Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Segist líklega vera með bíladellu! Rætt við Örn Ragnar Símonarson í Borgarnesi - eða Adda Sím Örn Ragnar Símonarson eða Addi Sím er flestum Borgnesingum kunnur. Hann hefur mestalla sína ævi haft gaman af bílum og átt þá nokkra, fæsta lengi utan einn sem hann átti í yfir 30 ár. Svo hafa félagsmálin einnig tekið hug hans. Addi telur að bíladellan hafi kvikn- að við afgreiðslu í gömlu Hvítár- búðinni 1946 og orðið til þess að hann lærði bifvélavirkjun á sínum tíma. Örn er nú hættur að vinna enda orðinn áttatíu ára. Blaða- maður settist niður með honum nýverið og fékk hann til að rekja það helsta sem á daga hans hefur drifið. Í Borgarnes með milli- lendingu á Hamri Addi Sím er fæddur á Grímars- stöðum í Andakíl fyrir 80 árum. Foreldar hans voru Símon Teits- son og Unnur Bergsveinsdóttir. Foreldrarnir kynnast í sveitinni er móðir hans kemur sem ráðskona að Grímarsstöðum 1933. „Þau fella saman hugi fljótlega, pabbi og mamma og hefja búskap með Teiti afa,“ segir Addi þegar við hefjum spjallið og bætir við: „Það er síð- an árið 1942 að afi hættir búskap, búinu skipt á milli erfingjanna og Daníel bróðir pabba fer að búa. Foreldar mínir flytja í Borgarnes en millilenda á Hamri 1942-43. Ég man nú frekar takmarkað frá þessu enda aðeins átta ára gamall þegar þau fara frá Grímarsstöð- um. En níu ára fer ég í barnaskóla í Borgarnesi og skólinn var þá þar sem Óðal er núna. Þar voru tvær kennslustofur og tveir kennarar, skólastjórinn og annar til.“ Fyrsti faktorinn í vega- sjoppunni Á þessum tíma voru krakkar látn- ir vinna eins fljótt og þau gátu og fyrsta starfið var að bera út Morg- unblaðið. Þá var Bjarni Guðjóns- son kaupmaður umboðsmaður og blaðið kom með Laxfossi eða öðru skipi. Kaupið var 40 krón- ur á mánuði. Addi brosir við þess- ari minningu því síðar varð móðir hans, Unnur, einnig umboðsmað- ur Morgunblaðsins í Borgarnesi og réði krakka til að bera út blaðið, rétt eins og hann hafði gert sjálfur. En sumarið 1946 var opnuð Hvítár- búðin í Ferjukoti. „Þá kom Sigurð- ur Guðbrandsson mjólkurbússtjóri og réði mig í vinnu sem ég stundaði næstu tvö sumur en ég er aðeins 12 ára þegar ég byrjaði þarna. Það má því segja að ég hafi verið fyrsti fak- torinn í búðinni og Dússi, Steinþór Gröndfeld, sá síðasti,“ segir Addi og brosir. Búðin í Ferjukoti var fyrsta vegasjoppan við veginn á þessari leið og áttu þeir hana saman, Krist- ján Fjeldsted bóndi í Ferjukoti og Sigurður. „Opið var til klukkan 22 á kvöldin en bensínið var afgreitt hinum megin við götuna. Þá lokaði ég búðinni, lét alla fara út og læsti á meðan ég afgreiddi bensínið. Þeir sem komu á eftir mér gerðu þetta ekki og gæjar í Borgarnesi voru fljótir að finna þetta út. Þarna var ég alltaf einn nema ef voru íþrótta- og hestamannamót inni á bökkum. En á þessum tíma kynntist ég bíl- um, enda líklega allar tegundir sem þarna fóru um, og varð alveg heill- aður af. Kannski kom ævistarfið því ekki á óvart.