Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Hvalvertíðin hófst á þjóðhátíðardaginn Um nónbil á 17. júní kom Hvalur 9 með fyrstu langreyðina á þessari vertíð í Hvalstöðina í Hvalfirði. Um svipað leyti veiddi Hvalur 8 einnig sinn fyrsta hval vestur af landinu. Fyrsti hvalurinn á land var 62 feta kýr. Hvalurinn var strax dreginn upp á plan og fljótlega hófst hval- skurðurinn; flensunin. Greinilegt var að vanir menn hafa fengist til starfa á þessari vertíð því einungis leið innan við klukkustund frá því hvalurinn kom á planið og búið var að ná öllu kjöti í hús. Á fyrstu vik- unni hefur á annan tug hvala veiðst og vinnslan gengið prýðilega. Nú tekur við stíf vertíð hjá starfs- mönnum Hvals hf. þar sem unnið verður á átta tíma vöktum, og átta tíma hvíld, þar til vertíðinni lýk- ur, líklega í september. Heimilt er að veiða 154 dýr á þessari vertíð. Veður og skyggni ræður mestu um hversu hratt gengur að veiða upp í kvótann. Mikil endurnýjun búnað- ar og mannvirkja hefur átt sér stað í Hvalstöðinni á síðustu árum og stöðin orðin hin snyrtilegasta á að líta. Mjög hefur verið aukið á ýms- ar öryggis- og hreinlætiskröfur á vinnustaðnum og er t.a.m. engum óviðkomandi hleypt inn á vinnu- svæðið sem tryggilega er girt af fyr- ir umferð fólks. Hægt er að fylgjast með hvalskurðinum úr brekkunni ofan við stöðina. Þar voru nokkr- ir hvalfriðunarsinnar með spjöld í upphafi hvalskurðarins sl. þriðju- dag, en stoppuðu stutt við í rign- ingunni og héldu á brott. Einungis beinagrind og innyfli liggja eftir þegar búið er að ná öllu kjöti í hús. Spik er brætt í lýsi sem meðal annars er blandað við olíuna á hvalveiðibátunum. Bein og inn- yfli fara í mjölvinnslu. Hið verð- mikla kjöt af hvalnum fer strax til vinnslu, sumt er fryst í hvalstöðinni en ekið með annað á Akranes þar sem það er unnið í Heimaskaga- húsinu til frystingar. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar verið var að flensa fyrsta hvalinn á 2014 ver- tíðinni. mm Allir vilja komast á netið Ferðaþjónustan í Geirshlíð hefur fallið ferðalöngum vel í geð. Inni á booking.com eru dómar um gisti- staði sem nota það kerfi. Umsagnir 75 gesta gefa gistiheimilinu fram- úrskarandi einkunn eða 9,2. Hulda Hrönn Sigurðardóttir bóndi og gestgjafi segir að þrátt fyrir að þau bjóði upp á eins mikla netþjónustu og hægt sé, kvarti flestir yfir því að á svæðinu sé lélegt netsamband. Tekið var hús á Huldu á dögunum. Byrjaði vegna verkefnaskorts Í Geirshlíð er gistiheimilið rekið í eldra íbúðarhúsinu á staðnum, en alls geta 11-12 gestir dvalið þar í einu. Húsið er á tveimur hæðum, fjögur herbergi uppi og eitt niðri, en auk þess eru þrjú baðherbergi í húsinu. Um áramótin 2010-11 var byrjað að breyta fyrir gistirekstur- inn og opnað 11. júní 2012. Hulda segir ástæðuna fyrir því að ákveðið var að opna gistiþjónustu vera ein- falda. Hún er kennari að mennt en hætti að kenna og vantaði eitthvað að gera. Öll herbergin í húsinu hafa heiti. Þau eru tilkomin vegna þeirrar notkunar sem þau höfðu á meðan búið var í húsinu. „Stærsta herbergið er Stofan sem var spari- stofan hér áður fyrr. Svo er annað herbergi sem heitir Vinnumanna- herbergið, einfaldlega vegna þess að þar sváfu vinnumennirnir