Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 35
35ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Veiðisumarið fer ágætlega af stað þar sem hefur verið opnað. Norð­ urá var t.d. um helgina komin með 50 laxa og nú í vikunni verð­ ur opnað í fleiri ám. Halldór Haf­ steinsson, einn af eigendum veiði­ félagsins Stara sem leigir Þverá og Kjarará í Borgarfirði, veiddi fyrsta lax sumarsins úr ánni laust fyr­ ir hádegi á fimmtudaginn. Lax­ inn var nýgenginn 82 cm hængur og veiddist í Guðnabakkastreng, einum af fallegustu veiðistöðum í Þverá. Annar laxinn veiddist síð­ an skömmu síðar í Kirkjustrengn­ um við Norðtungu. Veiði hófst svo í Kjarará á sunnudaginn. Held að þetta verði gott sumar Að veiðifélaginu Störum standa Davíð Másson, Halldór Hafsteins­ son og Ingólfur Ásgeirsson. Davíð og Halldór voru við opnun Þverár en Ingólfur ætlaði að opna Kjarará. „Það skiptir miklu máli að velja réttu fluguna,“ sagði Halldór þeg­ ar hann og Davíð kíktu í flugukass­ ann góða við Þverá. Staðan var tek­ in, hvaða fluga myndi nú gefa. Allt var úthugsað. Við héldum neðar í Ármótastreng með Davíð og syni hans. „Ég held að sumarið verði bara gott hér um slóðir. Veiðin í fyrra var frábær þegar við byrjuð­ um með ána,“ sagði Davíð. Hann óð út í Ármótastreng og kastaði flugunni. Fiskurinn tók ekki þarna en veiðimaðurinn færði sig ofar og lenti í skemmtilegri töku í Guðna­ bakkastreng neðri undir það síð­ asta. „Þetta var meiriháttar og lax­ inn fór hvað eftir annað í flug­ una en datt af. Þetta er toppurinn á veiðinni,“ sagði Davíð og hefði viljað halda fiskinum sem slapp. En svona er veiðin. Halldór félagi hans landaði svo fyrsta laxinum á sama stað nokkru síðar. Veiðin byrjaði svo frábærlega í Kjarará á sunnudaginn en á fyrstu vakt veiddist vel um alla á. Fisk­ urinn kemur vel haldinn úr sjón­ um. „Það veiddust fimmtán laxar á fyrstu vakt í Kjarará. Allt tveggja ára lax, feitur og fallegur fiskur,“ sagði Davíð Másson sem var við opnun Kjararár. „Það er lax að veiðast um alla á, en mjög gott vatn er þessa dagana,“ sagði hann jafnframt. Gaman að veiða laxa „Mér finnst gaman að veiða, en ég hef veitt 19 laxa og í fyrra fór­ um við meðal annars í Straumana og þar fékk ég fiska,“ sagði Styrkár Davíðs son sem var við veiðar í Þverá ásamt föður sínum á fimmtudag­ inn. „Ég var að reyna áðan og varð var en fiskurinn slapp af.“ Styrkár hélt áfram að kasta flugunni. Hann var áhugasamur um veiðiskapinn en laxinn var kannski ekki alveg í tökustuði. „Já, ég ferð eitthvað að veiða í sumar og fæ kannski fleiri laxa,“ sagði veiðimaðurinn ungi og kastaði flugunni áfram. Tuttugu-pundari í Norðurá Síðastliðinn fimmtudagsmorgun veiddist í Norðurá í Borgarfirði tuttugu punda lax, 100 cm hæng­ ur. Veiðistaðurinn var Stekkurinn. Það voru félagarnir Bjarki Már Jóhannsson og Sigurður Ásbjörn sem kræktu í þann stóra. Langt er síðan svona stór lax hefur veiðst í þessari annars gamalfrægu stór­ laxaá. Bjarki Már sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hefði ver­ ið gríðarlega fallegur fiskur sem tók á Bismo í yfirborðinu, neðst á brotinu. „Ég var svona um 15 mín­ útur að landa honum. Fiskurinn tók frekar grannt svo ég vildi spila frekar öruggt, alls ekki missa þenn­ an feng. Laxinn var lúsugur og mjög flottur svo hann hefur greini­ lega verið nýgenginn. Það er upp­ lifun að fá að landa svona stórum laxi,“ sagði hinn kampakáti veiði­ maður. Byrjað að veiðast í Úlfsvatni „Það er fínt veður á heiðinni, smá úðarigning en hlýtt og milt,“ sagði Halldór Gunnarsson sem var við veiðar í Úlfsvatni á sunnudaginn, á fyrsta degi sem umferð var hleypt á Arnarvatnsheiði að sunnanverðu. „Það er mikið af mönnum við veið­ ar hérna. Mest virðist veiðin vera af bátum en við erum búnir að telja eina sjö báta á Úlfsvatni einu. Þar eru menn að moka honum inn en aðeins rólegra er af bakkanum, en samt veiði. Við erum komnir með sjö fiska eftir nóttina á tvær stang­ ir, en ekki stóran fisk,“ sagði Hall­ dór. Skessuhorn heyrði í bátsverj­ um á sunnudagskvöldið á einum af þeim bátum sem Halldór nefndi og staðfestu þeir afar góða veiði en misjafnlega stóran silung. Veiddist bæði á flugu og spún á vatninu og var hver maður að fá þetta tíu eða fimmtán fiska eftir fyrsta daginn. Vatnsstaðan í vötnunum á Arnar­ vatnsheiðinni er ágæt eftir veturinn og fyrsta mýflugnagangan yfirstað­ in. Samkvæmt bókunarsíðu veiði­ húsanna á heiðinni virðist ágæt nýting verða á húsunum framan af sumri. Silungsveiðin að byrja fyrir alvöru Silungsveiðin er að komast á fleygi­ ferð víðar en á Arnarvatnsheiði. Í Hraunsfirðinum hefur veiðst vel af bleikju síðustu daga. Þá hafa veiði­ menn verið að fá fisk við standlengj­ una um helgina á Seleyrinni sunn­ an við Borgarnes. Einn var búinn að fá nokkra silunga en annar hafði reyndar ekki orðið var. Fiskurinn var hins vegar fyrir hendi þarna. „Ég fór um síðustu helgi í Sel­ vallavatn og Hraunsfjörð. Það var gott kropp,“ sagði Bjarni Júlíus­ son fyrrverandi formaður Stanga­ veiðifélags Reykjavíkur sem stadd­ ur var á Snæfellsnesi um helgina. „Það getur verið að ég renni í dag, er fyrir vestan og það er flott veiði­ veður, úði og dumbungur,“ sagði Bjarni sem er líkt og fleiri stang­ veiðimenn bíða eftir fyrsta laxveiði­ túr sumarins. Vatnasvæði Lýsu hefur verið að gefa fiska, laxinn er þó ekki mætt­ ur. Silungsveiðin er því að komast á fleygiferð og vötnin að vakna eft­ ir vetrardvalann. Davíð Másson hróðugur með lax úr Þverá. Ljósm. gb. Fyrstu laxar sumarsins komnir úr Þverá Bjarki Már Jóhannsson með tuttugu punda laxinn úr Norðurá. Ljósm. Sigurður Ásbjörn. Halldór Hafsteinsson með fyrsta lax sumarsins úr Þverá. Það skiptir miklu máli að vera með réttu fluguna. Styrkár Davíðsson er hér við veiðar í Þverá. Ljósm. gb. Davíð og Halldór velja sér flugu við opnun Þverár í Borgarfirði. Halldór veiddi fyrsta laxinn í ánni. Ljósm. gb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.