Skessuhorn


Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 09.07.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Frábær árangur vestlenskra hrossa og knapa á Landsmóti Landsmóti hestamanna lauk á sunnudaginn á Hellu eftir viku- langa dagskrá. Talið er að um tíu þúsund manns hafi verið á mótinu þegar mest var, þar af um 40% út- lendingar. Hvað hrossakost varðar var mótið það besta í sögunni. Allir eru sammála um að annar eins fjöldi af úrvals hrossum hafi ekki kom- ið saman áður á einu móti. Sömu sögu er ekki hægt að segja af veðr- inu því það hefur ekki verið verra á Landsmóti frá upphafi; öll tilbrigði sumarveðurs mátti finna; svo sem storm, úrhellisrigningu, kulda, sól- arglennu á sunnudegi og svo úrhelli í lokin. Þótti jákvætt að keppnis- vellir á Rangárbökkum stóðust þá þolraun sem veðrið skapaði. Stjórn og skipulagning mótsins reyndist ekki ganga hnökralaust fyrir sig. Virða verður mönnum til vorkunn- ar að veðrið riðlaði dagskrá. Frétta- miðlar og gagnrýnendur eru þó á einu máli um að láta umræðu um það ekki skyggja á frábæran árang- ur hrossa og knapa á mótinu. Meðal helstu verðlauna má nefna að Sleipnisbikarinn var afhend- ur Vilmundi frá Feti, en auk þess fór fram afkvæmasýning Stála frá Kjarri, en þessir tveir hestar hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Hæst dæmda kynbótahross móts- ins var Arion frá Eystra-Fróðholti sem var að vinna þann titil í ann- að skiptið í röð og fer því skál- in góða aftur „heim.“ Félag tamn- ingamanna heiðraði knapa fyrir góða frammistöðu. Þau verðlaun hlutu þeir Gústaf Ásgeir Hinriks- son i ungmennaflokki, Teitur Árna- son fyrir skeið, Þórarinn Ragnars- son fyrir sýningu sína á Spuna frá Vesturkoti sem sigraði A flokkinn og aðal reiðmennskuverðlaun FT fóru til Árna Björns Pálssonar. Vestlendingar í góðum málum Vestlensk hross stóðu sig frábæra- lega á Landsmótinu. Landshlut- inn átti hross í efstu sætum í flest- um greinum, bæði í gæðinga- keppninni sem og kynbótadóm- um. Af kynbótahrossum er kannski helst að nefna að hæst dæmda fjög- urra vetra hryssan var Hamingja frá Hellubæ, en hún gerði sér lítið fyr- ir og sló heimsmet í sínum flokki og hlaut 8,54 í aðaleinkunn. Rækt- andi og eigandi Hamingju er Gísl- ína Jensdóttir. Ekki er síður gaman að geta þess að Hamingja er und- an vestlenska stóðhestinum Aðli frá Nýjabæ sem er að gefa feyknargóð hross. Móðir hennar er Þula Kol- finnsdóttur frá Hellubæ sem fékk 8,44 í aðaleinkunn árið 2005. Knapi á Hamingju var Bergur Jónsson. Í flokki stóðhesta fimm vetra voru fjórir hæst dæmdu folarnir all- ir frá Vesturlandi. Efstur var Öln- ir Frá Akranesi með 8,71, þá kom Hersir frá Lambanesi með 8,57, Skaginn frá Skipaskaga hlaut 8,49 og loks Laxnes frá Lambanesi með 8,46. Í flokki fjögurra vetra stóð- hesta var næsthæst dæmdi hestur frá Vesturlandi; Erill frá Einihamri með 8,49 og svo komu í fjórða og fimmta sæti þeir Sproti frá Innri Skeljabrekku og Logi frá Odds- stöðum. Sannarlega er ekki hægt að kvíða hestakostinum í landshlutan- um í framtíðinni miðað við þennan glæsta árangur. Gæðingar og góðir knapar Í gæðingakeppninni er helst að nefna Trymbil frá Stóra-Ási, en hann sigraði í B úrslitum í A flokki og reið sig svo upp í annað sætið í A úrslitum með 9,19 í einkunn. Knapi á Trymbli var Gísli Gísla- son en eigandi gæðingsins Mette Mannseth eiginkona Gísla. Rækt- endur Trymbils eru hjónin Lára Gísladóttir og Kolbeinn Magn- ússon í Stóra Ási. Til gamans má geta þess að Gíslína á Hellubæ, Gísli Gíslason og systir hans Lára í Stóra Ási eru öll afabörn Hösk- uldar heitins Eyjólfssonar á Hofs- stöðum, þess mikla hestamanns og hrossaræktanda. Í unglingaflokki stóðu Konráð Axel Gylfasson á Verði frá Sturlu- reykum sig frábærlega, höfnuðu í öðru sæti með 8,87, einungis ör- fáum kommum frá fyrsta sæt- inu. Hesturinn í þriðja sæti í ung- lingaflokknum var einnig frá Vest- urlandi; Hlynur frá Haukatungu Syðri 1. Knapi á honum var sem fyrr Aron Freyr Sigurðsson, en hann keppir nú fyrir hestamanna- félagið Neista. Í B flokki voru það svo Siguroddur Pétursson og Hrynur frá Hrísdal sem komu öll- um á óvart og urðu aðrir eftir for- keppni og milliriðla og enduðu svo í þriðja sæti í úrslitunum á sunnu- deginum með 9,11 í einkunn. Þessi yfirferð er um það helsta af árangri Vestlendinga á Landsmóti. Útilokað er að gera þeim árangri tæmandi skil, því fjölmörg hross og knapar þeirra eiga ættir að rekja í landshlutann. iss/mm Verðlaunahryssan Hamingja frá Hellubæ, ásamt eigandanum með bikar og knapanum Bergi Jónssyni. Sigurgeir Sindri Sigur- geirsson formaður BÍ lengst til hægri. Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra Ási ógnuðu Spuna frá Vesturkoti í toppbárátt- unni í A flokki gæðinga. Konráð Axel og Vörður frá Sturlureykum voru eingungis hársbreidd frá sigri í unglingaflokki. Erill frá Einhamri, næsthæst dæmdi fjögurra vetra stóðhesturinn. Siguroddur Pétursson og Hrynur frá Hrísdal í harði baráttu við Þorsteinn Eyjólfsson og Klerk frá Bjarnanesi. Þorsteinn er ættaður frá Þingnesi í Borgarfirði, þannig að segja má að þarna eigist tveir Vestlendingar við. Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili í B úrslitum í ungmennaflokki. Eins og sjá má var veðrið ekki alltaf upp á sitt besta og var ótrúlegt hvað rigndi mikið á tímabili.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.