“ Iðnskóli og vinna á BTB „Fermingarárið mitt, árið 1948, byrjaði ég að vinna hjá Finnboga Guðlaugssyni á BTB. Það var 1. júní. Ég var snúningastrákur í vara- hlutaversluninni. Bæði að afgreiða viðskiptavini en einnig afgreiða starfsmenn því töluvert var afgreitt í gegnum lúgu til þeirra sem unnu á verkstæðinu, bæði verkfæri og varahlutir. Svo varð að sjá til þess að allt væri á sínum stað að kvöldi. Þarna lærði maður gott vinnusið- ferði en ég var sumarstrákur á BTB í 3-4 ár. Bílaáhuginn var kviknað- ur og í búðinni var sægur af hand- bókum. Ef hlé varð á vinnu fór ég að fletta í þessu. Þannig þróaðist það að ég fer að læra bifvélavirkj- un í ársbyrjun 1952. Meistari minn var Ásbjörn Jónsson sem síðar varð tengdafaðir minn. Ég er ekki langskólagenginn. Þegar kom að lokum náms í mið- skóla, hvatti séra Leó Júlíusson, sem þá kenndi við skólann, mig til að taka Landspróf sem þá var nýtil- komið, og haldið yrði í Reykholti, sem ég og gerði. Einhverju smá- vegis viðbótarnámsefni þurfti ég að sinna vegna þessa. En fyrirkomu- lagið var þannig að öll kennsla var í skólanum hér en prófið sjálft síð- an tekið í Reykholti. Samhliða iðn- námi var ég við nám í Iðnskóla Borgarness sem hóf starfsemi 1949. Þeir sem voru útskrifaðir úr þess- um litla skóla þóttu fullt eins vel að sér í sínum fræðum og þeir sem komu úr stærri skólum. Sigurþór Halldórsson var skólastjóri Iðn- skólans á þessum tíma. Utanað- komandi fagmenn voru fengnir til að kenna sérfögin og lenti ég meira að segja í því að kenna þarna sjálf- ur síðar. Tekið var verklegt próf og svo iðnskólaprófið en þá taldist við- komandi vera orðinn sveinn í sinni grein. Iðnaðarmenn fengu síðan meistarabréf þegar þeir voru búnir að vinna í þrjú ár. Þetta fyrirkomu- lag hélst lengi.“ Hægri hönd Finnboga „Líklega hef ég í upphafi fengið vinnu á BTB því pabbi vann þar en með sumarstarfsárunum vinn ég þarna í 30 ár. Kaupfélag Borgfirð- inga kaupir Finnboga út árið 1972 en ég hætti sjálfur árið 1978. En fljótlega varð ég hægri hönd Finn- boga þegar hann þurfti að bregða sér frá. Hann setti það í hend- urnar á mér að sjá um reksturinn. Hann veitti sér bara einn lúxus, sá merki maður, og það var laxveiði á sumrin. Ég held að þetta hafi ver- ið eitt best búna verkstæði sem til var á landsbyggðinni á þessum tíma. Þegar Finnbogi hættir held ég áfram verkstjórn og var búinn að venja mig á það að vera með nefið niðri í öllu eins og hann gerði en vildi þó helst getað selt helming- inn af vinnutíma mínum yfir dag- inn. Eftir að Finnbogi hættir, tek- ur Grétar Ingimundarson við. Þá er orðið óhjákvæmilegt að stækka húsnæðið verulega. Byggt er stórt hús, að hluta til utan um gömul og minni, sem svo voru rifin innan úr í áföngum. Með þessu móti truflað- ist starfsemin ekki verulega á bygg- ingartímanum. Eftir breytingarnar jókst starfsemin verulega og hófst þá m.a. framleiðsla á stóru flutn- ingakössunum sem fyrirtækið varð þekkt fyrir og fóru út um allt land. BTB var stórt fyrirtæki á sinni tíð. Ég á vinnulaunabók frá árinu 1952. Þar eru taldir 26 starfsmenn. Þeir urðu miklu fleiri síðar.“ Byggt ódýrt Örn er giftur Sonju Ásbjörnsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Þau hófu búskap á neðri hæðinni hjá Finn- boga Guðlaugssyni ásamt Dóru Ernu systur Sonju og eiginmanni hennar Sigurgeir Ingimarssyni en síðan var tekið við að byggja. „Ég samdi við Sigrúnu í Dalbrún um að fá hluta af lóð hennar undir hús, það er í dag Gunnlaugsgata 18. Við hjónin teiknum húsið sjálf, því Sonja, sem ekki hafði áhuga á öðru námi en húsmæðraskóla, lærði þar að raða inn í hús, svo gott væri að vinna í því, en ég lærði teikning- ar í Iðnskólanum. Teikningar voru lagðar fyrir sveitarstjórn. Bygg- ingafulltrúinn, Jón Guðmundsson, kom á