alltaf í gamla daga,“ segir Hulda um leið og hún sýnir blaðamann hvert her- bergið á fætur öðru. Sígandi lukka Sígandi lukka hefur verið í starf- seminni en þetta sumar er þó öðru- vísi en það síðasta. Minna er bók- að fyrirfram en meira er af svokall- aðir lausatraffík. Ástæðurnar seg- ir Hulda vera þær að nú séu fleiri gististaðir í boði á svæðinu. „Það breytti hins vegar öllu fyrir okkur að fara inn á booking.com en fólk virðist nota þessa síðu mjög mik- ið og einnig að þar fær maður um- mæli um hvernig ferðamanninum hefur líkað. Það er ómetanlegt. Um 70% af okkar gistingu kem- ur þarna í gegn.“ Það eru þó að- ilar sem ekkert greiða fyrir næt- urgistingu en það eru björgunar- sveitirnar, en þegar þær eru með æfingu á svæðinu bíður þeirra frí gisting í Geirshlíð. „Þeir eru okk- ar auglýsing,“ segir Hulda bros- andi. Þeir gestir sem velja Geirs- hlíð sem gististað koma af ýmsum ástæðum en ekki síst af því að þar er rekið bú. „Fólki finnst gaman að sjá bændur að störfum. Fá að skoða dýrin og jafnvel taka þátt í bústörf- um. Það er virkilega ánægjulegt.“ Engin matsala á svæðinu á veturna Hulda segir að umferð ferðamanna yfir veturinn sé vaxandi. Margir komi vegna Norðurljósanna þótt það sé auðvitað nokkuð einstak- lingsbundið. Hins vegar sé það vandamál að engin matsala sé opin á svæðinu yfir vetrarmánuðina. „Þegar Íslendingar ferðast þá taka þeir yfirleitt með sér nesti og koma við í búð til að kaupa sér hráefni til eldamennsku. Þótt hér sé eldhús sem fólk getur eldað í þá virðast er- lendir gestir oft ekki gera ráð fyrir því að elda sjálfir. Því hefur skort- ur á matsölustöðum hér yfir vetur- inn verið vandamál. Mér finnst al- veg ómögulegt að fólk fari svangt í rúmið og því höfum við stundum boðið fólki að borða. Morgunverð- ur er innifalinn í gistingunni, en það er náttúrulega ekki nóg fyrir allan daginn.“ Aðspurð hvort fólk misnoti aðstöðu sína og taki sér nesti til dagsins, segir hún afar lít- ið vera um það hún muni eftir einu tilviki þar sem það hefur gerst. Góð samvinna í héraði Fleiri bændur en búendur í Geirs- hlíð bjóða gistingu í héraðinu. Að- spurð segir Hulda að góð sam- vinna sé á milli aðila í nágrenn- inu. „Ef einhver hringir til mín og allt er fullt, bendi ég gjarnan á aðra bæi. Mér finnst það sjálfsagt og það sama gildir á öðrum stöðum. Ég hef sem dæmi fengið fólk hingað sem t.d. ætlaði að gista á Steindórs- stöðum. Mér finnst skemmtilegt að standa í þessu. Það hafa skapast tengsl og myndast vinátta við gesti sem heldur. Það er ánægjulegt. Það eina sem fer að verða vandamál hér er lélegt netsamband. Þótt við séum með „router“ í húsinu þá vill fólk hafa samband á öllum stöðum. Þetta er í raun helsta umkvörtun- arefnið og afar brýnt að laga. Við verðum skör lægra en samkeppn- isaðilarnir verði þetta ekki lagað. Það er ekkert flókið.“ bgk Við húsið er sólpallur, heitur pottur og leiktæki fyrir börn, aðstaða sem margir gestir nýta sér. Hulda Hrönn Sigurðardóttir býður fólk velkomið í Geirshlíð. Stofan er stærsta herbergið í Geirshlíð. Hún gegndi hlutverki stofu hér áður fyrr. Gestir bændagistingarinnar í Geirshlíð eru ánægðir með aðbúnað og aðkomu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.