm ára enda hafði hann spilað þar á sínum tíma. Það gekk mjög vel hjá mér í byrjun hjá Arsenal en ég fór þangað fyrir tímabilið 1989­90. Ég var í byrjunarliði í öllum æfingaleikjum en í síðasta æfingaleiknum fyrir ensku deilda­ keppnina varð ég fyrir áfalli. Ég meiddist og það nokkuð alvarlega. Vöðvi í lærinu hreinlega sprakk. Í fyrstu var haldið að þetta væri bara mar við vöðvann og ég spilaði í 10 mínútur í viðbót með sprungin vöðvann sem varð til þess að mikið blæddi inn á hann. Ég var fluttur á sjúkrahús strax eftir leikinn í aðgerð og gat ekki gengið í 6­8 vikur. Síðan var ég lengi að komast í leikform eftir að ég staulaðist á lappirnar.“ Á öðru ári hjá Arsenal lenti Siggi svo í enn öðru áfalli sem nærri hafði riðið hans knatt­ spyrnuferli að fullu. „Ég varð fyrir mjög slæmum bakmeiðslum og segja má að bresku læknarnir hafi, vegna sinnar íhaldssemi, gert allt sem þeir áttu ekki að gera. Ég var m.a. settur í gifs sem varð til þess að allir vöðvar rýrnuðu mjög. Ég var mikið með prjónana í hönd­ unum þessar 6 vikur sem ég var í gifsinu. Ekki vegna þess að ég væri að prjóna peysur eða sokka heldur klæjaði mig svo rosalega undir gifsinu og prjónar voru það eina sem hægt var að nota til að klóra sér innan við það í þessar sex vikur. Það var ekki fyrr en ég fór til þýskra sérfræðinga eftir ábendingu vina minna úr landsliðinu, þeirra Atla Eðvaldssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar, að fór að fá bót þessara meina. Þar komu fyrstu skrefin í að ég næði mér aftur en síðan tók erfið endurhæfing við.“ Átti góð ár í Svíþjóð Þegar Siggi fór að jafna sig af bakmeinunum og var orðinn leik­ fær á ný fór hann að spila með ÍA í efstu deild að nýju. „Þetta var hægt því hér var þá eingöngu áhuga­ mennska og Arsenal hafði lítið við það að athuga. Það tók mig nú al­ veg fyrsta árið heima að jafna mig en ég fór að skakklappast með.“ Hann spilaði hér heima á Akranesi frá 1992 til 1995 og árangur ÍA varð góður á þessum árum, bæði bikar­ og Íslandsmeistaratitlar. Atvinnumennskan heillaði að nýju og Siggi fór til Svíþjóðar þar sem hann spilaði með útvals Sigurður Jónsson á sínum eina og sanna heimavelli. Íslands- og bikarmeistarar ÍA 1993. Siggi er fimmti frá vinstri í efri röð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.