Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Snæfellsbæ Fyrsti fundur nýkjörinna bæjarfull- trúa í Snæfellsbæ var haldinn fimmtu- daginn 19. júní síðastliðinn. Kristján Þórðarson, sá bæjarfulltrúa sem átt hefur lengsta setu í bæjarstjórn, setti fundinn og bauð fundarmenn vel- komna og þá sérstaklega nýkjörna bæjarfulltrúa. Kristín Björg Árna- dóttir var kosin forseti bæjarstjórnar til eins árs með öllum greiddum at- kvæðum og tók þá við stjórn fundar- ins. Kosið var í helstu nefndir og ráð á vegum bæjarfélagsins. Lagður var fram ráðningarsamningur við Krist- inn Jónasson um starf bæjarstjóra Snæfellsbæjar næstu fjögur árin og hann samþykktur. Endurnýjað var einnig samhljóða prókúruumboð til bæjarstjóra og bæjarritara til næstu fjögurra ára. Þegar dagskrá fundar- ins hafði verið tæmd var ákveðið að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 4. september. þa Siglt framhjá hlaðinu í Gröf Hvalfjörðurinn er víða aðdjúpur og siglingaleið skipa liggur gjarnan skammt frá bæjunum norðan fjarðar. Umferð skipa inn til Grundartanga- hafnar er orðin talsverð, eða um eitt skip á dag að meðaltali, og yfir sum- arið eru það svo hvalskipin sem eiga einnig þarna leið um. Því má segja að umferð við bæi sé talsvert mikil í Hvalfjarðarsveitinni, stundum meiri skipa en bíla. Myndin var tekin sl. miðvikudag þegar Goðafoss Eim- skipafélagsins var á leið inn fjörðinn við bæinn Gröf. þá Veiddu fyrsta makrílinn Feðgarnir Páll Guðmundsson og Hermundur Pálsson í Stykkishólmi fengu 50 stykki af makríl í grá- sleppunetin síðastliðinn föstudag. Netin voru við Elliðaey rétt norð- ur af Stykkishólmi. Var þetta stór og vænn makríll. Þeir feðgar eiga og róa á Hönnu Ellerts SH 4. Grá- sleppuveiðinni hjá flestum var jafn- framt að ljúka í vikulokin hjá þeim sem fiska við innanverðan Breiða- fjörð. mm/ Ljósm. Símon Sturluson. Ferðamenn vilja gjarnan geta heimsótt sveitabæi Á Brennistöðum í Flókadal í Borg- arfirði hefur verið rekin ferðaþjón- usta síðan árið 1971. Þar eru nú þrjú sumarhús auk þess þrjú stök her- bergi og ein stúdíóíbúð ásamt heit- um potti sem virðist vera ómissandi í ferðaþjónustu. Þóra Árnadóttir og Hafsteinn Þórisson búa á Brenni- stöðum og í eldra húsnæði býr móð- ir Þóru, Vigdís Sigvaldadóttir. Upp- haf ferðaþjónustu á staðnum er nokkuð sérstakt og ekki margir sem voru í þessum geira til sveita fyrir ríflega fjörutíu árum. Flugfélag Íslands auglýsti Þóra er fædd og uppalin á Brenni- stöðum. Hún er líffræðingur að mennt og kennir raungreinar við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borg- arnesi. Áður en ákvörðun um að búa í sveitinni var tekin, kenndi hún við Menntaskólann í Reykjavík í tíu ár. Það var hins vegar árið 1971 sem foreldrar hennar, Árni Theódórs- son og Vigdís Sigvaldadóttir ákveða að fara út í ferðaþjónustu. „Ég var einmitt að taka þetta saman um dag- inn,“segir Þóra þegar spurt er um upphaf ferðaþjónustunnar. „Flug- félag Íslands auglýsti eftir samstarfs- aðilum og síðan tóku Flugleiðir fljót- lega við og foreldrar mínir ákváðu að slá til og þannig hófst þetta allt hér. Byggðir voru þrír sumarbústaðir og herbergi voru til leigu í húsinu hjá pabba og mömmu og síðan bættum við stúdíóíbúð í flóruna hérna í hús- inu hjá okkur. Þetta hefur gengið upp og ofan. Það er reyndar töluvert um gestakomur en nýtingin mætti að sönnu vera meiri og lausatraffík- in hefur minnkað með tilkomu fleiri gististaða.“ Þúsundþjalasmiður Eiginmaður Þóru er Hafsteinn Þór- isson, fæddur og uppalinn í Borgar- nesi. „Ég er sá eini af mínum systkin- um sem aldrei fór í sveit sem krakki en er í dag sá eini sem bý í sveit,“ segir Hafsteinn brosandi þegar spurt er um uppruna hans. „Meðfram bú- störfunum kenni ég við Tónlistar- skóla Borgarfjarðar á veturna á gít- ar, bassa og ukulele, það er nýjasta æðið í dag. Mínir kennslustaðir eru á Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og svo einn dagur í viku í Borgarnesi. Þetta er svona um 80% staða, þrír dagar í viku.