Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 39
39ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Þriðja mótið í Eimskipsmótaröð Golfsambandsins fór fram á Ham­ arsvelli við Borgarnes um helgina, frá föstudegi og fram á sunnu­ dag. Ólíkt fyrri tveimur mótum þá var veður gott að flestra mati. Það rigndi að vísu örlítið snemma á sunnudaginn, en ekki til vansa þar sem alger vindleysa var á með­ an. Því má segja að toppveður hafi tekið á móti kylfingunum á hinum fallega Hamarsvelli við Borgarnes. Birgir Leifur Hafþórsson GKG sigraði í karlaflokknum eftir hörku­ keppni við Kristján Þór Einarsson. Fjórum höggum munaði á þeim í lokin en Birgir Leifur lék á fimm höggum undir pari, alls 208 högg­ um. Í þriðja sæti varð Aron Snær Júlíusson GKG á þremur högg­ um yfir pari og í næstu sætum voru Sigmundur Einar Másson GKG og heimamaðurinn Bjarki Pétursson GB, báðir á sex höggum yfir pari. Í kvennaflokknum sigraði Sunna Víðisdóttir GR eftir bráðabana við Signýju Arnórsdóttur GK, en báðar léku á níu höggum yfir pari. Berg­ lind Björnsdóttir GR varð í þriðja sæti á 12 höggum yfir pari. Þar á eftir komu Ragnhildur Kristins­ dóttir GR og Anna Sólveig Snorra­ dóttir GK 226 báðar á 13 höggum yfir pari. þá/ Ljósm. Víkurfréttir Meistaraflokkur Skallagríms í knattspyrnu hefur nú leikið þrjá leiki á Íslandsmótinu en liðið leikur í C­riðli fjórðu deildar. Fyrsti leik­ ur Skallagrímsmanna var heima­ leikur gegn Erninum og endaði 6­1 Borgfirðingum í vil. Það voru þeir Halldór Bjarneyjarson, Guðni Al­ bert Kristjánsson, Viktor Ingi Jak­ obsson og Sölvi Gylfason sem skor­ uðu mörk Skallagríms. Annar leikur Skallagrímsmanna var útileikur gegn Árbæjarliðinu Elliða og endaði sá leikur 2­1 fyrir heimaliðið úr Árbænum. Liðsmenn Elliða komust yfir í fyrri hálfleik en Samba Correia Cande jafnaði met­ in fyrir Skallagrím í þeim seinni. El­ liðamenn skoruðu svo mark þegar skammt var til leiksloka og tryggðu heimaliðinu sigurinn. Loks lék meistaraflokkur Skalla­ gríms á föstudaginn við KFG á Skallagrímsvelli. Þar sáu Skalla­ grímsmenn aldrei til sólar og end­ aði leikurinn 0­5 gestunum í vil. Næsti leikur meistaraflokks Skallagríms er á morgun gegn liði Léttis á Hertzvellinum og hefst sá leikur klukkan 20:00. jsb Vesturlandsliðin Kári og Snæ­ fell sem bæði leika í A­riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu fögn­ uðu bæði sigri sl. miðvikudag. Káramenn fóru í heimsókn í Mosfellsbæ þar sem þeir unnu lið Hvíta Riddarans 2­6. Lið Kára hefur enn ekki tapað leik á tíma­ bilinu og er í efsta sæti A­riðils fjórðu deildar. Lið Snæfells átti einnig góðu gengi að fagna þeg­ ar strákarnir úr Hólminum unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu á miðvikudaginn. Snæfellsstrákar mættu liði Kónganna á Stykkis­ hólmsvelli og lauk leiknum með 2­1 sigri heimamanna. Næsti leikur Snæfellsliðsins er gegn liði Lummunnar í Kórn­ um í Kópavogi á miðvikudaginn, 18. júní og hefst sá leikur klukkan 20:00. Næsti leikur Káramanna er gegn Herði á Akranesvelli sunnu­ daginn 29. júní klukkan 13. jsb Hin árlega Sigríðarganga var gengin upp Eyrarfjall í Grundarfirði 14. júní síðastliðinn á 48. afmælisdegi Sigríðar Herdísar Pálsdóttur. Sigríður sést hér fyrir miðju í bleikum galla við rætur Eyrarfjalls ásamt ferðafélögum sínum. Fyrsta gangan var í tilefni þrítugsaf- mælis hennar og er þetta því í 18. sinn sem hún er gengin. Lagt var af stað frá Hallbjarnareyri og tók ganga þaðan u.