Skessuhorn


Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 25.06.2014, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is S K E S S U H O R N 2 01 4 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 Umsjón: Gunnar Bender og Magnús Magnússon Flugustangir Fluguhjól Línur Taumefni Flugur Veiðivörur í úrvali Víða góð veiði en mikil úrkoma setur mark sitt á veiðarnar Yfirleitt berast sögur af góðri lax- veiði á Vesturlandi. Þó eru auðvit- að dæmi um annað og ýmis frávik sem menn eiga erfitt með að út- skýra. Fyrsti laxinn úr Flókadalsá í Borgarfirði kom á land eftir þriggja daga veiði, en opnað var fyrir veiði 18. júní. Það verður að teljast óvenjulegt fyrir þessa annars góðu laxveiðiá, sem oft hefur verið í hópi þeirra áa sem mest hefur gefið á stöng og átt kröftuga upphafsdaga hverju sinni. En það er kannski sem betur fer ekkert gefið í laxveiði, þá væri þetta ekki gaman. Hítaráin hefur farið rólega af stað, en samt virðist dálítið af fiski gengið í ána. Bjarni Júlíus- son, fyrrverandi formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, var þar við veiðar ásamt fjölskyldu sinni þeg- ar við heyrðum í honum. „Í gær komu tveir á land og svo skemmti- lega vildi til að um leið og ég setti í lax á Breiðinni tók annar hjá Júlíusi Bjarna, elsta syni mínum, í Kverk- inni og við börðumst þarna feðg- arnir við laxana og náðum báðum. Í morgun settu þeir frændur Hafþór Bjarni og Ólafur Bjarni í stórlax á Breiðinni. Hann var einu númeri of stór fyrir veiðimennina og slapp eftir hetjulega baráttu. Veiðimenn hafa orðið varir við laxa í Langa- drætti og Grettisstillum og nú er vaxandi straumur og von á góðu,“ sagði Bjarni. Fjör í Laxá þrátt fyrir mikið vatn Fyrstu laxarnir komu á land úr Laxá í Leirársveit á fyrsta degi veiðanna sl. miðvikudag þrátt fyrir að mikið vatn og skollitað hafi verið í ánni eftir rigningar dagana áður. „Það veiddust tveir laxar fyrsta daginn og var sett í sjö aðra sem sluppu,“ sagði Ólafur Johnson við Laxá í samtali við Skessuhorn. „Það var líkt og í fyrra Hallfreður Vilhjálms- son bóndi á Kambshóli og veiðikló sem fékk fyrsta laxinn í ánni,“ sagði Ólafur ennfremur. Byrjunin lofar því góðu, vatnið er gott og fiskur- inn er mættur í Laxá. Góð byrjun í Kjarará „Það veiddust 33 laxar á fyrsta tveimur og hálfa deginum í Kjarará, allt flottir fiskar,“ sagði Davíð Másson einn leigutakanna sem var við opnun árinnar og veið- ar fyrstu dagana á fjallinu. Veiðin fór því bæði vel af stað í Kjarará og Þverá. „Það er fiskur kominn víða um ána og þetta lofar góðu,“ sagði Davíð sem var að landa laxi í Efra- Rauðabergi í Kjarará þegar við heyrðum í honum í síðustu viku. Laxinn gengur grimmt því lúsugir fiskar voru að veiðast þarna uppfrá þrátt fyrir að þá eru þeir búnir að synda 80 kílómetra. Vegna úrkomu á fjallinu hefur ekki verið hægt að veiða í Kjarará síðustu daga vegna vatnavaxta og mórauðs vatns. Það gæti því orðið veisla þegar vatnið minnkar og hreinsar sig í ljósi þess að fiskur er kominn um alla á. Í fyrsta skipti á Arnar- vatnsheiðinni „Þetta var fyrsta ferðin mín á Arn- arvatnsheiðina en ég fór með Steinþóri félaga sem hafði síðast farið þangað fyrir um 25 árum,“ sagði Halldór Gunnarsson veiði- maður. Veiðin á heiðinni fór vel af stað að þessu sinni. „Við enduðum með 40 fiska á tvær stangir. Flestir voru frá einu og upp í þrjú pund. Smærra inn á milli en líka stærra. Allt veitt frá landi og veiddum ein- ungis í Úlfsvatni. Það voru margir þarna í opnuninni á bátum og það var veitt fram og til baka. Heilt yfir voru flestir að gera ágætis veiði og kátína í mannskapnum. Frábært veður var allan tímann en það var gríðarlega mikil fluga og eins gott að taka með sér mývörn og net yfir höfuðið. Ég lenti sjálfur í að vera illa bitinn í framan þó svo ég hafi haft net,“ sagði Halldór ennfrem- ur. Silungsveiðin fer víðar vel af stað. Hítarvatnið hefur verið að gefa, Hraunfjörðurinn og vötn á Snæfellsnesinu og Fiskilækjarvatn (Fjárhússvatn) gaf þokkalega veiði um síðustu helgi. Ungur og efnilegur „Þetta var eiginlega frekar skondið. Hann hafði séð tvo laxa neðarlega í Húshyl og vildi ólmur kasta á þá,“ sagði Bjarni Júlíusson við Hítará þar sem sonurinn, Bjarni Hafþór, var að landa laxi. „Ég ætlaði upp í Langadrátt en hann vildi frekar reyna við þessa. Hann tók stöngina sína og setti þunga tommu Francis undir, brúna að lit. Svo uppstrím- aði hann túbunni og lét leka yfir laxana. Ég keyrði af stað uppeftir og mamma hans sem var að veiða Kverkina, hafði svona annað aug- að á honum. Þegar ég keyrði yfir brúnna, þá sá ég ekki drenginn og ákvað að keyra niður á planið ofan við Kverkina og skoða hvað væri í gangi. Þegar ég kem fram á brúnina, sé ég hvar guttinn er að þreyta lax og þetta var ekki auð- velt því stöngin er fyrir línu nr. 4 og eftir því nett og mjúk. En hann kallaði á móður sína, hana Þórdísi Klöru, og sú var aldeilis snögg til hans. Svo var laxinn þreyttur eins og vera ber og landað í sandvikið beint framaf gamla húsinu. Þetta var fallegur smálaxahængur, ekki lúsugur en alveg nýgenginn,“ sagði Bjarni ennfremur. Davíð Másson, einn af leigutökum Þverár og Kjararár, með fallegan lax. Halli á Kambshóli náði fyrsta laxi sumarsins úr Laxá í Leirársveit, líkt og í fyrra. Við Hítará í fyrradag. Veiðin fer rólega af stað. Ljósm. Bjarni J. Halldór Gunnarsson með góða veiði af Arnarvatnsheiði. Hér er Tómas Skúlason með frábæra bleikjuveiði á Arnarvatnsheiðinni. Fallegri gerast þær varla bleikjurnar. Bjarni Hafþór með laxinn sem hann veiddi einn og óstuddur við Hítarána. Veiðin í Norðurá í Borgarfirði hefur verið þokkaleg það sem af er tímabilinu en nú í upphafi viku voru 88 laxar komnir á land. Erling Ingvason tannlæknir var við veiðar í ánni og fékk tvo flotta laxa í fyrradag. „Norðurá er skemmtileg veiðiá. Ég fékk einn 98 sentimetra lax og svo 80 cm hrygnu úr Myrkhylsrennum, en myndin er af þeim fiski,“ sagði Erling sem enn er við veiðar í ánni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.