Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit Nánari upplýsingar um starfið veita Gauja Hálfdanardóttir (gauja@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 7. júlí nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með ríflega 600 íbúa. Náttúrufegurð er víða allmikil og möguleikar óþrjótandi til að njóta frábærrar útiveru. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður og vaxandi ferðaþjónusta. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Í sveitarfélaginu er rekið metnaðarfullt skólastarf í sameinuðum leik- og grunnskóla. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is. Starfssvið • Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi sveitarfélagsins og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjórn tekur • Sveitarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda, situr fundi sveitarstjórnar og annarra nefnda eftir atvikum • Sveitarstjóri er yfirmaður allra starfsmanna sveitarfélagsins • Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins og annast samskipti við stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun sem nýtist í starfi • Farsæl reynsla af sveitarstjórnarmálum er kostur • Reynsla af rekstri og stjórnun • Skipulags- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og framtíðarsýn • Áhugi og metnaður fyrir starfinu og uppbyggingu sveitarfélagsins • Metnaður fyrir mótun og uppbyggingu öflugs samfélags í samstarfi við íbúa og sveitarstjórn Laus er til umsóknar staða sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Leitað er að öflugum sveitarstjóra til að leiða og stýra starfsemi sveitarfélagsins. ráðgjöf ráðningar rannsóknir Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225 Hannyrðavörur í úrvali Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Lokað á laugard. til 31. ágúst Ármúla 18, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 S K E S S U H O R N 2 01 4 Norðurálsvöllur Pepsideild kvenna ÍA- ÍBV Þriðjudaginn 1. júlí kl. 17.30 Allir á völlinn S K E S S U H O R N 2 01 4 Aðalstyrktaraðili leiksins er Viator sumarhúsaleiga Skemmtilegri fimmtudagar á Aggapalli! Kátir voru karlar 26. júní kl. 17.00. Hanna Þóra, Rakel Páls og Rut Berg verða með blandaða tónlistardagskrá sem tengist hafinu og sjómennsku. Dagskráin hefst á Kátir voru karlar og allir viðstaddir verða hvattir til að syngja með. Frábær útistemning á Aggapalli! S K E S S U H O R N 2 01 4 Meðal dagskrárliða hátíðarhalda á Akratorgi í tilefni þjóðhátíðar- dagsins og 70 afmælis lýðsveld- isins var tilnefning bæjarlista- manns Akraness. Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri gat þess þegar nýr bæjarlistamaður var kynntur að óskað hafi verið eftir tilnefn- ingum meðal bæjarbúa um bæjar- listamann. Nýi bæjarlistamaðurinn hefði fengið langflestar tilnefning- arnar og menningarmálanefndin var einhuga um valið. Bæjarlista- maður Akraness næsta árið verður Erna Hafnes Magnúsdóttir ungur og efnilegur listmálari, en hún hef- ur verið dugleg að halda sýningar á Akranesi og þannig miðlað list sinni til bæjarbúa. „Takk, takk. Þetta er mikill heið- ur fyrir mig og ég er stolt af því að bætast í glæsilegan hóp bæjar- listamanna. Þetta er mikil hvatn- ing og styður við það sem ég er að gera. Næsta ár verður spenn- andi og ég vona að bæjarbúar fái að njóta þess með mér,“ sagði Erna þegar hún flutti stutt þakkarávarp á Akratorgi. Í samtali við Skessu- horn sagði Erna að svona tilnefn- ingar kæmu alltaf á óvart og hún hafi orðið mjög glöð þegar henni voru færð tíðindin á dögunum. „En ég er samt varla búin að átta mig á þessu ennþá. Hamingjuósk- unum hefur rignt yfir mig og ég brosi hringinn.“ Erna Hafnes hefur m.a. haldið þrjár einkasýningar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, eina í húsakynnum HVE á Akranesi en auk þess tek- ið þátt í fjölda samsýninga. Hún er borin og barnfæddur Akurnes- ingur og hefur lifað þar og starfað en sótt sér menntun á höfuðborg- arsvæðið. Eftir tvo vetur í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi fór hún í listnám í Fjölbrautaskóla Breiðholts og lauk þaðan stúd- entsprófi. Hún nam síðan upp- eldis- og menntunarfræði við Há- skóla Íslands og lauk því námi vor- ið 2006. Eftir að hafa kennt í tvo vetur bætti hún við sig kennslu- réttindum meðfram fæðingaror- lofi. Erna hefur mörg undanfarin ár verið umsjónar- og smíðakenn- ari í Brekkubæjarskóla. Segja má að bæjarlistamönn- um hafi verið fagnað á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn. Sigurbjörg Þrastardóttir, sem verið hefur bæj- arlistamaður síðasta árið, flutti há- tíðarræðu og kom þar inn á margt í þjóðlífinu um leið og hún minntist 70 ára afmælis lýðveldisins. Ekki síst gerði hún að umtalsefni hug- tök eins og lýðveldi og lýðræði og ýmis gildi sem misjafnlega væri í heiðri höfð. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri þakkaði fráfarandi bæj- arlistamanni áður en nýr bæjar- listamaður var kynntur. þáSigurbjörg Þrastardóttir fráfarandi bæjarlistamaður flytur hátíðarræðu 17. júní. Hluti kirkjukórsins sést til hliðar við hana. Ljósm. ki. Erna Hafnes útnefnd bæjarlistamaður Akraness Erna Hafnes er nýr bæjarlistamaður Akraness. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.