Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Síðastliðið mánudagskvöld stóð sr. Elínborg Sturludóttir í Stafholti fyrir guðsþjónustu í Norðtungu- kirkju í Þverárhlíð. Að henni lok- inni héldu kirkjugestir í Jónsmessu- göngu áleiðis yfir Grjótháls og í Hvammskirkju í Norðurárdal þar sem fram fór helgistund. Fólkið á myndinni, auk Kolfinnu Jóhann- esdóttur húsfreyju í Norðtungu og verðandi sveitarstjóra, gekk inn í kvöldið og nóttina og var komið að Hóli á fyrsta tímanum um nóttina. Þaðan þurfti að fara á bílum sökum þess hve mikið vatn var í Norðurá. Að sögn göngufólks sem Skessu- horn ræddi við var um afar notalega og skemmtilega göngu að ræða og fallega leið að fara. Veðrið var til að auka enn á ánægjuna. Þess má geta að göngugarpar gengu fram á bláa Víking útivista- rúlpu á Grjóthálsi og var hún tek- in til handargagns. Eigandinn getur vitjað úlpunnar í Stafholti. mm Vel hefur gengið með lagningu ljósleiðara í Hvalfjarðarsveit en aðeins á eftir að tengja örfá heim- ili við kerfið. Búið er að leggja all- ar stofnlagnir í jörðu og tengja um 120 heimili við ljósleiðarakerfið auk þess sem 20 heimili munu bæt- ast við á næstu dögum. Að sögn Guðmundar Daníelssonar verkefn- isstjóra hefur verið góður gangur í verkefninu að undanförnu og ætti því að ljúka fljótlega. „Búið er að leggja hátt í 200 kílómetra af ljós- leiðaralögnum og aðeins á eftir að tengja heimili í Melahverfi, Hlíð- arbæ og í Svínadal. Í Svínadal á ein- ungis eftir að blása í lagnirnar en í þéttbýlinu á einnig eftir að grafa fyrir leiðslunum sem tengja heim- ilin við stofnlögnina. Bæði Sím- inn og Vodafone eru nú inn á kerf- inu svo að fólk getur valið á milli þessa tveggja þjónustuaðila. Ég geri ráð fyrir að verkinu verði lokið um miðjan júlí og þá geta allir í Hval- fjarðarsveit tengst ljósleiðarakerf- inu. Verkið hefur gengið mjög vel því gott samstarf og skilningur hef- ur ríkt á milli landeiganda, Vega- gerðarinnar og verktakanna. Auk þess er verkið gert í sátt við íbúa og náttúru svæðisins,“ segir Guð- mundur að endingu. jsb Um síðustu mánaðamót urðu breytingar hjá rannsóknadeild lög- reglunnar á Akranesi. Jónas Hall- grímur Ottósson lögreglufulltrúi tók þá við starfi yfirmanns deildar- innar af Viðari Stefánssyni sem lét af störfum vegna aldurs eftir langt og farsælt starf hjá lögreglunni. Jónas kom til liðs við lögregluna á Akranesi árið 1999 en hefur síðustu árin starfað hjá rannsóknadeildinni. Hann byrjaði að sinna löggæslu hjá lögreglustjóranum á Ísafirði 1997 en sinnti þar áður kennslustörfum. Rannsóknadeildin hjá lögregl- unni á Akranesi vinnur að rann- sókn alvarlegra sakamála og bana- slysa fyrir öll lögregluembætti á Vesturlandi. Hjá deildinni starfa að jafnaði þrír við rannsóknir. Í sam- tali við Skessuhorn sagði Jónas að vegna breytinganna í yfirstjórninni núna yrðu aðeins tveir að störfum á deildinni í sumar en frá og með haustmánuðum yrðu þrír í starfi hjá rannsóknadeildinni. þá Reynir Ingibjartsson hefur síðustu árin verið afkastamik- ill í ritun bóka um stuttar gönguleið- ir. Nýútkomin er bók um 25 göngu- leiðir í Borgarfirði og Dölum. Er þetta fimmta bókin í rit- röð bókaútgáfunn- ar Sölku um göngu- leiðir. Með þessari bók hefur allt Vestur- land verið lagt undir í þessum bókaflokki, en bók um 25 göngu- leiðir á Hvalfjarðar- svæðinu kom út 2011 og Snæfellsnes á síð- asta ári. Einnig hafa komið út frá Reyni og Sölku sitthvor göngu- bókin um höfuðborg- arsvæðið og Reykja- nes. Reynir hefur nú sett stefnuna á að klára suðvestursvæðið með útgáfu gönguleiðabók- ar um Þingvallasvæðið, sem hann stefnir á að komi út á næsta ári. Sem dæmi um vinsæld- ir bókanna má nefna að nú er ver- ið að endurprenta Hvalfjarðar- bókina. Reynir segir um nýju bókina að margt sé líkt með Borgarfirði og Dölum ef grannt sé skoðað. Til dæmis eigi mjúkar og boga- dregnar línur Borgarfjarðar- dala sér hliðstæður vestur í Dala- sýslu. Í þessari gönguleiðabók liggur þráðurinn frá Hvanneyri í Borgarfirði að Ólafsdal í Döl- um. Reynir segir í inngangi bók- arinnar að milli þeirra séu margar búsældarlegar byggðir og því fari vel á því að staðurinn sem fóstr- uðu fyrstu bændaskólana rammi inn göngusvæðið. „Eins og jafn- an fyrr er vandi að velja leiðir og reynt er að koma sem víðast við. Klofningshringurinn í Döl- um hefur ekki verið fjölfarinn og þar er margt að sjá. Hið sama má segja um fjárleitaslóðir Mýra- manna. Margt leynist í Hítardal og Langavatnsdal,“ segir Reynir Ingibjartsson. þá Skemmtileg mynd tekin í göngunni þegar farið er að halla niður hálsinn áleiðis í Norðurárdal. Ljósm. Þórunn Reykdal. Guðsþjónusta og síðan gengið yfir Grjótháls Að lokinni guðsþjónustu í Norðtungukirkju. Ljósm. Anna J Hallgrímsdóttir. Nýútkomin bók um 25 göngu- leiðir í Borgarfirði og Dölum Forsíða bókarinnar 25 gön guleiðir í Borgarfirði og Dölum. Yfirskrift bókartiti ls er: Náttúran við bæjar­ vegginn. Ljósleiðarinn var nýverið lagður neðan við Hlaðir á Hvalfjarðarströnd. Ljósm. mþh. Lagning ljósleiðara í Hval- fjarðarsveit vel á veg komin Nýr yfirmaður rann- sóknadeildar á Akranesi Jónas H Ottósson lögreglufulltrúi nýr yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.