Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Vill sameina Hafró og Veiði- málastofnun LANDIÐ: Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frum- varp á Alþingi um samein- ingu Hafrannsóknastofnun- ar og Veiðimálastofnunar. Áformin hafa verið kynnt starfsfólki beggja stofn- ana og drög að frumvarpi send helstu hagsmunaðilum til kynningar og samráðs. Æskilegt þykir að greina formlega nú frá áformum sameiningarinnar þó svo að allri greiningarvinnu sé ekki lokið þar sem samráðs- ferli er að hefjast. Markmið sameiningarinnar er að búa til öfluga rannsóknastofnun og efla vísindalega þekkingu á umhverfi og lifandi auð- lindum í hafi og ferskvatni. Í kjölfar sameiningarinnar má samnýta betur mannauð, búnað og þekkingu beggja stofnana. Hjá Hafrann- sóknastofnun eru um 145 stöðugildi og Veiðimála- stofnun um 20 stöðugildi. Með frumvarpinu er lagt til að öllu starfsfólki beggja stofnana verði boðið starf hjá sameinaðri stofnun. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. júní - 4. júlí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 1.694 kg. Mestur afli: Grímur AK: 921 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 8 bátar. Heildarlöndun: 14.928 kg. Mestur afli: Bárður SH: 7.810 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 23 bátar. Heildarlöndun: 17.190 kg. Mestur afli: Björt SH: 1.514 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík 21 bátur. Heildarlöndun: 34.147 kg. Mestur afli: Egill SH: 17.812 kg í einni löndun. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 111.725 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 52.188 kg í einni löndun. Stykkishólmur 14 bátar. Heildarlöndun: 20.268 kg. Mestur afli: Rán BA: 6.147 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Rifsnes SH – RIF: 52.188 kg. 30. júní 2. Egill SH – ÓLV: 17.812 kg. 1. júlí 3. Magnús SH – RIF: 11.985 kg. 30. júní 4. Magnús SH – RIF: 8.713 kg. 1. júlí 5. Magnús SH – RIF: 7.199 kg. 2. júlí mþh Betri afkoma en búist var við FAXAFLÓAH: Afkoma Faxaflóahafna á árinu 2013 var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, tekjur voru 247 millj- ónum króna yfir áætlun en gjöldin lægri en búist var við. Í ársskýrslu segir að hagnað- ur hafi numið 278 milljónum króna, en veltan var 2,8 millj- arðar. Megin ástæða betri af- komu eru hærri vörugjöld vegna innflutnings og hafnar- þjónustu og vegna stærri skipa sem komu til hafna, einkum skemmtiferðaskipa. Faxaflóa- hafnir reka Reykjavíkurhöfn og hafnirnar á Grundartanga, Akranesi og Borgarnesi. –mm Vantar dagforeldra BORGARBYGGÐ: Borgar- byggð hefur auglýst eftir fólki sem vill verða dagforeldrar á Bifröst og Hvanneyri. Á Bif- röst er háskólinn tilbúinn að leggja til húsnæði undir starf- semina en ekki kemur fram að sambærileg þjónusta sé í boði á Hvanneyri. „Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Sótt er um leyfi hjá fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar,“ segir í til- kynningu. –mm Veruleg fjölgun umsókna BIFRÖST: Umsóknarfrestur við Háskólann á Bifröst rann út 15. júní sl. Hátt á sjötta hundrað umsóknir bárust og þar af eru hátt í 50% fleiri um- sóknir í háskóladeildirnar en á síðasta ári. Í nám á meistara- stigi bárust tæplega 170 um- sóknir og í grunnnám háskól- ans bárust tæplega 200. Í Há- skólagátt sem er aðfararnám að háskólanámi bárust um 200 umsóknir. Nýjar náms- línur í bæði grunn- og meist- aranámi voru settar á fót og hlutu þær mjög góðar viðtök- ur og sýnileg veruleg fjölgun nemenda næsta skólaár. Næsta haust mun skólinn skipu- leggja allt nám í lotubundinni kennslu og sama rennsli verð- ur í staðnámi og fjarnámi. All- ir nemendur skólans munu geta nálgast hefðbundna fyrir- lestra á netinu og tímar í stað- námi verða þess í stað notað- ir til verkefnavinnu og um- ræðna. Nýjasta tækni verður notuð til að bæta þjónustu og auðvelda nemendum aðgengi að kennsluefni. Nýir snert- iskjáir hafa verið teknir í notk- un og verða settir upp í flest- um kennslurýmum sem munu nýtast í bæði stað- og fjar- námi. –mm Sífellt falla metin LANDIÐ: Um 110.600 er- lendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferða- málastofu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Voru þetta 20.700 fleiri en í júní í fyrra. Aukn- ingin nemur 23,1% milli ára. Aldrei hafa jafn margir ferða- menn verið hér í júnímánuði og nú. –mm Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa í Grundarfirði Líkt og Skessuhorn hefur áður greint frá hefur komum skemmti- ferðaskipa til Grundarfjarðar fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár, þó með undantekningu á síð- asta sumri. Í ár verður metfjöldi því von er á 19 skipum. Það stefnir þó í að það met verði slegið næsta sumar. „Við höfum nú þegar feng- ið 32 bókanir fyrir sumarið 2015 og hafa þær aldrei verið fleiri,“ segir Hafsteinn Garðarsson hafn- arstjóri í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. Skemmtiferðaskip hafa kom- ið reglulega til Grundarfjarðar frá 2001 og hefur nokkur sveifla verið í fjölda þeirra á milli ára. Að sögn Hafsteins má búast við að flest þessara skipa komi líkt og bókan- irnar gera ráð fyrir. „Það er ekki alltaf alveg pottþétt, það geta ver- ið sveiflur í þessu. Veðrið getur til dæmis haft áhrif. Í fyrra þurfti til dæmis eitt skipið að snúa frá vegna veðurs. Sunnanáttin getur verið erfið hérna. Stundum þurfa þau að fresta komu sinni. Það var til dæmis eitt skip sem átti að koma hingað um daginn en þau ákváðu þeir að fara fyrst til Grænlands og enda svo á Íslandi út af veðrinu. Svo eru alltaf nokkrar fyrirspurn- ir frá einhverjum sem koma svo ekki.“ Grundarfjarðarbryggja get- ur ekki tekið á móti allra stærstu skipunum en skemmtiferðaskip- in sem leggjast að bryggju þar eru 120 - 170 metra löng. „Algeng- ast er að farþegafjöldi sé á bilinu 200 - 800. Við höfum þó tekið við 1200 manna skipi hérna,“ segir Hafsteinn. Hann segir að stund- um komi fleiri en eitt skip í einu. „Þann 16. júlí næstkomandi verða til dæmis þrjú skip hérna á sama tíma. Það eru einhverjar svoleið- is bókanir fyrir næsta sumar líka,“ segir hafnarstjórinn í Grundar- firði. grþ Óvíst hvort kríuungar í Rifi komist á legg í sumar Kríuvarpið í Rifi á Snæfellsnesi iðar nú allt af lífi en þó er óvíst hvort kríuungarnir þar komist á legg þetta sumarið. Kríurnar í Rifi hafa átt erfitt uppdráttar síðustu ár og mik- ill fjöldi unga hefur drepist vegna skorts á æti. Sæmundur Kristjáns- son, fuglaáhugamaður í Rifi, segir að mikið af kríum og ungum séu nú í varpinu en of snemmt sé að segja til um hvort ungarnir lifi sumarið af. „Ég var úti í varpi á miðviku- dagskvöldið síðastliðið og sá mikið af eins til tveggja sólarhrings göml- um ungum á lífi. Það er skárra en í fyrra þar sem flestir ungarnir lifðu ekki fyrsta sólarhringinn af vegna ætisskorts. Hins vegar er of snemmt að segja til um hvort ungarnir kom- ist á legg þar sem ég sá ekki marga fugla berandi æti,“ segir Sæmundir um ástand kríuvarpsins. Megin fæða kríunnar er síli úr sjó og hefur Sæmundur kenningu um hvers vegna ætið sé horfið. „Í kringum árið 1960 var byrjað að veiða með dragnót í Breiðafirði og eftir það fór að fækka í varpinu. Nú er svo komið að mikið er veitt með dragnót í Breiðafirði og mér þykir líklegt að nótin sem dregin er eft- ir sandbotninum skemmi fyrir klaki sílanna sem eru aðal fæða kríunn- ar. Sem dæmi má nefna að í Skaga- firði eru veiðar með dragnót bann- aðar og hafa kríur þar nægilegt æti og vegnar vel.“ jsb Lítið um æti fyrir kríuna í Rifi og hugsanlega er það dragnótaveiðum að kenna. Breytingar á veginum yfir Holtavörðuheiði Framkvæmdir við lagfæringu á þjóðveginum yfir Holtavörðuheiði hófust síðasta haust. Það er Borg- arverk í Borgarnesi sem unnið hef- ur verkið. Fyrir áramótin var veg- urinn breikkaður til að gera hann öruggari og er nú verið að leggja slitlag á vegaxlirnar. Verkinu mun verða lokið innan skamms. Magn- ús Valur Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvestur- svæði segir um hefðbundna við- haldsáætlun að ræða Verið er að draga úr slysahættu með því að laga veginn og umhverfi hans. Við þessa aðgerð breikkar vegur- inn á kafla upp í allt að níu metra. „Ef allt gengur eins og best verð- ur á kosið þá er jarðvinnan unnin að hausti, látið síga og jafnað sig yfir veturinn og síðan klárað með slitlagi að vori. Í þessu verki var hægt að viðhafa þessa verkáætlun. Þessi breyting er eiginlega bylting á kaflanum frá Fornahvammi upp í Heiðarsporð,“ segir Magnús. Að- spurður hvort frekari lagfæring- ar væru á döfinni svaraði hann því til að spurningin væri yfirleitt um forgangsröðun og hvenær pening- ar detta inn. bgk/ Ljósm. gó. Gegnumtrekk- urinn of mikill Töluvert hvasst var á Akranesi sl. laugardag þegar sölufólk var að gera klárt fyrir markað í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Samtímis voru nokkrar hurðir í húsinu opnar og myndaðist gríðarlegur gegnumtrekkur. Þessi hurð skall aftur með látum þegar gengið var um hana og splundraðist rúða sem í henni var. Enginn meiddist. ki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.