staðinn og staðsetti húsið á lóðinni. Svo er bara byrjað að grafa og allt með höndum. Björn Guð- mundsson sló upp sökklum með mér því á þessum tíma mátti gera það sem í valdi manns stóð. Ég lagði síðan vatnsleiðsluna í húsið og Jonni rafveitustjóri, Jón Björnsson, mætti og tengdi kapal við næsta ljósastaur svo við hefðum vinnuljós þegar verið var að vinna inni. Svona var þetta bara. Við þrír svilar, Sig- urgeir, Eyvindur og ég, sem vorum að byggja samtímis, keyptum okk- ur vörubíl. Við sóttum steypumöl út á Seleyri, sand niður í fjöru þar sem nú er sýsluskrifstofan og vik- ur vestur í Mýrdal. Útveggirnir voru hlaðnir úr vikursteini. Þá vann maður fram að kvöldmat í launa- vinnunni og í húsinu á kvöldin, allar helgar og flesta frídaga. Við byrjum á húsframkvæmdum í maí 1957 og flytjum inn í desember 1958. Þá var húsið nokkurn vegið tilbúið.“ Addi segir að húsið hafi líklega kostað ríflega 200 þúsund krónur. Hand- bært fé hafi verið um 175 þúsund eftir að hafa selt bíl og tekið lán þar að auki í Sparisjóði Mýrasýslu að upphæð krónur 100 þúsund. „Ein- hvern veginn dugði þetta með ýtr- ustu útsjónarsemi og ég var ekki með neinn skuldahala á eftir,“ segir Addi hugsi og heldur áfram. „Sama frelsi var til athafna þegar ég byrj- aði að byggja sumarbústaðinn okk- ar sem stendur í Munaðarnes landi. En þegar kom að viðbyggingu 18 árum síðar voru allar reglur stífari og allt breytt.“ Heyrnin verður hvati til breytinga „Þegar ég er orðinn 35 ára er heyrn- in farin að bila og í raun var ég far- inn að tapa verulega heyrn og varð síðar einfaldlega að hætta á BTB út af þessu. Ég vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera, kunni ekkert annað en að gera við bíla. Ákvað að taka tveggja mánaða frí til að hugsa mál- ið. Þá fer Sæmundur Sigmunds- son að nauða í mér að koma til sín, sem varð að ráði. Þar var ég mik- ið einn að vinna á verkstæðinu og gat að mestu varið heyrnina fyrir hávaða sem ég olli yfirleitt sjálfur. Þetta var gerólíkt starfsumhverfi, fannst næstum að ég kæmist í sum- arfrí úr þessum gríðarlega erli sem var á BTB. Þarna var ég í tæp 26 ár svo líklega má segja að maður sé hokinn af reynslu,“ segir Addi bros- andi og heldur áfram. „En þegar ég fór að nálgast sjötugt fann ég að ég hafði ekki skrokk í þetta lengur, sá heldur ekki fyrir mér að fara í hálft starf svo ég hætti bara.“ Gott að hafa meira- prófið Addi segir árin hjá Sæmundi hafa verið skemmtileg, sannarlega öðru- vísi en á BTB og mikill fjöldi sum- arstarfsmanna. „Maður þurfti að vera viðbúinn ýmsu. Það þótti gott að ég hafði meirapróf. Oft var ég eini starfsmaðurinn hér heima þegar mikið var að gera í akstr- inum. Stundum þurfti að þrífa af sér mesta skítinn og rjúka af stað á rútu. Þá kom það einnig æði oft í minn hlut að sinna skólaakstrinum. Á þeim tíma voru krakkar keyrð- ir heim í hádeginu og sóttir aftur rétt fyrir klukkan 13 og svo keyrðir heim í mörgum lotum yfir daginn. Örn Ragnar Símonarson með konu sinni, Sonju Ásbjörnsdóttur. Þau standa í dyrum hússins sem þau byggðu og teiknuðu sjálf. Húsið að Gunnlaugsgötu 18 í byggingu. Myndin er tekin ofan af kirkjuholtinu og ef vel er gáð má sjá glitta í bakhlutann á Erni við einn vegginn. Örn líklega 1953 með móður sinni Unni Bergsveinsdóttur og bróður sínum Bergsveini sem stendur á stuðaranum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.