Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 semda og fljótir að trúa því ef ein- hver taldi sig hafa séð Þjóðverja í Borgarfirði.“ Stráklingar í styrjöld Vífill segir að samneyti heimilis- fólksins á Ferstiklu við hermenn- ina hafi gengið afskaplega vel þó nábýlið væri mikið. „Ég man ekki eftir því að að yrði nokkurn tímann árekstur. Þessir strákar í hernum voru ekki mikið eldri en við bræð- urnir. Þegar maður lítur til baka þá voru þetta eiginlega krakkar eins og við. Ég varð ellefu ára hermámsár- ið. Gísli bróðir minn var einu og hálfu ári eldri. Við vorum tveir strákarnir á bænum. Það munaði bara nokkrum árum milli okkar og þessara dáta sem voru um og jafnvel innan við tvítugt. Við vorum oft að reyna að spjalla við þá og spyrja um þeirra lífshætti í Bretlandi, hvern- ig skólarnir væru, hvort þeir hefðu labbað í skólann, farið í bíl eða með strætisvagni. Við vorum forvitnir um lífið úti í hinum stóra heimi og vildum frétta af svona hlutum. Við kunnum smá hrafl í ensku. Helgi Hjörvar hafði verið með kennslu- þætti í ensku í útvarpinu skömmu áður en landið var hernámið. Við höfðum hlustað á þetta og reynt að læra. Við máttum alveg spjalla svona við hermennina. Annars kom smá enskukunnátta ótrúlega fljótt þegar maður hafði svona smá æfingu frá því fyrr. Hér uppi á vegi var sett grjóthrúga á miðjan þjóð- veginn til að tefja umferðina og fá bíla til að stoppa. Fólkið í bíl- unum varð að gera grein fyrir sér ætlaði það að fara um Hvalfjörð. Varðmennirnir þarna höfðu lítið að gera. Þeim leiddist. Þeir ömuð- ust aldrei við okkur þó við værum eitthvað að sniglast í kringum þá. Það var frekar að þeir væru fengn- ir til að fá einhvern félagsskap. Þeir voru ákaflega barngóðir. Ég man að okkur krökkunum var þó uppá- lagt að spyrja aldrei neinna spurn- inga um neitt sem sneri að stríðs- rekstrinum né tala neitt út á við um fólk sem hefði komið að Ferstiklu eða farið. Þetta var kallað slaður. Foreldrar okkar lögðu ríka áherslu á þetta. Það voru nú svo sem ekki miklar ferðir hér um. Hingað kom stundum breskur lögreglumaður öðru hvoru og fór fyrir fjörðinn. Sennilega var það til eftirlits. Hann spurði um eitt og annað, hvort þessi eða hinn hefði komið hing- að í gær og þess háttar. Við krakk- arnir þóttumst aldrei vita neitt. Við vorum svo hlýðin. Svo voru her- lögreglumenn á ferðinni þegar líða tók á þetta tímabil. Við þekktum þá á því að þeir voru með hvítar legg- hlífar.“ Sofandi á verðinum Þrátt fyrir að samneytið við her- mennina gengi vel fyrir sig varð at- vik sem minnti skýrt á að það var stríð og að þarna voru menn und- ir heraga. Vífill segir söguna af því. „Karl frændi okkar var ráðinn til að hreinsa og raða upp mótatimbri í grunninum að Hallgrímskirkju í Saurbæ sem byrjað var að byggja rétt fyrir hernámið. Það var búið að steypa kjallarann og grunninn þegar herinn kom. Karl fór gang- andi héðan til vinnu sinnar hvern morgun klukkan sex. Hann hafði það fyrir sið að ganga eftir þjóð- veginum en fór ekki beina leið yfir melana og holtin vestur í Saurbæ. Þá sá hann stundum að varðmenn- irnir voru eitthvað illa vakandi á vaktpóstinum þarna. Hann gekk þá stundum til þeirra og kallaði á þá og bauð góðan daginn til að vekja þá upp. Þeir voru voða þakklátir fyrir þetta. Brátt varð þó á allra vit- orði að menn svæfu þarna á verð- inum. Svo var það einn morguninn að Karl kom of seint. Þá var sveit hermanna komin að varðsstaðnum á undan og búin að raða sér um- hverfis þann sem var á vakt en lá þar steinsofandi. Þeir vöktu hann, allir með brugðna byssustingi. Ég varð vitni að þessu og man alltaf neyðarópin í honum þegar hann vaknaði og bað sér vægðar. Hann var mjög aumur að hafa verið grip- inn svona sofandi á verðinum. Yf- irmaðurinn sagðist ekki geta hlíft honum neitt, nú skyldi hann verða skotinn fyrir að hafa sofnað á verð- inum