“ Þá daga sem Hafsteinn er ekki að kenna hefur hann í nógu öðru að snúast. Ásamt því að þau Þóra búa með kindur, geitur og hross þá ger- ir hann ýmislegt í höndunum. „Ég hnýtti gríðarlega mikið af veiðiflug- um og geri svolítið enn og þá mest fyrir sjálfan mig, en einnig er vin- sælt að gefa flugubox í tækifærisgjaf- ir. Í 13 ár hnýtti ég um og yfir 4.500 flugur á vetri fyrir Vesturröst. Svo fór ég að stoppa upp fugla að gamni mínu. Sá markaður minnkaði með hruninu en er ögn að glæðast aftur. Svo er það tónlistin. Ég hef svolít- ið dundað mér við að semja lög, er með lítið stúdíó hér í húsinu þar sem ég get grunnunnið allt efni. Nú þeg- ar er ég búinn að taka upp þrjú lög fyrir næsta disk, sem kemur út ein- hvern tímann,“ segir Hafsteinn og brosir út í annað. Geitur fyrir ferðamenn Á Brennistöðum var áður fyrr búið með kýr, hross og kindur. Kýrnar voru seldar en geitur eru komnar í staðinn. Þóra og Hafsteinn segja að upphaf geitabúskapar megi einfald- lega rekja til ferðamannanna sem hafa gaman af því að skoða dýrin en svo hafi þau tekið að sér fleiri dýr. „Við komumst einnig að því hvað kjötið af geitunum er svakalega hollt og gott,“ segir Þóra og held- ur áfram. „Geitakjöt hefur ekki mik- ið verið markaðssett hérlendis en það hefur m.a. gríðarlega góð áhrif á psoriasis. Hafsteinn heldur því al- veg niðri með því að borða geita- kjöt reglulega.“ Hafsteinn samsinn- ir því og bætir við að þau hafi kynnt kjötið fyrir Félagi matreiðslumeist- ara á Bifröst í vor og þar sé mikill spenningur fyrir vörunni. „Kannski að landsmenn fari að sjá meira af geitakjöti í réttum og verslunum fljótlega. Það væri alla vega ósk- andi.“ Aðspurð hvort þau séu ekki í vandræðum með að halda geitun- um á sínum stað, segja þau svo ekki vera. Þau hafi einfaldlega passað sig á því að grisja úr leiðindaskepnur og halda girðingum í lagi. Friðsæld og persónuleg þjónusta Hjónin á Brennistöðum segja ferðamenn sækja í friðsældina og skepnurnar. „Við höfum orð- ið þess áskynja að ferðamaður- inn saknar þess að komast ekki á sveitabæi,“ segir Þóra. „Hér er það okkar styrkleiki ásamt því að geta boðið upp á persónulegt spjall og þjónustu. Fólki líkar það afar vel enda erum við í Ferðaþjónustu bænda og leggjum áherslu á það. Því er hins vegar ekki að neita að fólk kvartar yfir því hversu lélegt netsamband er hér og síminn er einnig vandamál. Þetta gæti orð- ið fótakefli því þótt fólk vilji frið- sældina vill það einnig komast á netið og geta fylgst með. Við erum jú á 21. öldinni.“ Dundað við ýmislegt Eins og fram hefur komið eru hjónin bæði í kennslu á veturna, Þóra í fullri kennslu við MB en Hafsteinn í 80% starfi við tón- listarskólann. En kennslan er ekki eina viðfangsefnið. Á Brennistöð- um er einnig reykkofi sem vel er nýttur. Þau reykja í raun hvað sem er og grípa í þegar færi gefst, hvort sem er sumar eða vetur. Hafsteinn hefur einnig verið að taka nám- skeið í þjálfun íþrótta og hefur að- eins gripið í það, enda með tvo drengi, ellefu og fjórtán ára, sem hafa áhuga á íþróttum. Þóra hef- ur gríðarlegan áhuga á náttúrunni enda líffræðingur að mennt. „Ég hef gaman af því að skoða lífrík- ið á víðum grundvelli, kannski ekki síst fugla og nýt þess að vera í samneyti við lífið. Það er hins veg- ar ljóst að ef ég væri ekki héðan, hefði ég ekki sest hér að. Ég var mjög sátt við það sem ég var að gera í Reykjavík og undi mér þar vel. En römm er sú taug og sveitin býður upp á mjög margt sem ekki er hægt að fá í kaupstað. En raf- magn, sími og net er nokkuð sem verður að fara að bæta á lands- byggðinni. Kostnaður við raf- magn á köldum svæðum er gríð- arlegur og net- og símasamband er víða bágborið. Við búum við skarðan hlut sem brýnt er að verði leiðréttur,“ segir Þóra Árnadóttir. bgk Þóra Árnadóttir og Hafsteinn Þórisson á Brennistöðum. Séð heim að Brennistöðum í Flókadal. Árni Hrafn Hafsteinsson í leik með kiðlingum. Þórir Hafsteinsson að fóðra heim­ alningana, lamb og kiðling.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.