Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 28. tbl. 17. árg. 9. júlí 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is Loratadin Fæst án lyfseðils LYFIS Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 852 1601 Njótið veitinga í fallegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 4 OPIÐ 12.00 – 22.00 Vestlensk hross og knapar í góðum gír Landsmóti hestamanna lauk á Hellu á Rangárvöllum á sunnu- daginn. Hestakostur þótti sá besti á Landsmóti til þessa, en veðrið það versta. Árangur vestlenskra hrossa og knapa var afar góður á mótinu. Í kynbótadómum voru jafnvel slegin heimsmet, samanber einkunn fjög- urra vetra hryssunnar Hamingju frá Hellubæ, sem hér sést. Sjá umfjöllun um mótið á bls. 18. Bæjarhátíðin Írskir dagar fór fram á Akranesi um liðna helgi. Margir heimamenn voru saman komnir í bænum enda sá veðrið til þess að fáir voru á faraldsfæti þessa helgina. Hvassviðri einkenndi hátíðina að þessu sinni og fremur kalt veður miðað við árstíma. Engu að síður voru allir staðráðnir í að skemmta sér og fór hátíðin vel fram. Hér skemmta ungir Skagamenn á Akratorgi á laugardaginn. Írskum dögum eru gerð skil í Skessuhorni bls. 20 og 21. Ljósm. mm. Ómögulegt að taka fram úr á Vesturlandsvegi Vegfarandi segir fjárveitingavaldið bregðast Vestlendingum Ökumönnum á þeim kafla Vest- urlandsvegar sem liggur frá Mos- fellsbæ að Hvalfjarðargöngum hef- ur gengið illa að halda hraða sök- um þungrar umferðar á veginum. Sumarumferð um veginn hefur þyngst töluvert síðastliðin ár sam- hliða fjölgun ferðamanna um þjóð- vegina. Vegarkaflinn á milli Mos- fellsbæjar og Hvalfjarðarganga er um 23 km. langur en engin tvöföld- un er frá síðasta hringtorgi í Mos- fellsbæ að Hvalfjarðargöngum. Á þessari leið er því illmögulegt og beinlínis hættulegt fyrir ökumenn að taka framúr hægfara ökutækjum ef umferð er þung. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. að undan- skildum stuttum kafla við Grund- arhverfið þar sem hámarkshraðinn er tekinn niður í 70 km/klst. Und- anfarna daga hafa verið dæmi um að hraði á bílalestum á þessari leið sé um eða undir 70 km/klst vegna fjölda þungra ökutækja og óvanra ökumanna sem hægja umferðina niður. Ökumaður hafði samband við ritstjórn Skessuhorns. Hann kveðst aka þessa leið daglega til og frá vinnu og segir það beinlín- is óþolandi að sumarlagi þar sem vegurinn þolir ekki þá umferð sem um hann fer. „Aðstæður eru afskaplega hvim- leiðar frá Mosfellsbæ í Hvalfjarð- argöngin þegar umferðarhraði dettur niður á þessum tíma árs. Þetta skapar mikið álag og stress hjá ökumönnum og ófá dæmi eru um að þeir reyni framúrakst- ur þrátt fyrir afleitar aðstæður og skapi þar með mikla hættu. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki er byrjað að breikka veginn á þess- ari leið, annaðhvort með tvöföld- un eða einn plús tveir, líkt og gert hefur verið á Reykjanesbrautinni og víða á Suðurlandsveginum. Við Vestlendingar sem ökum þarna daglega um eigum mestra hags- muna að gæta af öllum. Við verð- um að fara að benda fjárveitinga- valdinu á að þessi vegur er sprung- inn með tilliti til umferðarþunga. Þetta er einn mest ekni þjóðveg- ur landsins og fyrir hann er ekkert gert. Hvar eru þingmennirnir okk- ar? Ég lýsi hér með eftir þeim,“ segir þessi ökumaður sem furð- ar sig á því sem hann kallar algjört áhugaleysi stjórnvalda um að bæta Vesturlandsveginn og draga þar með úr slysahættu líkt og gert hef- ur verið á Reykjanesbraut og Suð- urlandsvegi. jsb Þörf á tvöföldun Vesturlandsvegar, eða einn plús tveir, er orðin aðkallandi. Hér sjást tvö stór ökutæki að mætast á Vesturlandsvegi nálægt Grundarhverfi á Kjalarnesi. Í HJARTA BÆJARINS VIÐ AKRATORG Matar- og antikmarkaður á Akranesi í sumar - Ekta markaðsstemning! Opið alla laugardaga kl. 13 - 17

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.