í stríði. Enginn slyppi við slíkt fyrir slíka yfirsjón. Hann var svo hafður hér á bænum fram eftir morgni í strangri gæslu. Þá kom bíll að sækja hann. Það fóru einn eða tveir með honum. Við strákarnir vorum trúir fyrirmælunum sem við höfðum fengið og spurðum aldrei hvað hefði orðið um þennan unga pilt. Enginn sagði okkur heldur neitt. Ég velti því oft fyrir mér síð- ar hvað hefði verið gert við þenn- an mann. Sennilega hefur honum þó bara verið stungið í herfangelsi. Ég gæti þó trúað að þeir hafi skot- ið hann. Bretarnir eiga til að vera fól þó þeir séu sléttir og prúðir á yfirborðinu,“ segir Vífill og verður hugsi á svip. Stálust til að reykja í hlöðunni Bresku hermennirnir sáu um sig sjálfir á meðan þeir dvöldu á Fer- stiklu. „Ég man þó ekki eftir að ég sæi þá neyta matar síns. Líklega hafa þeir borðað inni í hlöðunni og við ekki séð til. Þeir voru alltaf svangir og jafnvel að leita að mat, svo sem eggjum. Þei voru sólgnir í mjólk. Inn í hlöðuna til þeirra kom ég ekki svo ég muni nema einu sinni. Það var ekki vel séð. Eitt sinn skriðum við bræðurnir þó inn og upp á heyið og lágum þar ofan á stabbanum og fylgdust með her- mönnunum niðri á gólfinu. Þeir létu sem þeir sæu okkur ekki. Ég man að þeim var bannað að reykja þarna inni. Þeir laumuðust þó til þess. Þegar þeir voru farnir þá sáum við að þeir höfðu notað hey- stabbann til að drepa í sígarettum í honum ef einhver yfirmaður kom aðvífandi. Þetta var auðvitað stór- hættulegt en fór sem betur fer vel. Ef það hefði kviknað þarna í heyinu með þá alla sofandi þá hefði reyk- urinn drepið þá fljótt.“ Herflokkurinn á Ferstiklu vann að því baki brotnu allt sumarið að gera skotgrafir og byrgi í grennd við bæinn. „Þegar þessu lauk og leið á sumarið þá fór að fjölga her- mönnum á svæðinu. Þá kom hing- að hinn eiginlegi her. Það var byrj- að að byggja herskálahverfi eða herstöð á Hrafneyri í grennd við bæinn Hrafnabjörg hér innar með firðinum. Þá fóru þeir héðan. Eft- ir það man ég ekki eftir neinum samskiptum við hermennina nema þegar þeir komu hingað sem gest- ir. Við héldum kunningsskap við strákana sem höfðu verið hér.“ Stálust í kjötleifar Bretanna Vífill minnist þess að lítil verslun hafi verið opnuð fyrir hermenn- ina á Hrafneyri. „Þar var hægt að fá hreinlætisvörur og niðursoðna ávexti. Þeir þóttu sælgæti hjá okk- ur krökkunum. Þetta er það er eina sem ég man eftir að hafi verið selt þarna. Svo kom bílstjóri frá Akra- nesi einu sinni í viku með vistir. Guðmundur Bjarnason í Hreiðri var annar þeirra. Í íshúsi úti á Akra- nesi voru geymdar einhverjar mat- vörur á vegum hersins, þar á með- al stórir nautaskrokkar. Við sáum hnúturnar af þessu. Íslendingunum sem unnu þarna hjá hernum inni á Hrafneyri þótti Bretarnir ganga illa að mat sínum. Þeir skáru bara stærstu kjötbitana af lærunum og hentu restinni með stórum kjöt- tægjum á beinunum. Þessu höfðu Íslendingarnir ágirnd á. Einn mað- ur komst burtu með svona lærlegg með kjöti á og lét matreiða heima hjá sér. Það urðu allir veikir á heim- ilinu. Af þessu var mikið hlegið, að maðurinn sem hét Bóas hefði ver- ið að éta mat úr ruslinu hjá Bret- unum. Sveitaskáldið orti vísu sem flaug víða: Ropa hlaut hann við og við, vindi skaut í fletið. Það bakaði þraut í Bóasar kvið, breska nautaketið.“ Fjörður fullur af skipum Brátt eftir hernámið tók skipum að fjölga í Hvalfirði. Bretar unnu hörðum höndum að því að breyta firðinum í skipalægi og koma upp flotastöð í Hvítanesi. Seinna hreiðruðu Bandaríkjamenn svo um sig í Hvammsvík. Báðir þessir stað- ir eru handan Hvalfjarðar séð frá Ferstiklu. „Ég minnist ekki mikillar skipa- umferðar um fjörðinn fyrsta her- námssumarið. Fyrst var bara birgðaskip sem lá við festar hérna inn við Þyrilsnes. Það var voða lít- ið samband við land. Þó man ég vel eftir mótorbátum sem voru not- aðir í flutninga milli Reykjavík- ur og hernámsliðsins í Hvalfirði. Þeir voru kallaðir transportarar og komu flestir úr Reykjavík, íslensk- ir bátar leigðir af hernum til flutn- inga. Svo fóru herskipin að koma. Þá héldu okkur strákunum eng- in bönd. Það var sko sjón og líkast til spennandi. Mest voru þetta þó minni herskip svo sem tundurspill- ar og vopnaðir togarar.