Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Þvoðu föt ferðamanna sem lentu í bílveltu Erlendir ferðamenn lentu í því óhappi að velta bílaleigubifreið sinni á Ódrjúgshálsi við Djúpafjörð á Barðaströnd föstudaginn 13. júní síðastliðinn. Bifreiðinni var ekið fram af 12 - 15 metra háum kanti og hafnaði á hvolfi ofan í á. Betur fór en á horfðist og sluppu ferðamennirnir ómeiddir. Farangur fólksins dreifð- ist aftur á móti um allt við veltuna og varð gegnsósa af vatni. Allt útatað í glerbrotum Brynjólfur Gunnarsson í Búðar- dal var kallaður út á dráttarbifreið sinni til að sækja bifreiðina aðfarar- nótt laugardagsins 14. júní. Hann fór því á vettvang óhappsins, ásamt eiginkonu sinni Fanneyju Krist- jánsdóttur. „Mér fannst alveg sjálf- sagt að gera þetta og er fullviss um að fleiri hefðu gert það sama í okk- ar sporum,“ segir Brynjólfur í sam- tali við Skessuhorn, en hann og eig- inkona hans þvoðu föt ferðamann- anna sem lentu í bílveltunni. Hann segist vera hissa á því hvað fólki finnst þetta fréttnæmt. „Ef maður ímyndar sér að maður myndi sjálf- ur lenda í svona óhappi í ókunnugu landi, þá finnst manni þetta alveg sjálfsögð viðbrögð. Alveg eins og við myndum vilja ef við myndum lenda í svona slysi erlendis.“ Brynjólfur starfar hjá KM - þjónustunni í Búð- ardal og felst starf hans meðal annars í því að sækja bifreiðar sem lent hafa í óhappi eða utan vegar. Hann seg- ir það vera hluta af starfinu að taka allt lauslegt sem dottið hefur úr bíl- unum. „Mér fannst þetta bara vera partur af minni vinnu. Maður tek- ur allt lauslegt og í þessu tilfelli voru fötin þeirra hluti af því sem við þurft- um að taka. Það var ekki hægt að bjarga bara dótinu og láta það svo skemm- ast. Okkur fannst við verða að þvo fötin, enda vissum við ekkert hvenær þau kæmu til baka af sjúkrahúsinu.“ Brynjólfur segir að- komuna hafa verið slæma og að bíllinn hefði verið á hvolfi ofan í ánni. „Það voru svona 12 - 15 metrar þarna niður og ótrúlegt að fólk- ið slasaðist ekki. Ég dró bílinn upp úr ánni og sá þá dót- ið þeirra þarna und- ir bílnum, liggjandi í ánni. Það hef- ur því farið úr bílnum þegar hann valt. Þau hafa náð einhverju sjálf upp á bakkann því sumt var þarna á bakkanum og annað ofan í vatninu.“ Hann segir fólkið hafa verið með mikinn farangur og að ferðamenn- irnir hefðu greinilega verið á tjald- ferðalagi. „Þetta var mestmegnis tjaldviðlegubúnaður, matur og fatn- aður. Þetta var allt gegnsósa og út- atað í glerbrotum,“ útskýrir Brynj- ólfur. Voru afskaplega ánægð Brynjólfur segir það hafa tekið dá- góðan tíma að koma öllu dótinu upp úr ánni og var því ánægður með að hafa boðið eiginkonunni með í ferðina. Hann segist aldrei áður hafa lent í því að safna saman jafn miklu af persónulegum eigum fólks eftir umferðaróhapp. Þó hef- ur hann fundið gleraugu, töskur og farsíma sem fólk sé yfirleitt ánægt með að fá aftur. Eitthvað af eigum ferðamannanna sem lentu í óhapp- inu á Ódrjúgshálsi voru ónýtar eftir veltuna. „Fartölvan þeirra var bæði beygluð og hafði blotnað og mat- urinn þeirra hafði skemmst,“ segir Brynjólfur. Á sunnudeginum komu ferðamennirnir aftur í Búðardal á nýrri bifreið og sóttu eigur sínar. „Þau töldu sig hafa fengið nánast allt dótið sitt aftur og voru afskap- lega ánægð. Ég spurði þau hvort þau ætluðu að ferðast áfram um landið og þau höfðu hug á því, voru búin með Vestfirðina og ætluðu að ferðast áfram. Þau þökkuðu vel fyrir sig og föðmuðu okkur og gátu hald- ið áfram með sitt ferðalag þar sem frá var horfið. Það var bara gaman að geta hjálpað fólki,“ bætir Brynj- ólfur við að lokum. grþ Hjónin hjálpsömu Brynjólfur Gunnarsson og Fanney Kristjánsdóttir. Ljósm. Sigurður Sigurbjörnsson / Búðardalur.is. Bíllinn var stórskemmdur eftir veltuna. Ljósm. Brynjólfur Gunnarsson. A Bluestar Company

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.