Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Dagskrá Írskra daga er að mestu tilbúin að sögn Önnu Leif Elídóttur verk- efnisstjóra hjá Akranes- kaupstað. Hátíðin hefst fimmtudaginn 3. júlí með kraftakeppni og hálanda- leikum og síðan verður þétt dagskrá þar til há- tíðinni lýkur á sunnudeg- inum. „Ég á von á því að Regína bæjarstjóri verði hafin á loft af einhverjum sterkum karlmanni þegar hún setur hátíðina,“ seg- ir Anna Leif, en aflrauna- keppnin fer fram á Safnasvæðinu. Þar má búast við öllum sterkustu mönnum og konum landsins, en Hjalti Úrsus Árnason skipulegg- ur keppnina. Einnig verður kom- ið upp hreystibraut fyrir krakk- ana. Anna Leif segir að ýmislegt nýtt sé núna á dagskránni í bland við fasta liði á Írskum dögum. Til að mynda er stefnt á blindragöngu og þá verður nýstárlegt fram- boð af mat á matar-og nytja- markaðinum á laugardag, svo sem pipraður harðfisk- ur og viskílegið lambakjöt. Götugrill verða að venju á föstudagskvöld. Tón- leikar á Akratorgi þar sem Villi og Sveppi verða mætt- ir ásamt Rokkabillýbandinu, Björgvin Halldórs, Siggu Beinteins og Matta Matt. Göngugata verður niður á Akratorg og stílað á að gera torginu hátt undir höfði á Írskum dögum, að sögn Önnu Leif. Tívolí verður í bænum og mark- aðs- og götustemning á laugardag, ásamt brekkusöng og Lopapeysu um kvöldið að vanda. þá Áformaðar malbiksframkvæmdir í Reykholti voru talsvert til umfjöll- unar í vor en sl. mánudag var svo komið að því að malbika planið við Reykholtskirkju og Snorrastofu. Fyrst stóð til að leggja olíumöl en frá því horfið og lagt malbik í stað- inn, sama efni og á götum í Reyk- holti. Það voru starfsmenn malbik- unarstöðvarinnar Höfða sem sáu um malbikunina en verkið við plan- ið í Reykholti var í umsjón JBH véla sem fengu það samkvæmt útboði síðla vetrar. Kostnaður við fram- kvæmdirnar er 12,1 milljón króna. Sveitarfélagið Borgarbyggð greið- ir tíu milljónir í framkvæmdunum og Snorrastofa 2,1 milljón króna sem fengust úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. þá/ Ljósm. bhs. Bræðurnir Guðmundur og Trausti Sigvaldasynir hafa undanfarið verið í grenjavinnslu í Reykhólahreppi. Í samtali við vef Bæjarins besta, www. bb.is, sagði Guðmundur að eitt- hvað óvenjulegt sé á seyði með tóf- una á svæðinu. „Það er óhemja af hlaupadýrum, bæði geldum læðum og steggjum. Þetta er mjög óvana- legt á þessu svæði,“ segir Guð- mundur sem búsettur er á Reykhól- um. Þeir bræðurnir eru frá Hafra- felli í Reykhólasveit, en Trausti er búsettur á Álftanesi og kemur vest- ur til veiðanna. Þeir bræður leita á 164 þekktum grenjastæðum í Reyk- hólahreppi, en leitarsvæðið nær frá Gilsfjarðarbotni að Klettshálsi. Bræðurnir búast við að ef viðri vel muni grenjavinnslan klárast í næstu viku, en þegar rætt var við þá voru þeir búnir að finna dýr á tveim- ur grenjum. Guðmundur leggur þó áherslu á það á vorin að ná dýr- um sem næst æðarvörpum. Frá því í maí hafa þeir bræður náð 40 dýrum á þeim slóðum. þá Malbik lagt á planið í Reykholti Frá Sandkastalakeppni á Langasandi á Írskum dögum. Ljósm. jsb. Írsku dagarnir byrja á kraftakeppni Mikið af hlaupadýrum í Reykhólahreppi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.