“ Þáttaskilin miklu urðu svo eft- ir að Þýskaland réðst á Sovétrík- in sumarið 1941. Eftir það hófu skipalestir að sigla frá Hvalfirði með vistir og hergögn til Norð- vestur Rússlands. Flutningaskipin lágu þá við festar beint undan og utan við Ferstiklu, þunghlaðin af varningi á meðan beðið var brott- farar til Rússlands. Það voru miklar hættuferðir. „Flutningaskipin lágu oft nærri landi. Það voru stund- um strekkt segl yfir varning sem stóð á þilfari. Við þóttumst þó al- veg sjá hvað væri undir seglunum. Við þekktum útlínur hertrukkanna og sáum glitta í alvöru skriðdreka. Við sáum beltin. Svo voru flugvéla- skrokkar, það var búið að taka af þeim vængina svo þær tækju minna pláss. Sjómenn af skipunum komu í land. Þeir voru hér í gönguferðum að spóka sig oft í smá hópum. Þeir minntu á hópa af fuglsungum. Ég man þó aldrei eftir að þeir kæmu heim að bænum. Rússarnir fóru hér upp í fjallið þar sem þeir skemmtu sér við að velta niður grjóti. Annars sáum við fyrst og fremst hvað var að gerast úr fjarlægð þar sem skipin lágu hér og komu og fóru.“ Græddu ekki mikið á hernum Heimilisfólkið á Ferstiklu varð ekki ríkt á hernáminu þó fjörð- urinn fylltist með tímanum af er- lendu herliði, sjómönnum og skip- um af öllum stærðum og gerðum. „Ég kannast ekki við að þeir hafi greitt neitt fyrir afnot af húsakosti hér. Þetta var bara hernám. Þeir tóku þá aðstöðu sem þeir töldu sig þurfa en greiddu þó bætur ef þeir skemmdu eitthvað. Fyrir okk- ar leyti var fátt til að selja þó það hefði sjálfsagt mátt reyna að græða eitthvað á þessu. Það var bara lít- il stemning fyrir slíku. Hér var jú veitingasala. Það var hægt að fá kaffi og te. Síðan var smá bjór en hann var naumt skammtaður. Það var svo lítið framleitt af honum. Faðir minn starfaði aldrei beint fyrir her- námsliðið. Það skapaðist svoköll- uð Bretavinna þegar farið var að reisa braggahverfin í Hvalfirði. Við það störfuðu eingöngu karlmenn. Það fóru margir héðan úr sveitinni að vinna tímabundið fyrir herinn. Bæði úr Skorradal og frá hreppun- um hér utar sem þá voru. Margir íslensku verkamannanna bjuggu þá hér á Ferstiklu, leigðu sér gistingu hér. Það má segja að við höfum haft af þessu tekjur þannig. Þar með er það upptalið. Bretavinnan bjargaði þó efnahag hjá mörgum eftir erf- iða tíma kreppuáranna,“ segir Víf- ill Búason. Hann var 15 ára þegar stríðinu lauk og fór þá til Akureyrar í nám. Í fyllingu tímans lá fyrir Vífli að taka við búi á Ferstiklu þar sem hann hefur búið ásamt fjölskyldu sinni fram á þennan dag. mþh Það héldu þeim bræðrum Vífli og Gísla engin bönd þegar risastór herskip Breta og Bandaríkjamanna tóku að birtast í Hvalfirði. Hér er bandaríska orrustuskipið Mississippi á herskiplæginu í firðinum í október 1941. Í baksýn er fjallið Þyrill. Flotadeild á herskipalæginu í Hvalfirði, innan við Ferstiklu. Sjá má tundurspilla, flugmóðurskip og orrustuskip. Fjallið Brekkukambur í bakgrunni. Beitiskip siglir inn á skipalægið á Hvalfirði. Það er statt á móts við bæinn Kalastaði. Myndavélinni er beint inn fjörðinn sem er fullur af herskipum og flutningaskipum sem bíða þess að leggja í hættusiglingu með hergögn og vistir til Austurvígstöðvanna í Sovétríkjunum. Flutningaskipin lágu við festar út af Ferstiklu og Saurbæ. Vífill á hlaðinu heima á Ferstiklu. Að baki hans er horft yfir kaupskipalægið sem var notað í seinni heimsstyrjöld, út mynni Hvalfjarðar. Akrafjall er hægra megin á ljósmyndinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.