þ.b. einn og hálfan klukkutíma. jsb/ Ljósm. sk. Sjötta umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu fór fram um helgina og á laugardaginn voru bæði Vestur­ landsliðin í eldlínunni. Skagamenn fóru góða ferð norður á Sauðár­ krók þar sem þeir unnu Tindastól 0­5. Garðar Bergmann Gunnlaugs­ son skoraði þrjú mörk í leiknum en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Ármann Smári Björnsson og Wentzel Steinarr Kamban. Á sama tíma fóru Víkingsmenn í Kópavog þar sem þeir töpuðu 4­2 fyrir HK. Leikurinn var líflegur í meira lagi en Víkingum tókst að jafna leikinn eftir að hafa verið tveimur mörk­ um undir í fyrri hálfleik. Liðsmenn HK virðast svo hafa átt meira eftir á tankinum en þeir í Víkingi og skor­ uðu tvö mörk til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Eftir leiki helgarinnar er ÍA kom­ ið í annað sæti deildarinnar með tólf stig. Víkingur Ó er sömuleiðis með tólf stig en með lakari markatölu og því í þriðja sæti deildarinnar. Næsti leikur liðs Víkings Ó. er gegn norðanmönnum í Tinda­ stóli á Ólafsvíkurvelli, laugardag­ inn 21. júní klukkan 16:00. Skaga­ menn eiga svo leik á Akranesvelli gegn toppliði deildarinnar, Leikni R sunnudaginn 22. júní og hefst sá leikur klukkan 14:00. jsb Valdís Þóra Jónsdóttir keppti um helgina á sínu fimmta móti í LET Access Series, sem er hliðarmóta­ röð við Evrópumótaröðina. Mótið var í strandbænum Dinard í Frakk­ landi og komst Valdís í gegnum niðurskurðinn sem kallað er. Það er að eftir annan keppnisdag fá aðeins 40 efstu að halda áfram en tæplega 110 keppendur voru á mótinu. Val­ dís Þóra endaði í 44. sæti og er það næstbesti árangur hennar í móta­ röðinni í sumar. Í öðru mótinu í vor sem fram fór í Kristjansstad í Svíþjóð varð hún í 31. sæti. Valdís Þóra telur sig þó enn eiga heilmik­ ið inni en takmarkið hjá henni er að komast á topp 30 á stigalistan­ um þegar mótaröðin endar í haust, en serían nær yfir 16 mót. Næstu mót hjá Valdísi Þóru verða í Prag í Tékklandi 9.­11. júlí og í Belgíu 17.­19. júlí. þá Víkingskonur unnu góðan sigur á A­riðli 1. deildar þegar Kefl­ víkingar komu í heimsókn sl. laugardag. Víkingar skoruðu þrjú mörk án þess að gestunum tækist að skora. María Rún Ey­ þórsdóttir skoraði á 14. og 75. mínútu og í millitíðinni sendi Berglind Ósk Kristmundsdótt­ ir boltann í mark Keflvíkinga. Víkingur er með sigrinum kom­ inn upp í miðja deild, í 5. sæti með sjö stig. Í næstu umferð fara stúlkurnar frá Ólafsvík í Grafar­ voginn og mæta Fjölni sem er á toppi riðilsins. Fer sá leikur fram miðvikudagskvöldið 18. júní. þá Þórður Þórðarson fyrrverandi þjálf­ ari meistarflokks karla hjá Knatt­ spyrnufélagi ÍA (KFÍA) hefur tek­ ið tímabundið við þjálfun meist­ araflokks kvenna hjá félaginu. Þessi ákvörðun er tekin að beiðni Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara meistara­ flokks kvenna en ástæðan er veikindi barns hennar. Ekki er ljóst hve lengi Magnea verður í leyfi en ákvörðun um að leita til Þórðar er tekin í sam­ ráði við hana og Margréti Ákadótt­ ur aðstoðarþjálfara sem hefur stýrt liðinu í fjarveru Magneu undan­ farna tvo leiki. „Þórður hefur mikla reynslu sem þjálfari og leikmað­ ur hjá KFÍA og er forysta félags­ ins honum afar þakklát fyrir að taka að sér krefjandi verkefni með stutt­ um fyrirvara. KFÍA sendir Magneu og fjölskyldu hennar innilegar bata­ óskir,“ segir í tilkynningu frá Magn­ úsi Guðmundssyni formanni KFÍA. mm Valdís í gegnum niðurskurðinn Sigríðargangan gengin í átjánda sinn Horft yfir 16. braut á Hamarsvelli. Birgir Leifur og Sunna sigruðu á Hamarsvelli Birgir Leifur Hafþórsson að leik á Hamarsvelli. Víkingskonur upp í miðja deild Lið Kára og Snæfells sigruðu Þórður Þórðarson þjálfari. Þórður tekur tímabundið við meistarflokki ÍA kvenna Leikmenn KFG og Skallagríms berjast um boltann á Skallagrímsvelli. Ljósm. Þorsteinn Ólafsson. Fótboltasumarið hafið hjá meistaraflokki Skallagríms Skagamenn með sannfærandi 0-5 sigur á Tindastólsmönnum. Ljósm. Feykir/bþ. ÍA og Víkingur jöfn að stigum eftir leiki helgarinnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.