Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Brákarhátíð í Borgarnesi verður haldin næstkomandi laugardag, 28. júní. Allur undirbúningur er unn- inn í sjálfboðavinnu með stuðn- ingi frá fyrirtækjum og sveitarfé- laginu Borgarbyggð. Dagskráin er fjölbreytt og er ætlað að höfða til allrar fjölskyldunnar. Hátíðin í ár hefst kl. 9:00 árdegis á Brákar- hlaupi sem verður í léttari kantin- um í ár. Farin verður sama leið og Þorgerður Brák hljóp á sínum tíma með Skallagrím á hælunum, frá Granastöðum við Sandvík og nið- ur að Brákarsundi, þar sem hún lét reyndar lífið. Það má hlaupa ganga og hjóla þessa leið, aðalatriðið er að allir séu með, segir í tilkynningu vegna hátíðarinnar. Í lok hlaups verður boðið upp á morgunmat við Brákarsund, bátasiglingar, víkinga- skart fyrir börnin og ljósmyndasýn- ingu. Kl. 12:30 hefst síðan keppni í leðjubolta í Englendingavík. Víkingahátíðin hefst kl. 13:30 með skrúðgöngu frá Brákarsundi inn í Skallagrímsgarð. Þar verða víkingatjöld, víkingabardagi, hand- verksfólk úr héraði, verðlaunaaf- hending í skreytingakeppni milli hverfa og gatna o.m.fl. Klukkan 19:30 verður gengið frá planinu við Hjálmaklett niður í Englendingavík þar sem haldin verður kvöldvaka og hljómsveitin Bland mun skemmta gestum. Hátíðin endar síðan á tón- leikum með Sálini hans Jóns míns í Hjálmakletti. Bærinn skreyttur Búið er að skipta Borgarnesi í lita- svæði; gult, rautt og blátt og munu íbúar skreyta sínar götur í viðeig- andi litum. Verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegasta hverfið, götu ársins, frumlegustu skreytingu fyr- irtækis eða stofnunar og flest „læk“ á fésbókinni. Einnig er mælst til að íbúar klæðist réttu litunum og dragi ekki úr. Reikna má með lit- ríkum söfnuði við Brákarsund kl. 13:30 þaðan sem skrúðgangan upp í Skallagrímsgarð leggur af stað og hressum hópi sem mætir með söngbækurnar sínar við Hjálma- klett um kvöldið. Hægt er að nálg- ast söngtexta og frekari upplýsing- ar um dagskrána á www.brakarha- tid.is Knattspyrnudeildin með fjáröflun Knattspyrnudeild Skallagríms stendur fyrir tónleikum og stór- dansleik og þriðja árið í röð er það Sálin sem spilar á Brákarhá- tíð. Miðaverð hefur hækkað lítil- lega frá síðasta ári, segir í tilkynn- ingu frá Skallagrími, en í fyrsta sinn núna fær knattspyrnudeild hluta af miðaverði en ekki eingöngu hagn- að af veitingasölu í sinn hlut. Ball- ið er ein af mikilvægustu fjáröflun- um deildarinnar, en þess má einn- ig geta að klukkan fjögur síðdegis á laugardag tekur Skallagrímur á móti Afríku í 4. deildinni á Skalla- grímsvelli. þá Brákarhátíð í Borgarnesi um næstu helgi Góð þátttaka á hestaþingi Glaðs Hestaþing Glaðs fór fram um síð- ustu helgi. Þátttaka var góð og voru skráningar um 80. Forkeppn- in ásamt kappreiðum og úrslit- um í tölti fóru fram á laugardegin- um og önnur úrslit voru svo rið- in á sunnudeginum í glampandi sól. Keppt var í brokki, stökki og skeiði í kappreiðum og voru peninga- verðlaun fyrir efsta sætið í þess- um greinum og í töltinu. Glæsileg- asti hestur mótsins var Fjöður frá Ólafsvík og knapi mótsins Jón Atli Kjartansson. Helstu úrslit á mótinu voru eftirfarandi. Barnaflokkur Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk frá Miklagarði 8.41 Sigríður Ósk Jónsdóttir og Ófeigur frá Laugarbakka 8.21 Friðjón Friðjónsson og Gustur frá Grímstungu 7.78 Unglingaflokkur Atli Steinar Ingason og Diðrik frá Grenstanga 8.43 Guðbjörg Halldórsdóttir og Glampi frá Svarfhóli 8.24 Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri Reykjum 8.13 Ungmennaflokkur Seraina De Marzo og Týr frá Brúnastöðum 8.17 Ágústa Rut Haraldsdóttir og Lukka frá Söðulsholti 7.51 B-flokkur Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafsvík 8.69 Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði 8.53 Jón Bjarni Þorvarðarson og Móal- ingur frá Bergi 8.47 A-flokkur Jón Atli Kjartansson og Evra frá Dunki 8.54 Ámundi Sigurðsson og Hrafn frá Smáratúni 8.44 Jón Ægisson og Lipurtá frá Gilla- stöðum 8.43 Tölt Ámundi Sigurðsson og Mardöll frá Miklagarði 7.22 Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Miklagarði 7.17 Jón Bjarni Þorvarðarson og Móal- ingur frá Bergi 6.67 100 m skeið Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa 8.25 sek Jón Bjarni Þorvarðarson Haki frá Bergi 8.40 sek Astrid Buhl og Fannar frá Hallkels- staðarhlíð 8.60 sek 150 m skeið Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa 15.35 sek Astrid Skou Buhl og Fannar frá Hallkelsstaðarhlíð 15.40 sek 250 m skeið Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa 22.80 sek Halldór Sigurðsson og Mjölnir frá Hvammi 2 28.70 sek 250 m brokk Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir og Kolbakur frá Syðri Reykum 30.88 sek Guðbjörn Guðmundsson og Dreg- ill frá Magnússkógum 33.36sek Arna Hrönn Ámundadóttir og Bíldur frá Dalsmynni 36.73 sek 250 m stökk Andrea Davíðsdóttir Harka frá Hvassafelli 16.91 sek Einar Hólm Friðjónsson Gustur frá Grímstungu 17.85 sek Elísa Katrín Guðmundsdóttir Ósey frá Dalsmynni 18.09 þá/ Ljósm. iss. Efstu knapar í barnaflokki. Evra frá Dunki og Jón Atli Kjartansson knapi mótsins. Fjöður frá Ólafsvík besti hestur mótsins og Iðunn S Svansdóttir. Frá Brákarhátíð í Borgarnesi. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.