Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Kosið í byggð- arráð og helstu embætti BORGARBYGGÐ: Fyrsti fundur í nýrri sveitarstjórn Borgarbyggðar var 18. júní sl. Þar var Björn Bjarki Þor- steinsson kosinn forseti sveitarstjórnar til eins árs. Finnbogi Leifsson var kos- inn fyrsti varaforseti sveit- arstjórnar og Geirlaug Jó- hannsdóttir var kosin annar varaforseti. Kosning í byggð- arráð fór þannig að Guðveig Eyglóardóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson og Magnús Smári Snorrason voru kosin til eins árs og Finnbogi Leifs- son, Jónína Erna Arnardótt- ir g Geirlaug Jóhannsdótt- ir til vara. Guðveig var kos- in formaður og Björn Bjarki varaformaður. Áheyrnar- fulltrúi verður Ragnar Frank Kristjánsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir til vara. Loks samþykkti sveitarstjórn form- lega að ráða Kolfinnu Jó- hannesdóttur í starf sveitar- stjóra og tekur hún til starfa 1. ágúst næstkomandi. Auka- fundur verður í sveitarstjórn fimmtudaginn 26. júní, þar sem m.a verður kosið í nefnd- ir og ráð í samræmi við sam- þykkt um stjórn Borgar- byggðar. –mm Smygl á Grundartanga LBD: Lögreglan í Borgar- firði og Dölum fer með vega- bréfaeftirlit á Grundartanga og afgreiðir þar um 70 til 80 skip á hverju ári. Í einni slíkri ferð í liðinni viku varð vart við grunsamlega bifreið á hafnarsvæðinu. Við athugun reyndist ökumaðurinn vera með 55 karton af smygluð- um sígarettum í skottinu, úr einu skipanna við höfnina, og voru tollyfirvöld því kölluð til og tóku yfir málið. Lögregl- an segir að viðkomandi megi reikna með að þurfa að greiða um 6000 króna sekt fyrir hvert vindlingakarton. –þá Jóhannes Haukur oddviti DALIR: Á fyrsta fundi ný- kjörinnar sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 19. júní var Jóhannes Haukur Hauks- son kosinn oddviti sveitar- stjórnar til eins árs og Halla Sigríður Steinólfsdóttir vara- oddviti. Eyþór Jón Gíslason, Ingveldur Guðmundsdótt- ir og Þorkell Cýrusson voru kosin í byggðarráð til eins árs og Halla Sigríður Steinólfs- dóttir, Sigurður Bjarni Gil- bertsson og Valdís Gunnars- dóttir til vara. Ingveldur var kosin formaður og Eyþór Jón varaformaður. Þá sam- þykkti sveitarstjórn að ganga til samninga við Svein Páls- son um endurráðningu í starf sveitarstjóra. –mm Bílbruni við Höfn LBD: Eldur kviknaði skyndi- lega í jeppabifreið sem ekið var á vegarslóða í landi Hafnar í Hvalfjarðarsveit 17. júní sl. Að sögn lögreglu byrjaði bifreiðin að missa afl en síðan gaus upp reykur og svo eldur undan vél- arhlífinni. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum náði rétt svo að koma sér út úr bílnum áður en hann varð alelda. Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og lögreglan aðstoðaði manninn við að kom- ast til síns heima. Ökumaðurinn slapp án meiðsla en var að sjálf- sögðu nokkuð brugðið. Bifreiðin varð gjörónýt og var flutt á brott með kranabifreið. –þá Helgiganga með keltneskum brag SNÆFELLSNES: Laugardag- inn 28. júní verður efnt til helgi- göngu í Þjóðgarðinum Snæfells- jökli í samstarfi við heimamenn og starfshóp þjóðkirkjunnar um helgistaði á föruleiðum. Geng- ið verður frá Öndverðarnesi að Gufuskálum. Mæting er við Ingjalds hólskirkju kl. 13 og ekið út á Öndvarðarnes þar sem fyrsta helgistundin verður haldin. Það- an verður gengið í áföngum eftir ströndinni að Gufuskálum, ým- ist í þögn eða samræðum. Áð verður reglulega, haldnar stuttar helgistundir og sagðar sögur af merkum atburðum, minnisstæðu fólki, helgisagnir og þjóðlegur fróðleikur sem tengist leiðinni og lífi fólks að fornu og nýju. Göngufólk les ritningarorð og fornsögutexta. Þetta er í þriðja sinn sem slík helgiganga er far- in í Þjóðgarðinum og í þetta sinn með nokkuð öðru sniði en áður. Eftir gönguna verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimili kirkjunnar á Ingjaldshóli. Dag- skráin er fjölskylduvæn og allir hjartanlega velkomnir. Nauð- synlegt er að vera vel skóaður og hafa drykkjarvatn með sér sem og annað nesti. Ekkert þátttöku- gjald. –fréttatilk. Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum gengst nú fyrir báta- hátíð súðbyrtra trébáta á Breiða- firði í sjötta sinn dagana 5. og 6. júlí nk. Eru eigendur trébáta hvattir til að mæta með báta sína. Föstudagur 4. júlí verður safn- ast saman á Reykhólum. Ef að- stæður leyfa verður möguleiki á að þátttakendur grilli saman á föstu- dagskvöldinu. Laugardaginn 5. júlí verður leikur og alvara í og við Reykhólahöfn og bátarnir sýnd- ir. Notaðar verða árar, segl og vél- ar eftir því sem aðstæður leyfa. Sér- staklega verður hugað að yngstu kynslóðinni og henni m.a. kennt að róa. Kunnáttumenn verða á svæð- inu og kynna mismunandi báta og skýra notkun þeirra við dagleg störf við Breiðafjörð í gegnum aldirn- ar. Háflóð er um kl. 12:30 á laug- ardag. Stefnt er á sameiginlegt grill um kvöldið. Sunnudaginn 6. júlí verður sigl- ing í Þorskafjörð. Farið verður frá Reykhólahöfn um kl. 10 og siglt norðvestur með Reykjanesi um Staðareyjar og inn Þorska-, Gufu- og Djúpafjörð og aðstæður skoð- aðar. Áð verður við Teigsskóg og hann skoðaður. Síðan verður siglt til Staðar á Reykjanesi og líkur ferðinni þar. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 6-8 klst. Háflóð er um kl. 13:30 á sunnu- dag. „Að sjálfsögðu ráða aðstæð- ur, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingarnar verða og áætl- unin getur því breyst ef aðstæð- ur krefjast. Siglingin verður und- ir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð. Formað- ur hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Allir súð- byrðingar er velkomnir og við vilj- um hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi. Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og á Stað og einnig er mjög góð að- staða fyrir ferðamenn í Reykhóla- sveit,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar veita: Harpa Eiríksdóttir, info@reykholar.is, sími 894 1011 og Sigurður Berg- sveinsson, sberg@isholf.is, sími 893 9787. mm/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hótel Framnes í Grundarfirði er vinsæll gististaður ferðamanna og hefur ásókn í gistingu þar aukist mikið á síðustu árum. Þessari eft- irspurn hefur nú verið svarað en í júníbyrjun voru átta ný herbergi tekin í notkun. Hótelbygging- in hefur þó ekki verið stækkuð því nýju herbergin eru í annarri bygg- ingu í sömu götu og aðalbygging hótelsins. Gísli Ólafsson, eigandi Hótel Framness, segir nýlega fjölg- un herbergja aðeins hluta af þeirri stækkun sem fyrirhuguð er en far- ið verður í meiri framkvæmdir í haust. „Það hefur verið alveg vitlaust að gera hjá okkur og það varð því að bæta við herbergjum til að svara eftirspurn. Hótelið fór úr því að vera með 29 herbergi í 37 herbergi og þetta er því um 30% stækkun. Þetta er þó aðeins hluti af þeirri stækkun sem við erum að fara í gegnum með hótelið. Í haust verð- ur það stækkað enn frekar og bætt við 14 herbergjum til viðbótar auk þess sem byggður verður nýr veit- ingasalur og móttaka,“ segir Gísli. Að auki hafa hótelhaldarar stuðlað að frekari eflingu svæðisins með- al annars með opnun handverks- markaðar og kaffihúss í Grund- arfirði þar sem hægt er að kaupa ferðir hjá ferðaþjónustunni Láki- tours. jsb Bátadagar á Breiðafirði fyrstu helgina í júlí Hótel Framnes í Grundarfirði. Hótel Framnes stækkað til að svara eftirspurn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.