Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Fyrsti fundur nýrrar sveitar- stjórnar í Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit- ar kom til síns fyrsta fundar sl. fimmtudag í Heiðarskóla. Til hans var boðað með heldur óhefðbundn- um hætti, en íbúar voru sérstaklega hvattir til að mæta með það fyrir augum að efla samstarf og samtal á milli þeirra og sveitarstjórnar nú í upphafi kjörtímabils. Fyrirferð- armest á fundinum voru kosningar og skipan í nefndir sveitarfélagins, en einnig var á fundinum ákveðið að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Björgvin Helgason í Eystra-Súl- unesi var á fundinum kosinn odd- viti sveitarstjórnar og Arnheiður Hjörleifsdóttir til vara. Ritari var kjörinn Hjördís Stefánsdóttir og vararitari Jónella Sigurjónsdótt- ir. Fundurinn var haldinn í Heið- arskóla og að honum loknum bauð sveitarstjórn íbúum í Hvalfjarðar- sveit til kaffiveitinga í skólanum. Skammt er milli fyrstu funda hjá nýrri sveitarstjórn en annar fund- ur var á dagskrá í gær, þriðjudag- inn 24. júní. Viljayfirlýsing samþykkt Sveitarstjórn samþykkti sameig- inlega viljayfirlýsingu sem hljóðar svo: „Við viljum stunda lýðræðisleg vinnubrögð og samræðustjórnmál og eiga uppbyggilega og umfram allt málefnalega umræðu við íbúa um hagsmunamál sveitarfélagsins. Virkir og ánægðir íbúa eru auður hvers samfélags.“ Um þessa álykt- un segir Arnheiður Hjörleifsdótt- ir varaoddviti að markmið sveitar- stjórnar Hvalfjarðarsveitar sé að auka hag og velsæld íbúa. „Með það að leiðarljósi vill sveitarstjórn efla þann kraft sem býr í nærsam- félaginu og nýta sér sérstöðu sveit- arfélagsins á jákvæðan og upp- byggilegan hátt. Sveitarstjórn vill að Hvalfjarðarsveit sé eftirsóttur kostur til búsetu.“ Arnheiður segir einhug um að leggja áherslu á gott samstarf innan sveitarstjórnar, að hafa gott upplýsingastreymi til íbúa og huga að fjölbreyttari leiðum til þess. þá Ný sveitarstjórn í Hvalfjarðarsveit eftir fyrsta fund. Frá vinstri talið: Ása Helga­ dóttir, Ólafur Ingi Jóhannesson fyrsti varamaður í sveitarstjórn, Jónella Sigur­ jónsdóttir, Stefán Ármannsson, Daníel Ottesen, Hjördís Stefánsdóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Björgvin Helgason. Ljósmynd Áskell Þórisson. Bæjarstjóraskipti í Stykkishólmi Sturla Böðvarsson tók við starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í Ráðhúsi Stykkishólms mánudaginn 16. júní sl. Á fundinum var Hafdís Bjarna- dóttir kjörin forseti bæjarstjórnar og afhenti Lárus Ástmar Hannesson fráfarandi bæjarstjóri Sturlu lykla- völdin að bæjarskrifstofunum. Lár- us hefur verið bæjarstjóri í Stykkis- hólmi síðan 1. mars síðastliðinn eftir að Gyða Steinsdóttir lét af störfum. Líkt og margir vita hefur Sturla ver- ið bæjarstjóri Stykkishólms áður, en hann gegndi því embætti síðast á ár- unum 1974 - 1991, þar til hann tók sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Á bæjarstjórnarfundinum var kos- ið í helstu embætti og nefndir. Haf- dís Bjarnadóttir var kosin forseti bæjarstjórnar, Sigurður Páll Jóns- son fyrsti varaforseti og Lárus Ást- mar Hannesson annar varaforseti. Í bæjarráð voru kjörin af H-lista Haf- dís Bjarnadóttir, Katrín Gísladótt- ir, Sigurður Páll Jónsson og Sturla Böðvarsson og af L-lista Lárus Ást- mar Hannesson og Ragnar Ragn- arsson. Þau sömu voru kosin í stjórn Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. þá/ Ljósm. Sumarliði Á. Bæjarstjórnin utan við ráðhúsið. Ný bæjarstjórn tekur við á Akranesi Ný bæjarstjórn á Akranesi. Frá vinstri: Ingibjörg Pálmadóttir, Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir, Rakel Óskars­ dóttir, Valgarður L. Jónsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Sigríður Indriðadóttir, Ólafur Adolfsson, Einar Brandsson og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Nýkjörin bæjarstjórn á Akranesi hélt sinn fyrsta fund síðastliðinn fimmtudag. Dagsetning fundar- ins var vel við hæfi þar sem sá dag- ur var alþjóðlegi kvennadagurinn, en meirihluti fulltrúa sem sitja nú í bæjarstjórn á Akranesi eru konur. Ingibjörg Pálmadóttir, aldursforseti setti fundinn og stýrði kjöri forseta bæjarstjórnar. Sigríður Indriða- dóttir var kjörin forseti með öllum greiddum atkvæðum. Það má með sanni segja að embættið sé Sig- ríði í blóð borið en langafi hennar, Ólafur B. Björnsson, var fyrsti for- seti bæjarstjórnar árið 1942 og afi hennar, Valdimar Indriðason var einnig forseti bæjarstjórnar á árun- um 1976 til 1984. Sigríður stýrði síðan fundinum sem forseti og las upp tillögur að kjöri í helstu nefnd- ir og ráð. Á fundinum var samþykkt að endurnýja samning við Regínu Ás- valdsdóttur sem bæjarstjóra Akra- neskaupstaðar til næstu fjögurra ára. Ólafur Adolfsson var kjörinn formaður bæjarráðs, Einar Brands- son formaður framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar, Sigríður Indriðadóttir formaður fjölskylduráðs, Valdís Eyjólfsdóttir fulltrúi Akraness í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Ólafur Adolfsson var kjörinn fulltrúi Akraneskaup- staðar í stjórn Faxaflóahafna. Þá var Ingþór Bergmann Þórhallsson kjörinn formaður menningarmála- nefndar. jsb Ingibjörg Pálmadóttir færir Sigríði Indriðadóttur að gjöf mynd af Ólafi B. Björns­ syni, fyrsta forseta bæjarstjórnar og langafa Sigríðar. Ingibjörg Pálmadóttir setur fyrsta fund nýrrar bæjarstjórnar. Þetta er fyrsti bæjarstjórnarfundur Ingibjargar eftir 20 ára fjarveru. LANDSMÓT HELLA 2014 www.landsmot.is Landsmót hestamanna Gaddstaðaflötum Hellu tjaldsvæði - húsdýr - íslensk tónlist markaður - íslenski hesturinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.