Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 1
„Við reynum eins og kostur er að verða við óskum fyrirtækja sem vilja byggja upp aðstöðu sína á Grund- artanga. Þetta er traust og örugg uppbygging á svæðinu, fyrirtækj- unum fjölgar smám saman,“ seg- ir Guðmundur Eiríksson forstöðu- maður tæknideildar Faxaflóahafna. Um þessar mundir er unnið að frá- gangi lóðar ofarlega í vesturhluta athafnasvæðis á Grundartanga, í krikanum þar sem ekið er niður að Járnblendiverksmiðjunni. Lóð- in er fyrir fyrirtækið Rafmiðlun hf. sem hefur þjónað bæði Elkem Ís- land og Norðuráli og ætlar nú að koma upp starfsstöð og aðstöðu á Grundartanga. Guðmundur segir að lóðin fyrir Rafmiðlun verði til- búin 1. ágúst nk. og forsvarsmenn fyrirtækisins hyggi á byrjun fram- kvæmda með haustinu. Jafnframt verði við frágang þessarar lóðar gerðar lítilsháttar breytingar við gatnamótin niður á svæðið, með því að koma þar fyrir aðrein. Það er verktakafyrirtækið Þróttur á Akra- nesi sem vinnur verkið og einnig vinnur Þróttur í yfirborðsfrágangi, göngustígagerð og frágangi gras- svæða sem og í frágangi svæðis við aðstöðu Faxaflóahafna. þá FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 17. árg. 25. júní 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Loratadin Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Vagn Víkinga- sveitarinnar Það var enginn tilviljun að stuðn- ingsmenn Víkings í Ólafsvík voru valdir stuðningsmenn ársins á síð- asta ári þegar Víkingur lék í efstu deild. Þótt liðið hafi fallið um deild í fyrrahaust halda stuðningsmenn liðsins áfram að vekja athygli fyr- ir stuðning sinn hvar sem þeir koma. Rútan sem hefur síðustu ár flutt Víkingsliðið var komin á síð- asta snúning. Hún var í eigu Fisk- iðjunnar Bylgjunar og svo til orð- in ónothæf. Gengu forsvarsmenn Víkingasveitarinnar á fund Bal- vins Leifs Ívarssonar, framkvæmda- stjóra Bylgjunnar, og fengu rútuna fyrir 15 þúsund krónur og hófu síð- an að laga hana til. Var hún máluð merkjum félagsins og gert við það sem þurfti og verður hér eftir not- uð til að ferja stuðningsmenn Vík- ings á útileiki. Það var við hæfi að rútan fengi nafnið Vagninn, en það var Vagn Ingólfsson sem málaði merki liðsins á fararskjótann, með góðra manna hjálp, og skreytti hann. Vagn er mikill stuðningsmaður Víkings Oddur Brynjarsson, Vagn Ingólfsson og Lárus Einarsson ánægðir með árangurinn. Rafmiðlun á Grundartanga Unnið að frágangi lóðar fyrir fyrirtækið Rafmiðlun á Grundartanga. og hefur málað vinnubíl sinn í lit- um liðsins og skrýtt hann merkjum þess. Það er nokkuð ljóst að stuðn- ingsmenn Víkings munu vekja at- hygli hvert sem þeir fara á hinni vel skreyttu rútu. af Vaðandi makríll er nú uppi við land hjá Baulutanga í Stykkishólmi. Vöð- urnar voru býsna stórar þannig að sjórinn kraumaði sl. mánudags- kvöld. Heimamenn hugsuðu sér gott til glóðarinnar og fóru nokkrir með veiðistangir niður á sjávarbakk- ann. Þrátt fyrir að einungis væri um bensínstöðvastangir að ræða náðu þeir feðgar Róbert Arnar Stefánsson og Aron Alexander að landa á annan tug fiska en færum á slíkum stöngum er ekki hægt að kasta langt frá landi. Býsna góð veiði sem var matreidd á þeirra heimili í gær. Talsverður spenningur er fyrir makrílveiðum smærri báta og marg- ir sem nú eru að búa sig út til veið- anna. Makrílkvóta eftir tegundum fiskiskipa er skipt þannig að 6.000 lestir koma í hlut línu- og handfæra- báta. 1.300 lestir af því má veiða í júlí, annað eins í ágúst og 1.700 lestir frá september til ársloka. Þá verður tæplega átta þúsund tonnum ráðstaf- að til ísfiskskipa. Í þriðja lagi verður tæplega 31 þúsund tonnum úthlutað til frystitogara og loks fá uppsjávar- veiðiskip 103 þúsund tonna afla. mm/ Ljósm. Róbert Arnar Stefánsson. Kraumandi makríll við Stykkishólm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.